Skessuhorn


Skessuhorn - 04.08.2004, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.08.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 2004 Lintasijnui.. Eftir helgina Það má kalla nokkuð merkilegt að eins ósamtaka og íslend- ingar geta verið í ýmsum málum þá eru engir meiri hópsálir þegar kemur að ferðalögum og sumardvalarstöðum. Það sést meðal annars á helstu sumarhúsabyggðum landsins þar sem byggðin er víða það þétt að ekki er með góðu móti hægt að míga fram af útidyratröppunum í morgunsárið (sem er grundvallarforsenda fyrir sumardvöl í sveit) án þess að bunan lendi á eldhúsglugganum í næsta bústað. Best kemur þó þessi félagsþörf Islendinga fram um verslun- armannahelgi sem vill svo til að er árlega um land allt. Þrátt fyrir það eru Islendingar alls ekki um land allt þessa helgi og jaðrar meðal annars við að höfuðborgarsvæðið leggist í eyði í þrjá til fjóra daga. Atgangurinn er líka svipaður, þegar lagt er af stað á fimmtudegi og föstudegi, og búast mætti við ef Suð- urlandsskjálftinn mundi ríða yfir. Vissulega er ekkert eðlilegra, ef út í það er farið, en að þeir sem allt árið um kring búa í nábýli við hundrað þúsund manns kjósi að nota tækifærið þegar það gefst og flýja mann- mergðina og næla sér í tilfinningalegt svigrúm eins og mað- urinn sagði. Sú er hinsvegar ekki raunin því um verslunarmannahelgina hópast allir á sömu tvo þrjá blettina á landinu, hræddir um að annars séu þeir að missa af einhverju. Staðarhaldrar á umræddum blettum keppast vissulega um að laða að sér lýðinn með loforðum um glæsilega dagskrá sem enginn sér svo sem fyrir mannfjöldanum hvort eð er. Þannig er það nú. Vissulega hefur hegðun Islendinga um verslunarmanna- helgi stórlega batnað síðustu ár, þ.e.a.s. eftir Eldborgarhátíð- ina margumtöluðu. Kannski hefur þjóðarsálinni ofboðið þau ósköp sem þar gengu á og skildi engan undra. Engu að síður þykir manni undarlegt að sjá myndir frá útihátíðum helgar- innar þar sem heilu bæjarfélögin eru útsvínuð en mótshaldar- ar brosa í gegnum sorpið geislandi af hamingju yfir að ofbeldi skuli hafi verið í sögulegu lágmarki. Sjálfur er ég lagður af stað í útilegu í þessum töluðu orð- um, þegar ég er nokkuð öruggur um að allir hinir séu komn- ir heim til sín. Það er nefnilega lang skemmtilegast að vera ferðamaður á Islandi þegar maður getur verið laus við alla þessa ferðamenn. Gísli Einarsson, ferðamaður. Gísli Einarsson, ritstjóri. Sigriður Sigurðardóttir afhendir styrkinn. Berserlár fá góða gjöf Björgunarsveitinni Berserkj- um f Stykkishólmi barst í gær myndarlegur fjárstuðningur frá einstaklingi í Hólminum. Gjöf- Fyrirhuguð er ferð sveitar- stjórnarmanna á Vesturlandi til Suður Mæris í Noregi í byrjun september. Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar, sem tekur þátt í að skipuleggja ferð- ina, segir að tilgangur ferðar- innar sé sá að vestlenskir sveit- arstjórnarmenn kynni sér rekst- ur sveitarfélaga og byggðaþró- un í Noregi. „Þar eru menn Miðvikudaginn 28. júlí s.l. opnaði Ragna Sólveig Scheving sýningu á munum úr leir og gleri í veitdngastaðnum Narfeyr- arstofu í Stykkishólmi. Sýningin samanstendur af kertastjökum úr leir og gleri sem prýða borð og gluggakistur veitingastaðarins. Þá munu mat- argestir fá veitingar sínar ffam- reiddar á glermatardiskum eftir Skagaleikflokkurinn hefur nú ákveðið að ráðast í uppsetn- ingu á Járnhausnum eftir bræð- urna Jónas og Jón Múla Arna- syni og er frumsýning áætluð 23. október næstkomandi. Helga Braga Jónsdóttir leik- stýrir sýningunni, en æfingar hefjast í byrjun september. Skagaleikflokkurinn fagnar í ár þrjátíu ára starfsafmæli og þótti vel við hæfi að velja þetta stykki á afmælisárinu þar sem Skaga- leikflokkurinn var formlega stofnaður í kjölfarið á vel lukk- aðri uppsetningu á Járnhausn- in var ein milljón króna og gef- andinn heitir Sigríður Sigurð- ardóttir en styrkurinn er til minningar um bróður hennar eins og hér að velta fyrir sér sameiningu sveitarfélaga og þá hafa þeir nokkurra ára reynslu af rekstri sem ætlunin er að færa til sveitarfélaganna hér, málefnum fatlaðara, heilsu- gæslu og öldrunarþjónustu," segir Páll. Reiknað er með að um tuttugu sveitarstjórnar- menn af Vesturlandi fari í ferð- ina. GE Rögnu og eftir máltíðina geta gestirnir keypt diskana ef þeir óska. Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyrir hjá gestum og er þetta upplagt tækifæri fýrir fólk að eignast fallegan disk til minja eða jafnvel að safha sér í matar- stell. Sýningin er opin alla daga á opnunartíma Narfeyrarstofu og stendur fram eftir ágústmánuði. um vorið 1974. Að sögn Stein- gríms Guðjónssonar, formanns leikflokksins er yrkisefni þeirra bræðra í Járnhausnum sígilt - ástir og örlög í sjávar- plássi - en verður þó poppað eitthvað upp. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í uppsetningunni, leikarar jafnt sem söngvarar, eru hvattir til að láta í sér heyra. „Við vilj- um endilega fá sem flesta með okkur í þetta, hvort sem það eru gamlir raftar eða nýtt fólk,“ segir Steingrímur Guðjónsson. ALS Kristján Sigurðarson bónda á Hálsi á Skógarströnd. Stjórn Berserkja vill koma á framfæri miklu þakklæti til Sig- ríðar og að þeirra sögn mun gjöfin nýtast til að fjármagna kaup á nýjum björgunarbát sem mikil þörf mun vera fýrir hjá sveitinni. ,ir. GE Róleg verslunar- manna- helgi á Akranesi Engin mál komu til kasta lögreglunnar á Akranesi um verslunarmannahelgina. Að sögn Garðars Ajxelssonar, hjá lögreglunni, var helgin óvenju róleg enda fáir í bæn- um og lítið um að vera. ALS Starfsmenn Íífá launabót Verkalýðsfélag Akraness og Sveinafélag málmiðnað- armanna gengu nýverið frá samkomulagi við forráða- menn Islenska járnblendifé- lagsins á Grundartanga um arðgreiðslu Ij til starfsmanna upp á samtals 6,7 milljónir króna. Mun þessi greiðsla koma til útborgunar í þess- um mánuði. Um eingreiðslu er að ræða og byggir hún á samkomulagi urn arð- greiðslu vegna hagnaðar sem varð á rekstri fyrirtækis- ins árið 2003. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, kvaðst í samtali við Skessu- horn vera afar ánægður nteð lyktir málsins fyrir hönd starfsmanna. AÍAÍ Sveitarstj ómamienn til Noregs Gler- og leirlistarsýning Jámhausinn poppaður upp

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.