Skessuhorn


Skessuhorn - 04.08.2004, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.08.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 2004 oui:s9ijnu>. „Listhlaup í eitt ár“ Laugardaginn 7. ágúst nk. hefst í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi sýning Bjarna Þórs Bjarnasonar ogkonu hans Astu Salbjargar Alfreðsdóttur. Þar sýna þau málverk, skúlp- túra, glerverk og skartgripi. Þau voru í nánii Engelsholm kunsthöjskole á Jódandi síða- sliðið ár og eru verkin á sýn- ingunni affaksturinn af þeirri dvöl. Bjami Þór er fæddur árið 1948. Hann stundaði nánt við Iðn- skólann á Akranesi 1964-1970, Myndlistarskóla Reykjavíkur 1975-1980, Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975- 1980 og Engelsholm kun- sthöjskole 2003-2004. Bjarni Þór hefiír haldið 22 sýningar og heíúr gert 3 útí- listaverk. Asta Salbjörg er fædd árið 1956. Hún stundaði nám við CPH 1998-2002 og Engelsholm kunsthöjskole 2004. Þetta er hennar fyrsta sýning. Sýningin stendur til 5. sept- ember. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. (Fréttatilkynning) Kolgrafaríj örður á undan áædun Framkvæmdir við nýjan veg yfir Kolgrafarfjörð eru á undan áættun. Að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar umdæmisstjóra Vegagerðinnar á verktakinn að skila veginum færum fyrir haustið. „Það stefnir hinsvegar i að verktakinn geti skilað veginum með bundu slitlagi einhverntiman i haust og við vonum að það gangi eftir," segir Magnús. Ljósmynd: Mats Wibe Lund Munaðssjúkan meður búk Heima því ég ekki er sjaldan eina felld vib fjöl, - úti á kvennafari. „fari þab hreina kolab" l/tuióhe'wút) Að aflokinni verslunarmanna- helginni með til- heyrandi útihátíð- um þar sem vafa- laust hefur verið stofnað til nokk- urra varanlegra skyndikynna er við hæfi að rifja upp vísu sem mig minnir að Stefán Steinsson hafi stungið að vini sínum eftir vel heppnaða útihátíð í Atlavík fyrir margt löngu: Sú kostameyja Kristín Freyja kann ab teygja snagann á þér og öbrum peyja satt ab segja seint mun ieigja magann á sér. Það hefur lengi verið talinn höfuðkost- ur á hverjum ungum manni, ekki síst yfir verslunarmannahelgina að eiga þokkaleg- an bílskrjóð. Amerískir voru lengi í tísku en Volvo er alltaf vel frambærilegur svo sem Magnús Olafsson kvað: Volvoinn er vandab „car" vel sœmandi konum. Æbisgengib ástafar ibka má í honum. Eftirfarandi kveðskapur var á sínum tíma festur á dyr heimavistarherbergis eins skólabróður míns sem var reyndar manna stilltastur og ólíklegastur til að leggja hart að sér við hið ljúfa líf, rétt á meðan hann skrapp í kaffi. Væntanlega þætti mörgum ungum manni gaman að þurfa á svona leiðbeiningaskilti að halda: Leitib ekki lengi ab mér Ijúfi meyjaskari. Stundum verða fjárhagsástæður til að standa í vegi fyrir framþróun mála þó öll fáum við nú álíka stóran reit að lokum. Gísli Olafsson ffá Eiríksstöðum mun hafa ort eftirfarandi um vinkonu sína sem ung- ur maður en ekki veit ég hve mikil alvara lá á bak við: Vonarhjólib valt er hér á veikleik stólar enginn, aubarsól er ofdýr mér, ung og skólagengin. Veit nokkur hver yrkir svo? Umræddur Os gæti vel verið Blönduós: Sé ég Ijós á brekkubrún, býr þar drósin fögur. Vítt um Ósinn vefur hún vonaljósakögur. Fleiri hafa gert sér góðar vonir á Blönduósi. Maður nokkur var þar staddur eftir gleðskap og var að kveðja félaga sína sem spurðu hvar hann hefði hugsað sér næturstað. Svarið kom um hæl: Kannske fá nú sumir senn sem þá hefur langab. Þab er Ijós hjá Línu enn, líklega fer ég þangab. Ein ung og ægifögur og þar af leiðandi eftirsótt heimasæta hafði að orðtæki „fari það hreina kolað“. Þetta orðalag mun hafa orðið tilefni eftirfarandi vísu og langar mig að biðja lesendur ef þeir geta að upp- lýsa mig um höfundinn: Ég hef sveina batab böl, burtu meinum skolab, Lengi var sá góði siður iðkaður að yrkja amorsljóð og mansöngva til kvenna. Eftir- farandi kveðskapur mun vera eftir Stein Steinarr: Mína píu nú á ný nœri ég hlýju versi. Róms úr kvíum rennur frí rœban skýlaus þessi. Munabssjúkan mebur búk má ég húka á sessu. Eyjan dúka eblissjúk eg vil Ijúka þessu. Það hefur lengi verið nauðsynlegt að afla sér verðmæta sem mölur og ryð fá ekki grandað og samkvæmt því hvorki fyrnast heldur né fúna. Hrönn Jónsdóttir á Djúpavogi kvað um mann sem láðist að hafa þetta í huga: Kyntröllib Þórarinn Þorn í þarabing vestur vib Horn varb fabir ab barni bjáninn sá arni því verjan var fúin og forn. Sigurður Hansen velti einnig fyrir sér afdrifum hinna veraldlegu verðmæta: Viskíflaskan virbist mér veraldlegur aubur, ioks þá henni lokib er liggur mabur daubur. Pétur Pétursson læknir mun hafa ort þessa ágætu lofvísu um Sverri Her- mannssson en ekki þarf nema eina kommu til að vísan breyti nokkuð merkingu sinni: Fróma dóma fellir víst, forbast hjóm og blabur, róm í dróma reyrir síst rakinn sómamabur. Pétur varð sem kunnugt er þekktur af orðahnippingum sínum við vaxtarræktar- menn og áhrifum meintrar steranotkunar á undirvöxt þeirra og kynhvöt. Því miður man ég ekld í svipinn hver er höfundur eftirfarandi vísu. Gæti sem best verið Pét- ur sjálfur, en í henni merkir orðið sterking að verða sterkur af sterum: Hvab má duga svíri sver og sollin lceri af sterkingu ef áttu lítib undir þér í orbsins fyllstu merkingu. Annar læknir sem að minnsta kostí um tíma var á Blönduósi, Hannes Finnboga- son hafði um skeið verið læknir á Húsavík og fékk þessa jólakveðju ffá Agli Jónassyni: Eiginlega ekki telst ab ég neinum hrósi þó ég vildi vera helst veikur á Blönduósi Karl Friðriksson brúarsmiður mun vera höfundur eftirfarandi vísu og látum við það verða lokaorðin að sinni: Oft mitt þynnir amaský og ab hlynnir vonum Ab lifa og finna unun í endurminningonum Meb þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöbum 320 Reykholt S 435 1367 dd@hvippinn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.