Skessuhorn - 14.06.2006, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006
SiíESslíHOBH
Fjárfestíng fyrir nærri fimm milljarða
Nái tillögumar fram að ganga kalla þær á verulega uppbyggingu húsnceðis á Bifröst. Meðal annars er gert ráðfyrir byggingu nýs skóla-
húss sem meðal annars hýsijjóra ráðstefnu- og fyrirlestrasali sem rúmi um 570 manns auk 10 vinnuherbergja sem hýsi hvert um sig 15
manns. Einnig er gert ráðfyrir 10 skrifstofum fyrir kennara í húsinu. Hér er tölvugerð útlitsmynd af stœkkuðu skólahúsi.
Háskólastjórn Viðskiptaháskól-
ans á Bifröst hefur kynnt tillögur að
breytingum í starfi skólans. Þær fela
meðal annars í sér fjárfestingu fyrir
nærri fimm milljarða króna. Meðal
breytinganna er bygging grunn-
skóla á staðnum sem verði einka-
væddur. Þá eru hugmyndir uppi um
útrás skólans. Kostnaður sveitarfé-
lagsins er áætlaður 1,4 milljarðar
króna. Þessi kostnaðarsama upp-
bygging kom ekki til tals fyrir sveit-
arstjórnarkosningamar í vor og á
þessa miklu uppbyggingu er ekld
minnst í málefnasamningi flokk-
anna sem fara með meirihluta í
sveitarfélaginu. Eins og ffarn kom í
Skessuhomi í síðustu viku kynnti
háskólastjóm Viðskiptaháskólans á
Bifföst tillögur að breytingum í
starfi skólans á næstu ámm.
Helstu breytingar:
Helstu markmið með breyting-
unum era að auka sérstöðu skólans,
auka tekjur hans, bæta nýtingu fjár-
festinga og stjómsýslu, atxka gæði í
námi og kennslu og auka gæði og
vöxt í rannsóknar- og ráðgjafar-
starfsemi.
Með tillögunum er ætlunin að
fjölga nemendum í 1.200-1.400 og
af þeim verði 900-1.000 þeirra bú-
settir á Bifföst. Á staðnum verði
byggt upp staðbundið meistaranám
í viðskipta- og félagsvísindadeild
auk doktorsnáms í öllum deildum.
Þá verði deildir skólans þróaðar
frekar þannig að viðskiptadeildin
þróist í átt til hágæða viðskiptahá-
skóla, lagadeildin verði sú öflugasta
hér á landi og „skili lögffæðingum
með praktíska þekkingu sem era
gjaldgengir á alþjóðlegan markað,"
eins og segir orðrétt í kynningu
skólans.
Runólfur Agústsson, rektor Viðskiptaháskólans.
Fjórða stoðin
Þá er stefnt að því að skjóta
fjórðu stoðinni undir starfsemi
skólans í formi kennaraskóla „sem
byggður verði upp í tengslum við
uppbyggingu grunnskóla og einka-
rekins leikskóla í háskólaþorpinu,"
segir í kynningu. Kennaradeildinni
er ætlað að sinna kennslu til B.Ed.
gráðu bæði fyrir leik- og grunn-
skólakennara. Reiknað er með að
núverandi leik- og grannskóli verði
yfirteknir ffá sveitarfélaginu, einka-
væddir og reknir sem hluti af kenn-
araskólanum sem æfingadeildir.
Þessari skipulagsbreytingu í rekstr-
inum er meðal annars ætlað að bæta
„veralega gæði leik- og grunnskóla
á svæðinu sem skiptir miklu máli,“
segir í kynningu skólans.
Uppbygging húsnæðis
Nái tillögurnar fram að ganga
kalla þær á verulega uppbyggingu
húsnæðis á Bifföst. Meðal annars er
gert ráð fyrir byggingu nýs skóla-
húss sem meðal annars hýsi fjóra
ráðstefnu- og fyrirlestrasali sem
rúmi um 370 manns auk 10 vinnu-
herbergja sem hýsi hvert um sig 15
manns. Einnig er gert ráð fyrir 10
skrifstofum fyrir kennara í húsinu.
Þá er gert ráð fyrir bygginu upp-
lýsingamiðstöðvar sem hýsi bóka-
safn, tölvuþjónustu, um þrjátíu
kennslustofur og vinnubása fyrir
um 100 manns. Þá er reiknað með
byggingu fyrir kennaradeildina sem
hýsi skrifstofur stjómenda og kenn-
ara auk vinnu- og æfingaaðstöðu
fyrir nemendur.
Uppbygging samfélags-
þjónustu
Verði hugmyndir þessar að vera-
leika með þessari miklu fjölgun
nemenda sem búsettir verða á Bif-
röst kallar það á mikla uppbygginu
í samfélaginu á staðnum. Reiknað
er með byggingu um 80 fjölskyldu-
íbúða og 170 einstaklingsíbúða.
Einnig þarf að huga að uppbygg-
ingu í heilsugæslu, löggæslu, brana-
vama, sorphirðu, verslun og þjón-
ustu, kirkju, leikskóla, grunnskóla,
fjölnota íþróttahúss, íþróttavallar,
sundlaugar og öllu öðra er samfélag
af þessari stærð krefst. I þessum
nýju hugmyndum felst að í raun
verði starfandi fjórir sjálfstæðir
skólar á Bifföst sem starfi undir
stjórn deildarforseta í ábyrgð rekt-
ors.
Fjárfestingar á næstu
fjórum árum
Eins og áður kom fram er reikn-
að með að fjárfest verði fyrir um ríf-
lega 4,7 milljarða króna á áranum
2006-2009. Hlutur skólans er rúm-
ir 3,3 milljarðar króna og þar af er
bygging hótels fyrir um 750 millj-
ónir króna. Þáttur sveitarfélagsins
Borgarbyggðar í fjárfestingum er
rúmlega 1,4 milljarður króna sem
skiptist þannig að til byggingar
grannskóla verði varið 550 milljón-
um króna, til leikskóla verði varið
210 milljónum króna og bygging í-
þróttasvæðis kosti um 650 milljónir
króna.
Bestur innanlands og
útrás erlendis
I hugmyndum háskólastjórnar-
innar segir að á Biff öst verði rekinn
lítill, góður og dýr háskóli sem
verði sá besti hérlendis á sínum
sviðum bæði hvað varðar kennslu,
rannsóknir og þjónustu. Þá verði
hann einnig samkeppnishæfur við
góða einkarekna háskóla erlendis.
Þá er einnig nefht að skoðuð verði
kaup á eða stofhsettur háskóli er-
lendis.
Hálft tónlistarhús
Framkvæmdir sem nauðsynlegt
er að ráðist verði í eru mjög stórar á
íslenskan mælikvarða að ekki sé
minnst á borgfirskan mælikvarða.
Til að setja ffamkvæmdimar í þekkt
samhengi má nefna að kostnaður-
inn er álíka og helmingur þeirra
ffamkvæmda sem fyrirhugaðar era
vegna byggingar tónlistarhúss í
Reykjavík. Hið nýja sameinaða
sveitarfélag í Borgarfirði þarf ef af
verður að fjárfesta fyrir um 1,4
milljarð króna. A undanförnum
áram hafa sveitarfélögin fjögur sem
mynduðu hið nýja sveitarfélag varið
um 150 milljónum króna í fjárfest-
ingar á ári. Þarna er því um að ræða
nærri 10 ára fjárfestingargetu sem
ráðast þarf í á aðeins fjórum árum.
Einstakt tækifæri
Runólfur Ágústsson, rektor Við-
skiptaháskólans á Bifföst segir að
vinna við þessa nýju stefnumótun
hafi hafist á vettvangi háskólaráðs í
janúar og eins og áður kom ffam
vora hugmyndirnar kynntar í lok
maí eða nokkrum dögum eftir
sveitarstj órnarkosningar. Aðspurð-
ur hvort ekki hefði verið eðlilegra
að kynna tillögurnar fyrr þannig að
frambjóðendum og íbúum hefði
gefist kostur á að segja álit sitt á
þeim sagði Rimólfur að allt hefði
sinn tíma og ekki hefði tekist að
ljúka þessari stefnumótunarvinnu
fyrr. Hann segir að þarna sé um að
ræða einstakt tækifæri fyrir sveitar-
félagið takist að hrinda þessum
hugmyndum í framkvæmd. Ætltrn-
in sé að byggja upp alþjóðlegan há-
skóla í ffemstu röð á Bifröst og í
framhaldinu verði Borgarfjörður
helsta vaxtarsvæði landsins. Nú séu
ákveðnar blikur á lofti í efnahagslífi
landsmanna og samdráttur gæti
verið ffamundan en það eigi ekki
við um Borgarfjörð nái þessar hug-
myndir að verða að veraleika.
Einkareldnn grunnskóU
I aðdragana sveitarstjómarkosn-
inganna í Borgarfirði urðu tölu-
verðar deilur um samning við
Hjallastefhuna tun rekstur leikskól-
ans á Bifröst. 1 stefhumótunni nú er
gert ráð fyrir að nýr grunnskóli og
leikskólinn verði einkareknir í sam-
starfi við háskólann. Runólfur seg-
ist ekki hafa áhyggjur af því að þess-
ar einkavæðingarhugmyndir mæti
mikilli andstöðu því þama sé rætt
um að byggja upp bestu skóla á öll-
um sviðum.
Nú þegar er kennaranám við tvo
háskóla á Islandi. Aðspurður hvort
nauðsynlegt sé að bjóða ffam þriðja
háskólann í kennaranámi bendir
Runólfur á að kennaranám á Islandi
sé einsleitt og því breytingar nauð-
synlegar í þeim efnum. Hann segir
kannanir sýna að aðeins tveir af
hverjum fimm nemum sem ljúka
kennaranámi haldi til hefðbtmd-
inna kennslustarfa. Stór hluti hinna
halda til starfa í einkageiranum þar
sem þeir mæti síauknum kröfum at-
vinnulífsins til endurmenntunar
starfsmanna. Þeim þætti þurfi að
sinna mun betur en þegar er gert.
Góðar viðtökur stjóm-
málamanna
Runólfur segir hugmyndirnar
hafa fengið góðar viðtökur hjá
á Bifröst
ráðuneyti menntamála, sveitar-
stjómarmönnum og hjá fjárfestum.
Endanleg ákvörðun um að leggja í
uppbygginguna liggi hinsvegar ekki
fyrir. Oskað hafi verið eftir svörum
frá sveitarstjóm í þessum mánuði
því verkið þurfi að vinnast hratt.
Aðspurður hvort hægt sé að ætlast
til svo skjótra svara ffá sveitarstjóm
segir hann svo vera. Til séu tvær
tegundir stjórnmálamanna. Annars
vegar umræðustjómmálamenn og
hins vegar aðgerðastjómmálamenn.
Hann trúi að ffamkvæmdastjóm-
málamenn séu fleiri í Borgarfirði
enda séu þessar hugmyndir unnar á
hraða atvinnulífsins og því þurfi
sveitarstjómarmenn að vinna á
þeim hraða líka. „Tækifærin blasa
við okkur og þessar tillögur opna
marga glugga. Þeir em hins vegar
fljótir að lokast klófesti menn ekki
tækifærin."
Ráðgjafafyrirtæki kallað
til aðstoðar sveitarstjóm
Páll Brynjarsson verðandi sveit-
arstjóri sameinaðs sveitarfélags í
Borgarfirði segir tillögur Biffest-
inga til skoðunar og ráðgjafafyrir-
tækið KPMG hafi verið ráðið til
þess að aðstoða sveitarstjórn við
stöðumat málsins. Hann segir sveit-
arstjórnarmenn hafa vitað af stefhu-
mótun háskólans á Bifröst þrátt fyr-
ir að endanlegar tillögur hafi ekki
legið fyrir fyrr en að loknum kosn-
ingum. Hann segir að verði þessar
hugmyndir að veraleika kalli þær á
miklar breytingar í samfélaginu.
Trúlega leggist starfsemi grunn-
skólans á Varmalandi af í kjölfarið.
Hann segir að í þriggja ára fram-
kvæmdaáætlun hafi sveitarstjórn
Borgarbyggðar reiknað með tölu-
verðri uppbyggingu í skólastarfi á
Varmalandi þannig að þegar hafi
verið gert ráð fyrir töluverðum fjár-
munum til uppbyggingar skóla-
starfs. Hann segir stefnt að því að
svar sveitarstjórnar liggi fyrir sem
allra fyrst en segist þó ekki viss um
að það taki jafn skamman tíma og
Bifrestingar óska eftir. Þessa dagana
fari fram sveitarstjórnarskipti og
það hafi óhjákvæmilega seinkun í
för með sér. Hann bendir einnig á
að nokkur umbrot hafi verið í ríkis-
stjóm og óttast að það hægi einnig
á málum. Harm segir þó stefiit að
því að niðurstaða sveitarstjómar
Páll S Btynjarsson, btejarsljóri í Borgar-
byggð.
liggi fyrir fljótlega enda hafi sveit-
arstjónarmenn tekið málinu með
opnum huga. „Þetta er gríðarleg
fjárfesting fyrir sveitarfélagið en
hér hefur verið mikil uppbygging
að undanförnu sem fljótlega mun
skila okkur auknum tekjum. Það
mun einnig gerast takist að koma
þessum hugmyndum í fram-
kvæmd,“ segir Páll að lokum.