Skessuhorn - 15.02.2006, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 2006
^■ttssunuh. 1
Með amfetamín
á leið í partý
BORGARBYGGÐ: Um síð-
ustu helgi voru tveir piltar um
tvítugt teknir af lögreglunni í
Borgarnesi með 5 pakkningar af
amfetamíni í fórum sínum þegar
þeir voru á leið í partý í sumarbú-
stað í Borgarfirði. Efnin voru
gerð upptæk og var piltunum
sleppt að yfirheyrslum loknum.
-kóó
Stungið af efdr
árekstra
AKRANES: Lögreglan á Akra-
nesi hafði afskipti af mörgum
ökumönnum í liðinni viku. 17
voru kærðir fyrir of hraðan
akstur. Hæstu tölur í þeim
brotum voru 128 km/klst þar
sem hámarkshraði er 90, 118
km/klst þar sem leyfður hraði
er 70 og 99 km/klst innanbæjar
þar sem leyfður hraði er 50. Sá
síðastnefndi getur reiknað með
40.000 króna sekt vegna brots-
ins og rétt sleppur við ökuleyf-
ismissi. 8 voru kærðir fyrir að
nota ekki öryggisbelti. 5
árekstrar voru tilkynntir til lög-
reglu og var tjón lítið í þeim
öllum. I tveimur tilfellum var
ekið á kyrrstæðar og mannlaus-
ar bifreiðar og ekið af vettvangi
án þess að tilkynna um óhöpp-
in. I öðru tilfellinu var ekið
utan í gráan Lexus. Gerðist það
annað hvort við íþróttahúsið
við Vesturgötu á fimmtudags-
kvöld eða við Fjölbrautaskól-
ann á föstudagsmorgun. I hinu
tilfellinu var ekið utan í hvíta
Opel bifreið fyrir utan SHA á
fimmtudag eða föstudag. Lög-
regla biður vitni sem upplýs-
ingar geta gefið um þessi óhöpp
að hafa samband. -mm
Þrír vilja á
Kvíabryggju
GRUNDARFJÖRÐUR: Þrjár
umsóknir bárust um embætti
forstöðumanns fangelsisins á
Kvíabryggju en umsóknarffest-
ur um stöðuna rann út 3. febrú-
ar. Umsækjendurnir eru Geir-
mundur Vílhjálmsson fanga-
vörður á Kvíabryggju, Sigþór
Jóhannes Guðmundsson fanga-
vörður í Hegningarhúsinu í
Reykjavík og Þórður Björnsson
skipstjórnarmaður.
Það er dómsmálaráðherra sem
skipar í embættið frá 1. apríl
Unnið að bættu aðgengi
í Þjóðgarðinum
Nú er unnið að nokkurri vega-
gerð vestan við Gufuskála á vegum
Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Verk-
takafyrirtækið Snævélar ehf er
verktaki undir umsjón Vegagerðar-
innar. Veginum að Irskrabrunni er
breytt nokkuð og lagður nýr vegur
niður að ströndinni ofan Gufu-
skálavararinnar. Gera á síðan góðan
göngustíg frá Gufuskálavör að
Irskrabrunni.
Nokkuð hefur verið kvartað yfir
því að aðgengi væri ekki gott að
Gufuskálavör og fiskbyrgjunum í
Bæjarhrauninu. Ur þessu á nú að
bæta með þessari vegagerð auk þess
að bílastæði verður byggt upp ofan
vararinnar og göngustígur lagður
þaðan að Irskrabrunni.
MM
Vegurinn sem liggur t.h. er að Irskrabrunni en sá sem liggur t.v. aó Gufuskálavör.
s
Arsæll SH seldur með
350 tonna kvóta
Netabáturinn Ársæll SH-88 frá
Stykkishólmi hefur verið seldur
til Flateyrar. Arsæll var í eigu Sól-
borgar ehf. og segir Gunnlaugur
Arnason framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins að með skipinu fylgi 350
tonna þorskkvóti. Hann segir að
fyrirtækið hafi í hyggju að hasla
sér völl í útgerð krókaflamarks-
báta í framtíðinni og því hafi ver-
ið tekin sú ákvörðun að selja Ár-
sæl. Söluverð bátsins er ekki gefið
upp en hann hefur þegar verið af-
hentur nýjum eigendum.
HJ
Arsæll SII-88
Ibúafundur í Snæfellsbæ
Fimmtudaginn 23. febrúarverð-
ur almennur íbúafundur haldirm í
Snæfellsbæ. Dagskrá fundarins
hefst með því að fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs verður kynnt en eftír
umræður um hana munu fundar-
gestir velja sér umræðuhópa sem
einkum fjalla um tvö meginmál,
þ.e. íþróttir og æskulýðsmál annars
vegar og öldrunarmál hins vegar.
„Eftir að við höfum kynnt fjárhags-
áætlunina og umræðum um hana
lýkur munu bæjarfulltrúar og bæj-
arstjóri draga sig í hlé en hlusta á
skoðanir fólksins án þess að taka
þátt í umræðunum. Með því móti
vonumst við til að sem flestir tjái
sig. Kallað verður eftír hugmynd-
um íbúa og ábendingum um það
sem brennur á fólki og er ég viss
um að margt áhugavert mun koma
fram. Við viljum hafa fúndinn eins
lýðræðislegan og kostur er og von-
umst til að íbúar mæti og taki virk-
an þátt í líflegum hugarflugsum-
ræðum,“ sagði Kristinn Jónasson,
bæjarstjóri í samtali við Skessu-
horn.
Fundurinn verður eins og áður
segir haldinn annan fimmtudag, 23.
febrúar í Klifi og hefst hann klukk-
an 20.
MM
Hitaveita í Grundarfirði ekki háð
mati á umhverfisáhrifum
Sigrún nýr for-
maður Knatt-
spymufélags IA
AKRANES: Sigrún Ríkarðs-
dóttir var í liðinni viku kjörin
formaður Knattspymufélags IA
á aðalfundi félagsins í stað
Harðar Helgasonar sem ekki
gaf kost á sér til endurkjörs.
Aðrir stjórnarmenn eru Sigurð-
ur Arnar Sigurðsson og Kjartan
Kjartansson.
~hJ
Skipulagsstofhun hefur komist að
þeirri niðurstöðu að hitaveita í
Grundarfirði sé ekki Kkleg til að
hafa í för með sér umtalsverð um-
hverfisáhrif og skuli því ekki háð
mati á umhverfisáhrifum. Þessa
ákvörðun stofhunarinnar má kæra
til umhverfisráðherra og rennur
kærufrestur út 15. mars.
Það er Orkuveita Reykjavíkur
sem hefur í undirbúningi að leggja
hitaveitu í Grundarfirði og er ffam-
kvæmdin sem slík tilkynningarskyld
til Skipulagsstofnunar. Leitaði
stofhtmin álits Grtmdarfjarðarbæj-
ar, Breiðafjarðarnefndar, Fornleifa-
vemdar ríkisins, Heilbrigðisefrirlits
Vesturlands, iðnaðarráðuneytisins,
Orkustofnunar, Umhverfisstofhun-
ar og Vegagerðarinnar.
Fyrirhugað er að virkja borholu á
Berserkseyrarodda í Kolgrafarfirði
þaðan sem lögð verður aðveituæð
og dreifikerfi í Grundarfirði. Einnig
er fyrirhugað að leggja dreifikerfi í
dreifbýli þar sem það er fjárhagslega
og tæknilega hagkvæmt. Gert er ráð
fyrir framkvæmdinni í aðalskipulagi
þéttbýlis í Gnmdarfirði ffá árinu
2003 og einnig í drögum að aðal-
skipulagi fyrir dreifbýli í Grundar-
firði.
Að mati Orkuveitu Reykjavíkur
er ekki þörf á mati á umhverfisá-
hrifum þar sem allar upplýsingar
um helstu umhverfisáhrif liggja
fyrir og umfang þeirra sé slíkt að
ekki verði hægt að kalla þau um-
talsverð á neinn hátt. Þá kemur
fram í mati OR að samfélagslegur
ábati vegna hitaveituvæðingar í
Grandarfirði sé umtalsverður.
Allir umsagnaraðilar töldu að
framkvæmdin hefði ekki umtals-
verð áhrif og því ekki ástæða til
mats á umhverfisáhrifum.
HJ
Bílás fær lóð við
Smiðjuvelli
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefúr samþykkt að veita Bílási
ehf. lóðina nr. 17 við Smiðjuvelli
á Akranesi. Lóðin verður um
7.300 fermetrar að stærð og í
samkomulagi milli bæjarins og
Bíláss kemur ffam að fyrirtækið
hyggist flytja starfsemi sína
þangað af núverandi stað við
Þjóðbraut. Á hinni nýju lóð verð-
ur byggt um 600 fermetra hús og
til lengri tíma allt að 1.500 fer-
metra hús undir starfsemi sína,
bílasölu og bifreiðaþjónustu. Við
afgreiðslu málsins lét Gunnar
Sigurðsson bæjarráðsmaður bóka
að hann sæti hjá við afgreiðslu
málsins þar sem hann teldi ekki
farið að reglum bæjarins við út-
hlutun lóðarinnar. -hj
Styrkir ekki sótti
BORGARBYGGÐ: Seint verða
fjárveitingar sveitarfélaga til
óteljandi verkefna taldar nægi-
lega miklar. Því er algengt að sjá
óskir til hinna ýmsu nefnda sveit-
arfélaga um að fjárveitingar til
einstakra verkefna verði auknar.
Menningarmálanefnd Borgar-
byggðar glímir þessa dagana við
sjaldgæff vandamál. Nokkrir
styrkir nefndarinnar á síðasta ári
hafa ekki gengið út. Á fundi
nefúdarinnar á dögunum kom
fram að nokkrir styrkir séu enn
ósóttir og var sviðsstjóra fahð að
hafa samband við styrkþegana.
-hj
Hafha uppbygg-
ingu á bílastæði
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefúr hafúað ósk frá Trésmiðj-
unni Akri um leyfi til að skipu-
leggja og byggja íbúðarhúsnæði á
bílastæðum við Jörundarholt sem
áður vora sérstaklega ætluð fyrir
vörubíla og önnur atvinnutæki.
Beiðni félagins kemur í kjölfar
ákvörðtmar bæjarins um að út-
búa sérstakt stæði til þessara
hluta við Kalmansvelli. I bréfi
Trésmiðjunnar Akurs kemur
ffam að stæðið við Kalmansvelli
geri stæðin við Jörandarholt ó-
þörf og þau komi því vel til
greina sem lóðir fyrir íbúðarhús-
næði. Kemur ffam að hugsanlega
megi reisa á öðra stæðinu tvö
einbýlishús eða parhús og á hinu
stæðinu megi hugsanlega reisa
eitt einbýlishús. Oskaði fyrirtæk-
ið því eftir leyfi til þess að skipu-
leggja þessi svæði í nánu samráði
við skipulagsnefhd.
-hj
Akranes-
kaupstaður
styrkir Þjót
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt að veita Iþrótta-
félaginu Þjóti styrk að upphæð
150 þúsund krónur til starfsemi
félagsins. Hjá félaginu æfa fatlað-
ir íþróttamenn og æfa í dag hátt í
þrjátíu manns boccia, borðtenn-
is, ffjálsar íþróttir og sund.
-hj
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqamesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla mibvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þribjudögum. Auglýsendum er bent á ab panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þribjudögum.
Blabib er gefib út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og f
lausasölu.
Áskriftarverb er 1000 krónur meb vsk. á mánubi en krónur 900
sé greitt meb greibslukorti. Verb í lausasölu er 300 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daga
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blabamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Gubrún Björk Fribriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is