Skessuhorn - 15.02.2006, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 2006
„.r.vnm^:
Fjölmenni tók þátt í 112 deginum
Viðbragðsaðilar víða um land
stóðu sameiginlega að ýmsum upp-
ákomum á 112 deginum sl. laugar-
dag og kynntu starfsemi sína. Veð-
ur var prýðisgott og voru aðstæður
allar hinar ákjósanlegustu íyrir
dagskrá dagsins.
A Akranesi hófst dagskráin á há-
degi með því að neyðarbifreiðum
var ekið í halarófu hring um bæinn
með blikkandi ljósum og sírenum.
Var það tilkomumikil sjón og há-
vaði mikill. Að því loknu var sett á
svið umfangsmikið umferðarslys
þar sem allir björgunaraðilar komu
að björgun og almenningur gat
kynnt sér það sem fram fór á vett-
vangi. Alla jafnan kemst almenn-
ingur ekki í slíkt návígi við björg-
unaraðgerðir þegar „alvöru“ slys
eiga sér stað. Milli klukkan 14 og
16 var opið hús hjá öllum við-
bragðsaðilum þar sem almenningur
gat skoðað búnað og tæki. Boðið
var upp á veitingar og virtist fólk
kunna vel að meta þær og margir
lögðu leið sína til lögreglu, í hús-
næði björgunarsveitar og slökkvi-
liðs og í húsnæði Rauða krossins
þar sem sjúkraflumingamenn hafa
aðsetur sitt.
I tilefni af 112 deginum var
einnig dagskrá í Borgarnesi sl.
laugardag sem lögreglan í Borgar-
nesi, ásamt öðrum viðbragðsaðil-
um, stóð fýrir. Sýnd voru tæki og
búnaður lögreglu, slökkviliðs,
björgunarsveitar og sjúkrabíls.
Sýningin var eftir hádegi í Brákara-
ey og var mæting ágæt og margir
sem kynntu sér starfsemi við-
bragðsaðila.
MM/
Ljósmyndir: Hilmar Sigvaldason.
Kvartar til ráðuneytis
vegna meints
upplýsingaskorts
Garðar Svansson, bæjarfulltrúi í
Grundarfirði tilkynnti á fundi bæj-
arstjórnar í síðustu viku að hann
hygðist leggja ffam kvörmn til fé-
lagsmálaráðuneytisins vegna upp-
lýsingaskorts til bæjarfulltrúa.
Þessi orð lét hann falla í umræðum
um samanburð fasteignagjalda
milli sveitarfélaga en um þann
samanburð hafði bæjarráð fjallað
þann 19. janúar. I framhaldi af því
sá bæjarráð ekki ástæðu til þess að
leggja til breytingar á álagningar-
stofnum.
Björg Agústsdóttir bæjarstjóri
segir í samtali við Skessuhorn að
bæjarfulltrúar í Grundarfirði eigi
ekki að þurfa að kvarta um upplýs-
ingaskort. Björg segir hins vegar
að í fýrrasumar hafi verið tekin
ákvörðun af meirihluta bæjar-
stjórnar sem fól í sér að Garðar er
ekki lengur áheyrnarfulltrúi í bæj-
arráði og það breyti hans stöðu.
„Þetta mál er algjör stormur í
vatnsglasi og gerist á þann veg að
bókun í bæjarráðinu þann 19. jan-
úar, hljóðar svo: „lagður var ffam
samanburður um álagningu fast-
eignagjalda". I fundargögnum sem
Garðar fékk send degi fýrir þenn-
an tiltekna fund bæjarráðs, voru
hinsvegar þessi gögn; 2 blaðsíður
ljósritaðar úr Arbók sveitarfélaga,
1 tafla með samanburði 7 sveitar-
félaga og myndræn framsetning
hins sama. Hann fékk þessi gögn
send eins og allir 14 aðal- og vara-
bæjarfulltrúar hér, jafhvel Garðar
og aðrir þeir sem sitja ekki í bæjar-
ráði, þó bókun ráðsins sé óná-
kvæm og bendi til hins gagnstæða.
Það er því enginn grundvöllur fýr-
ir kvörtun, allra síst til félagsmála-
ráðuneytis," segir Björg að lokum.
HJ
Skóbúðin Borg fær nýja
eigendur og nýtt nafii
Nýverið seldi Sæunn Jónsdóttir
rekstur verslunarirmar Skóbúðar-
innar Borg í Borgarnesi. Það eru
eigendur verslananna Xena sem
búðina keyptu og hyggjast þeir
breita nafni Skóbúðarinnar í Xena.
Sæunn hóf að reka Skóbúðina
Borg fýrir 13 árum í húsnæði við
Brákarbraut í Borgarnesi. Nokkru
seinna fluttist verslunin í gamla
Kaupfélagshúsið en fýrir fimm
árum í Hyrnutorgi sem þá var nýtt
verslunarhús. Sæunn segist sátt við
þessa breytingu og vill hún koma á
framfæri þakklæti til allra við-
‘ skiptavina sinna fýrir góð viðskipti í
gengum tíðina. Áfram mun hún
vera við störf í versluninni sem
Saunn Jónsdóttir, skókaupmadur.
mun hafa til sölu mörg af vinsæl-
ustu merkjunum í gegnum tíðina
auk nokkurra nýrra merkja í
skófatnaði. BG
S
Amardalur og Oðal verða fiilltrúar
Vesturlands á Samfés
Húsjyllir var í samkomubúsinu í GrundarfíriH á keppninni. Ljósm: SK
Margrét Rán frá félagsmiðstöð-
inni Arnardal á Akranesi vann und-
ankeppni Vesturlands fyrir Söng-
keppni Samfés. I öðru sæti í keppn-
inni varð söngfuglinn Martha og
félagar og komust þær einnig áffam
í Vesturlandskeppninni og munu
því keppa fýrir hönd Vesturlands á
Samfés, en keppnin verður haldin í
Mosfellsbæ 3. og 4. mars. Mikið
fjör var í Grundarfirði þar sem
keppnin var haldin í ár og fylgdu
keppendum margir stuðnings-
menn. MM
---------------------------------------- Guðrún Sveinsdóttir, einn leiðangurs-
Leiðangursmenn á Langjökli. Ljósni.SVG manna við stóra íshellinn í Langjökli.
Jeppar, jöklar
og þorramatur
Hið árlega þorrablót Vestur-
landsdeildar 4X4 var haldið í Húsa-
felli um helgina. A laugardeginum
var keyrt sem leið lá upp að íshell-
um Langjökuls. Um kvöldið gæddu
leiðangursmenn sér á Þorramat
sem ffamreiddur var af þeim Þresti
Reynissyni og Guðlaugi Sæmunds-
syni auk þess sem vinkonur Silviu
Nætur komu fram við mikinn
fögnuð. Oli Palli spilaði fyrir dansi.
BG
Þorrablót á Sólvöllum
Á miðvikudag í liðinni viku
gerðu starfsfólk og börn á leikskól-
anum Sólvöllum í Grundarfirði sér
glaðan dag og blótuðu þorra. Á
undan veislunni var skemmtun fýr-
ir börnin í Samkomuhúsinu þar
sem flutt voru skemmtiatriði fyrir
foreldra og aðra gesti.
Ljósm. Sverrir.
Þœr Margrét og Elísabetfrá Amardal á
Akranesi með söngvarann Ola á milli sín.
Martha ogfélagar frá Óðali í Borgamesi
urðu i öðru sæti í keppninni og keppa
einnig á Samfés.
Fyrirlestur
umbömin
og netið
Annað kvöld, fimmtudaginn
16. febrúar munu nemar í Tóm-
stunda- og félagsmálafræði við
Kennaraháskóla Islands standa
fýrir fýrirlestri í Grundaskóla á
Akranesi, fýrir foreldra um tölvu-
notkun bama og ömgga net-
notkun. Markmiðið með fýrir-
lestrinum, sem er hluti af stað-
btmdnu verkefhi nemenda við
KHI, er að gera tölvunotkun
bama ömggari og sýnilegri fýrir
foreldra. Janffamt er markmiðið
að fá foreldrana til að vinna með
bömum sínum, kynna sér net-
umhverfi þeirra og verði þá um
leið meðvituð um bæði jákvæða
og neikvæða eiginleika netsins.
Anna Margrét Sigurðardóttir
verkefnisstjóri SAFT, sem stend-
ur fýrir samfélag, fjölskydda og
tækni, mun flytja erindið. I næstu
viku fer ffam síðari hluti verkefn-
isins þar sem Regnbogabörn,
samtök gegn einelti, og lögreglan
verða með ffæðslu um eineltd og
ofbeldi fýrir börn í 7. bekk. I tdl-
efhi að þessu var haldin mynda-
samkeppni meðal gmnnskóla-
barna á Akranesi þar sem þau
vora látin teikna mynd af sér
hafna ofbeldi og verða myndim-
ar til sýnis í grunnskólunum á
Akranesi eftir næstu viku. Ein
mynd verður valin úr hvoram
skóla fyrir sig, en myndirnar
koma til með að prýða boli sem
ffamleiddir verða til styrktar
málefninu. Allir foreldrar eru
hvattir tdl að mæta á fýrirlestur-
inn sem hefst kl. 20:30. KÓÓ