Skessuhorn - 28.04.2004, Side 15
SSESS'iíÍÍOLíli
MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 2004
15
Leikið á
Hellissandi
í kvöld
Skallagrímur tapaði stórt í
deildarbikarnum á sunnudag,
9 - 1 gegn HK en í næsta leik
á undan varð tapið 10-0.
Skallagrímur er í 5 sæti af sex
liðum í sínum riðli í neðri deild
bikarkeppninnar. Víkingur
Ólafsvík er í 3. sæti riðilsins og
á möguleika á að ná öðru sæti
af Aftureldingu, en þessi lið
eigast við á Hellissandi í kvöld
í síðasta leik riðitsins. Leikur-
inn hefst kl. 19.00.
Víkingur er með 9 stig en Vfk-
ingur 7. Sigur dugar Víkingum
hins vegar ekki til að tryggja
sér sæti í úrslitakeppninni því
aðeins eitt lið úr hverjum riðli
nær þangað. HK hefur fyrir
löngu tryggt sér sigur í riðlin-
um, en liðið er með fullt hús,
þ.e.a.s 15 stig.
Grétar hjá
FC Zurich
Leikmenn ÍA komu einum
færri til baka úr æfingaferðinni
til Þýskalands því Grétar Rafn
Steinsson fór beint frá Þýska-
landi til svissneska liðsins FC
Zurich en þar mun hann dvelja
við æfingar næstu daga. Grét-
ar er samningslaus við ÍA og
hefur áhuga á að reyna fyrir
sér í atvinnumennskunni en ef
hann leikur hér á landi í sumar
liggur fyrir að það verði með
ÍA. Ólafur Þórðarson þjálfari
sagðist, í samtali við Skessu-
horn, vona að þótt Grétar
myndi semja við Zurich eða
eitthvert annað lið þá yrði
hann með Skagamönnum í
það minnsta fyrri hluta sum-
ars.
IA - Fylkir
í kvöld
ÍA mætir Fylki í átta liða úrslit-
um deildarbikarkeppninnar f
knattspyrnu i kvöld á Leiknis-
velli í Reykjavík. Leikurinn
hefst kl. 20.00. Á sama tíma
eigast við KA og FH. Á morg-
un verða síðari tveir leikirnir í
átta liða úrslitum en þá taka
KR ingar á móti Val og Kefla-
vík á móti Víkingi. Undanúr-
slitaleikirinr verða sfðan á
sunnudag og mánudag en úr-
slitaleikurinn er settur á föstu-
daginn 7. maí.
Skeifukeppni á Hvanneyri
Skeifudagurinn var haldinn
á Hvanneyri á sumardaginn
fyrsta líkt og venja er. Að
þessu sinni var dagskráin ó-
venju glæsileg enda Hesta-
mannafélagið Grani 50 ára.
Að vanda var keppnin tví-
þætt, annars vegar gæðinga
og tölt keppni sem var opin
félögum í hestamannafélög-
unum Grana og Faxa. Hins
vegar voru nemendur
bændadeildar að sína af-
rakstur vetrarins en þau
temja trippi undir leiðsögn
Magnúsar Þ. Lárussonar og
Svanhildar Hall kennara.
Það voru tíu nemendur af
bændadeild sem sýndu ár-
angur af tamningu vetrarins á
Skeifudaginn. Sigríður Ólafs-
dóttir á Skrámi frá Innri
Skeljabrekku fékk hina eftir-
sóttu Morgunblaðsskeifu.
Sigríður fékk einnig ásetu-
verðlaun Félags tamninga-
manna. í öðru sæti var Þór-
unn Eyjólfsdóttir á Katli frá
Starrastöðum og í því þriðja
hafnaði Jóhann Þorsteinsson
á Prinsessu frá Álftagerði,
Jóhann hlaut einnig Eiðfaxa-
bikarinn sem veittur er fyrir
bestu umhirðu á tamninga-
trippi.
Ágúst Sigurðsson hrossa-
ræktarráðunautur og fyrrum
félagsmaður í Grana var
heiðursgestur í afmæliskaffi
Grana og flutti þar erindi að
lokum Skeifukeppninnar um
hans framtíðarsýn í hesta-
mennsku og hrossarækt. Að
lokum afhenti Ágúst sínu
gamla félagi stóran og glæsi-
legan bikar frá Bændasam-
tökum íslands. Jón Grétars-
son formaður Grana sagði, í
samtali við Skessuhorn, að
ekki væri búið að ákveða fyr-
ir hvað bikarinn yrði veittur,
það biði nýrrar stjórnar að
skipuleggja keppni um bikar-
inn.
Fréttir frá Golfklúbbnum Leyni
Golfvertíðin að hefjast
Garðavöllur opnar fimmtu-
daginn 29. apríl kl. 13:00.
Á sumardaginn fyrsta var
tekið forskot á sæluna og
opnað inn á púttflatirnar á
Garðavelli á Akranesi í tilefni
dagsins. Veðrið var einstak-
lega gott og lagði fjöldi golfá-
hugamanna leið sína á völlinn
þennan dag. Rúmlega 150
kylfingar skáðu sig til leiks á
Garðavelli og nutu veðurblíð-
unnar við golfleik.
Garðavöllur kemur vel und-
an vetri og hefur gróðurinn
tekið mjög vel við sér í væt-
unni síðustu daga.
Nú stendur yfir ýmis undir-
búningsvinna fyrir opnun vall-
arins. Búið er að bera áburð
á allt vallarsvæðið og gras-
sláttur er hafinn. Garðavöllur
verður opnaður fimmtudag-
inn 29. apríl klukkan 13:00 og
verður fyrsta golfmót sumars-
ins, Húsmótið, haldið laugar-
daginn 1. maí og hefst það
klukkan 9:00.
Æfingasvæðið
og golfkennsla
Æfingasvæði Golfklúbbsins
Leynis verður opið almenn-
ingi í allt sumar. Öllum er vel-
komið að leigja sér golfbolta
og æfa sig á æfingasvæði
golfklúbbsins. Þá stendur
golfkennsla öllum til boða,
hvort heldur sem viðkomandi
er félagi í golfklúbbnum eða
ekki. Kristvin Bjarnason er
golfleiðbeinandi Leynis og
verður hægt að panta tíma hjá
honum á skrifstofu golf-
klúbbsins í síma 431-2711
eða 863-4985.
Kvennagolf
Kvennanefnd Golfklúbbsins
Leynis boðar til fundar í golf-
skálanum á Akranesi fimmtu-
daginn 29. apríl klukkan 20:00
þar sem kvennastarf sumars-
ins verður kynnt, s.s. golfmót,
kvennatímar í golfi, heim-
sóknir í aðra golfklúbba og til-
boð á golfkennslunámskeið-
um fyrir konur. Þær konur
sem hafa áhuga á að kynna
sér golfíþróttina og kvenna-
starf golfklúbbsins eru sér-
staklega velkomnar á fund-
inn.