Skessuhorn - 15.02.2006, Page 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 7. tbl. 9. árg. 15. febrúar 2006 - Kr. 300 í iausasölu
Fyrstu kerin
prufukeyrð í
stækkun
Norðuráls
Til stendur að prufukeyra fyrstu ker-
in í stækkun Norðuráls á Gnmdartanga
í þessari viku og jafnvel í dag, en það
fékkst þó ekki endanlega staðfest áður
en blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Prufukeyrsla allra kerjanna, vegna
stækkunar verksmiðjunnar úr 90 í 220
þúsund tonna framleiðslugetu, mun
standa yfir ffam á síðari hluta þessa árs.
Kostnaður við stækkun verksmiðjunnar
mun verða um 30 milljarðar króna og
starfsmenn verða 350-360 talsins eftir
stækkunina. MM
Framkvæmdir
að hefjast
í gamla
miðbænum
I gær hófst vinna við fyrsta húsgrunn-
inn á nýlega skipulögðu svæði í gamla
miðbæ Borgarness. Húsið sem þar rís
verður fyrsta af þremur tveggja hæða
fjölbýlishúsum á fyrrum bílastæðum KB
við Brákarbraut. Það er Búafl sem bygg-
ir, en það fyrirtæki á jafnframt gamla
Kaupfélagshúsið við Egilsgötu sem
breytt hefur verið í íbúðir. A næstu vik-
um hefjast einnig framkvæmdir á veg-
um Stafna á milli ehf. á gamla timbur-
plani Kaupfélgsins en fyrirtækið mun
byggja þar um 40 íbúðir. Asýnd þessa
bæjarhluta mun því breytast mikið á
næstu mánuðum. Það er Borgarverk
ehf. sem annast allar jarðvinnufram-
kvæmdir á svæðinu. MM/ Ljósm. BG
ATLANTSOLIA
Dísel ’Faxabraut 9.
I fl 1I3| Æk
i .áJI ir
VWbragðsaðilar víða um land; björgunarsveitir, lögregla, slökkvilið, júkraflutningamenn, Rauði krossinn og ýmsirfleiri héldu upp á 10 ára afmœli Neyðarlínunnar -112-
um liðna helgi. Víða var opið hús hjá þessum aðilum þar sem almenningur gat kynnt sér starfsemi þessara lífsnauðsynlegu björgunaraðila. Hjá Rauða krossinum á Akranesi
var m.a. h<egt aðfá mœldan blóðþrýstinginn. Hér er Guðlaug Bergþórsdóttir aðfá mœldan þrýstinginn. Ljósm. Hilmar.
Hitaveita í Grundarfirði
tefst um a.m.k. ár
Orkuveita Reykjavíkur hefur
neyðst til þess að seinka frarn-
kvæmdum við lagningu hitaveitu
í Grundarfirði. Vonast var til þess
að fyrstu hús í Grundarfirði yrðu
tengd veitunni síðla árs en nú er
ljóst að það verður í fyrsta lagi ári
síðar. Aform Orkuveitu Reykja-
víkur um að klára verkefhið hafa
hins vegar ekki breyst.
Undanfarna mánuði, eða frá
því í september, hafa staðið yfir
dælingar á heitu vatni úr borholu
á Berserkseyri og eins og ffam
kemur í annarri frétt í blaðinu í
dag hefur Skipulagsstofnun úr-
skurðað að framkvæmdin þurfi
ekki að fara í umhverfísmat. Þeir
sem undirbúið hafa hitaveituna
hafa hins vegar kallað vamið úr
henni „erfiðasta jarðhitavatn á Is-
landi“ því það er bæði súrt og
inniheldur að auki óvenju mikið
salt. Sú staðreynd setur skorður
við efnisval á búnaði og rörum.
Leiðni vatnsins og saltinnihald
fer vaxandi eftir því sem dæling-
artíminn lengist sem bendir til
innstreymis sjávar í jarðhitakerfið
og því er óráð að hefja fram-
kvæmdir að svo komnu máli þar
sem jafnvægi í efnainnihaldi hef-
ur ekki verið náð. Dælingu verð-
ur haldið áffam og þess beðið að
jafnvægi náist. Þá er hitastig
vatnsins heldur lægra og magn úr
holunni heldur minna en ráð var
fyrir gert. Hitastigið og niður-
dráttur vamsborðs í jarðhitakerf-
inu hafa hins vegar haldist nokk-
uð stöðug.
Að sögn Jakobs S. Friðriksson-
ar, starfsmanns Orkuveimnnar er
hönnun dreifikerfis hitaveitunnar
innan bæjarmarkanna því sem
næst lokið. Um aðveimlögnina
frá Berserkseyri að bæjarmörkum
gildir öðru máli og ekki er ennþá
fullljóst hvort aðveitan verður
lögð tvöföld með varmaskipta-
stöð á Berserkseyri eða einföld
með varmaskiptastöð við bæjar-
mörkin. Frekari rannsókna er því
þörf áður en hægt verður að ljúka
hönnun aðveitulagnarinnar.
Vegna þessara óvissuþátta telja
sérfræðingar Orkuveimnnar ekki
skynsamlegt að hefja fram-
kvæmdir við dreifikerfið fyrr en á
næsta ári, þegar ítarlegri upplýs-
ingar liggja fyrir.
Jakob segir að næsta skref
Orkuveimnnar verði að bora nýja
holu á Berserkseyri og reyna að
skera ytri sprunguna sem ekki
tókst við síðustu borun líkt og al-
kunna er. Frekari ákvarðanir um
tímasetningu framkvæmdanna
bíða niðurstöðu borunarinnar og
rannsókna í kjölfar hennar. Hann
segir það vilja Orkuveimnnar að
hefja framkvæmdir sem fyrst og
þá væntanlega á næsta ári. Til
þess að það takist þurfi borun og
rannsóknir að ganga vel.
Jakob segir þessa stöðu mála án
efa verða Grundfirðingum nokk-
ur vonbrigði því væntingar íbúa
til hitaveimnnar hafi verið miklar
og samstarf við íbúa hafi gengið
mjög vel. Þeir muni því eflaust
skilja þann ásetning Orkuveit-
unnar að standa eins vel að ffam-
kvæmdinni og möglulegt er.
HJ
Samkaup |u.rv«l
Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaðir • Hafnarfjörður • Húsavik • Isafjörður • Neskaupsstaður • Njarövik • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd
Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin gilda 16.-19. feb.