Skessuhorn


Skessuhorn - 15.02.2006, Side 6

Skessuhorn - 15.02.2006, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 2006 Jarðir seljast fljótt séu þær verðlagðar skynsamlega Rdðherra á tali við nemendur { Brekkubœjarskóla. Umhverfisráðherra heimsækir Brekkubæj arskóla Undanfarin ár hafa jarðir á Vest- urlandi verið að seljast tiltölulega fljótt eftir að þær fara í sölu og verð hefur stigið mikið og í mörgum til- fellum um tugi prósenta á fáum misserum. Landeigendur hafa margir nýtt sér hækkandi verð og aukna eítirspurn og selt. Svo virð- ist sem það skipti kaupendur litlu máli hvort búskapur sé stundaður á jörðunum eða ekki, heldur vega ýmis önnur atriði þyngra íyrir væntanlega kaupendur, svo sem veiðihlunnindi, nettengimöguleik- ar, möguleikar til afþreyingar og fl. Af þessu leiðir að áhyggjur þeirra sem bera hag hefðbundins land- búnaðar fyrir brjósti eru miklar þar sem afkoma af venjulegum búum í landbúnaði getur ekki með nokkru móti keppt lengur við arðinn af þeim peningum sem fjársterkir að- ilar eru tilbúnir til að greiða bænd- um og jarðaeigendum fyrir land. A ráðstefnu um ffamtíð Vesturlands, sem fram fór á Bifröst fyrir skömmu, lýsti Guðný H. Jakobs- dóttir, formaður Búnaðarsamtaka Vesturland þeirri skoðun sinni að forða þurfi dreifbýlinu ffá því að verða að eins konar nýlendu fjár- magnseigenda og ef fólk vildi á- ffam sjá blómlegt mannlíf í sveit- um þá væri staðbundið eignarhald nauðsynlegt og best til þess fallið að tryggja landbúnaði og byggð í dreifbýli sæmilega umgjörð. Þrátt fyrir þessa skoðun Guðnýjar eru það lögmál markaðarins sem ráða. Fjársterkir aðilar kaupa jarðir væntanlega með það fýrir augum að landverð eigi eftir að hækka enn frekar á komandi árum, sérstaklega innan ákveðinnar fjarlægðar frá höfuðborgarsvæðinu. Hlunnindi vega þyngst Til að forvitnast lítdllega um þró- unina í sölu jarða á Vesturlandi var haft samband við Magnús Leopóldsson, fasteignasala hjá Fasteignamiðstöðinni, en hann hefur sérhæft sig í sölu bújarða í allmörg ár. Hann segir ffamboð af jörðum á Vesturlandi vera ffemur lítið um þessar mundir og yfirleitt seljist eignir fljótt eftir að þær eru skráðar til sölu. Magnús segir jarðaverð t.d. í Borgarfirði hafa hækkað hlutfallslega mikið á stutt- um tíma. „Líklega hefur jarðaverð verið vanmetið en samhliða mikilli hækkun fasteignaverðs á höfuð- borgarsvæðinu á síðustu árum hef- ur það aðlagast þeirri þróun og jarðir því hækkað í verði um marga tugi prósenta á tiltölulega skömm- um tíma. Það er meiri eftirspurn en ffamboð á jörðum og þá hækkar verðið eðli málsins samkvæmt," segir Magnús. Hann segir kaup- endur í flestum tilfellum vera að leita effir jörðum án þess að ætla sér að hefja þar hefðbundinn bú- skap. Jarðir þar sem hefðbundinn búskapur er stundaður eru ekki endilega þær sem eru að koma í sölu um þessar mundir. „Best gengur að selja jarðir sem hafa ein- hver hlunnindi og þá helst í veiði. Kaupendur eru að leita eftir ná- lægð við laxveiðiár eða silungsveiði í ám eða vötnum. Einnig eru kaup- endur að leita eftir ýmsum öðrum kostum og vegur landfræðileg staðsetning mikið og umhverfið. Þá hafa samgöngur mikið að segja sem og ásett verð, möguleiki á hitaveitu og aðstæður t.d. til að skipuleggja sumarbústaðabyggð á Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á Akranesi mun koma saman til fundar í kvöld og ræða prófkjör fýrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. A sunnudaginn rann út fram- boðsfrestur þeirra er gefa vildu kost á sér. Benedikt Jónmundsson formaður kjörnefndar sagði í sam- tali við Skessuhorn að hann hefði vonast eftir því að frambjóðendur yrðu ekki færri en tíu í prófkjörinu og fjöldi frambjóðenda nú væri „hárfínt innan þeirrar tölu,“ eins og Benedikt orðaði það. Hann vildi ekki gefa upp nöfh frambjóð- svæðinu. Nálægð við golfvöll er einnig mikilvægur þáttur fyrir marga sem og önnur þjónusta svo sem verslun, sund, nettengimögu- leikar og fleira. Almennt seljast all- ar jarðir séu þær verðlagðar skyn- samlega út frá markaðnum hverju sinni,“ sagði Magnús að lokum. Gríðarleg fækkun hefur orðið á jörðum þar sem hefðbundinn bú- skapur er stundaður. Dæmi er um að í einni sveit á Vesturlandi hafi kúabúum á einum áratug fækkað úr 20 niður í 3. Þau bú sem eftir eru hafa hinsvegar að meðaltali stækk- að. Þrátt fyrir það má gera ráð fyr- ir því að jörðum þar sem stundað- ur er hefðbundinn búskapur t.d. á sunnanverðu Vesturlandi mtmi enn fækka ef eftirspurn eftir jörðum verður áfram með sama hættd og verið hefur að undanförnu. Við- mælendur blaðsins sem ganga hvað Iengst í lýsingum sínum á þessu ástandi kveða svo sterkt að orði að á næstu árum verði Borgarfjarðar- hérað orðið að einni risastórri frí- stundabyggð þar sem hefðbundinn búskapur verði einungis stundaður af nokkrum bændum sem meta starf sitt út ffá öðrum gildum og forsendum en fjárhagslegum. MM enda að svo stöddu en eins og ffam kom hefur Gunnar Sigurðsson nú- verandi oddviti flokksins í bæjar- stjórn tilkynnt opinberlega um ffamboð sitt í prófkjörinu. Sam- kvæmt skipulagsreglum Sjálfstæð- isflokksins hefur kjörnefndin heimild til þess að leita til ein- stakra manna og óska eftir að þeir gefi kost á sér í prófkjörið. Bjóst Benedikt við því að nefndin nýtti sér þessa heimild sína en endan- lega ákvörðun um slíkt verður tek- in á fundinum í kvöld. m Sigríður Anna Þórðardóttir, um- hverfisráðherra heimsótti Brekku- bæjarskóla á Akranesi í gær til að kynna sér umhverfisstarf skólans í Grænfánaverkefni Landverndar. Skólinn sótti um þátttöku til verk- efnisins í mars í fýrra en hefur unn- ið markvisst að umhverfismálum síðan 2001. Ungir og efnilegir nemendur úr 3. og 4.bekk sungu skólasönginn við komu ráðherrans í hús og buðu Sigríði Önnu þannig velkomna f.h. skólans. Umhverfisráðherra sagði starf að umhverfismálum í Brekku- bæjarskóla stórglæsilegt ffam til þessa og benti á mikilvægi þess í uppeldi barna. „Það skiptir svo miklu máli fýrir hugarfar barna, umgengni og virðingu þeirra gagn- vart hlutum og síðast en ekki síst nýtist umhverfisstarf þeim seinna í lífinu í öllu því sem þau taka sér fýrir hendur,“ sagði hún í samtali við blaðamann. Hún sagði að skóli og heimili væru kjörinn vettvangur fýrir umhverfisstarf og taldi öruggt að þetta starf í skólanum myndi skila sér inn á heimilin og hafa þannig bein áhrif á foreldrana. Að- spurð um umhverfisstarf okkar Is- lendinga segir hún okkur vera á réttri leið en þó sé alltaf hægt að gera betur og höfum við öll tæki- færi til þess. KÓÓ Hugsanlega bætt við frambjóðendum PISTILL GISLA Runólfi saga hin meiri „Runólfur was a stór man but ffekar mjór. He was a man of wisdóm en samt sem áður rather ligeglad.“ Þannig hefst væntanlega Runólfs saga hin meiri þegar þar að kemur að hún verður skráð og gefin út í viðhafnarút- gáfú með Eglu, Njálu, Grettis- sögu og öðrum köppum sem eiga heima í sömu bókahillu. Það sem greinir Runólfs sögu frá þeim sem ritaðar hafa verið um Skarphéðin, Njál, Egil og Gretti, t.d. er ekki það að Run- ólfur sé síðri kappi, síður en svo, heldur það að hún verður skráð í ffumriti á þróaðri ís- lensku eins og upphaf sögunnar hér að ffaman ber með sér. Hún verður ekld rituð á fomís- lensku sem enginn sldlur enda væri það til lítils að skrásetja sögu mikils manns á tungumáh sem aðeins litlir menn geta les- ið. I ræðu sem Runólfur flutti, sköruglega að vanda, við út- skrift lærisveina og -meyja fýrir skömmu gerði hann íslenska tungu að umtalsefni og sagði meðal annars að þeir sem harð- ast gengju fram í málvernd væru í raun mestu fjandmenn mngunnar. I samfélagi morg- undagsins væri ekki hægt að tala tungu gærdagsins. Hann sagði einnig að staðnað tungu- mál sem ekki fýlgdi þörfúm talenda myndi óhjákvæmilega deyja. Eg hef ffamundir þetta undr- ast að heyra háskólafólk tjá sig á leikskólaíslensku en þess eru því miður allmörg dæmi. Eg er ekki lengur hissa á því fýrst af- staða háskólastjórnenda til ís- lenskunnar er sú sem hér að ffaman greinir. Eg stundaði sjálfur nám á Bifföst, þeim ágæta stað, um fjögurra vetra skeið. Það var á níunda áratug síðustu aldar. Síðan þá hefúr nám á Bifröst þróast og ekki nema gott um það að segja enda margt af því sem þá var þar kennt úrelt í dag. Þá var okkur kennt að kaupfélög í landinu væru þrjá- tíu og níu en í dag eru þau telj- andi á fingrum annarrar hand- ar. Okkur var hinsvegar einnig kennt að íslensk tunga væri öfl- ugt tæki þeim sem legðu sig ffam um að brúka hana sem best. Það vil ég meina að sé enn í góðu gildi þótt Kaupfélags- ffæði kunni að vera viska gær- dagsins. Því þykir mér það sárt að akkúrat ff á þessum stað skuli vera gerð adaga að okkar mesta og besta sérkenni, okkar eigin tungumáli. Um það verður samt sem áður ekki deilt að Runólfur rektor, og hans samstarfsmenn, hafa unnið gríðarlegt og merki- legt þrekvirki með allri þeirri uppbyggingu sem átt hefúr sér stað á Bifföst á síðustu árum. Um það þarf ekki að fjölyrða. Runólfur hefúr líka staðið sig með mikilli prýði í því að vekja athygli landsmanna á skólanum og skólasamfélaginu á Bifföst og í raun Borgarfjarðarhéraði öllu. Það hefur hann meðal annars gert með því að tjá sig í ræðu og riti á þann hátt að það hefur vakið athygli fjölmiðla. Það er hinsvegar þannig í fót- boltanum að þeir sem eru marksæknastir hitta ekki í hverju skoti og því meira sem skotið er, því meiri líkur á að einhverntíma sé skotið yfir markið. Það kemur komið fýrir bestu framherja, meira að segja Rimólf. Eða eins og sagt væri á þróaðri íslensku „This was a skot over the mark!“ Gísli Einarsson vanþróaður íslenskumaður.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.