Skessuhorn


Skessuhorn - 14.06.2006, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 14.06.2006, Blaðsíða 11
aSESSgiHfilEM MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2006 11 Helga María landar metafla á Akranesi Frystitogarinn Helga María AK 16 kom til hafnar á Akranesi um hádegisbil á föstudag með metafla miðað við dagafjölda túrsins. Veidd voru 1100 tonn af úthafskarfa á Reykjaneshrygg og var skipið úti í 28 daga. I túrnum var Helgu Maríu siglt tvisvar í land til löndunar þar sem lestin rúmar ekki nærri allt það magn er veitt var, en lestin var samt sem áður drekkfull þegar í Akranes- höfn var komið. Aflaverðmæti túrsins eru um 149 milljónir króna og ætla má að hlutur hvers skipverja sé því nokkuð drjúgur. Eiríkur Ragnars- son skipstjóri Helgu Maríu var að vontun mjög ánægður með túrinn sem og allir skipverjar. Síðasta hluta túrsins voru fimm börn um borð í Helgu Maríu, bæði börn og barnabörn skipsverja. Þótti þeim sjóferðin mjög skemmtileg en eitthvað bar á sjóveiki hjá ein- hverjum þeirra á fyrstu dögunum. Þegar í Akraneshöfn var komið voru þau þó hin ánægðustu. Helga María fór aftur á veiðar á þriðjudagskvöld en að góðum sið var áhöfnin í landi um sjómanna- dagshelgina og Helga María bundin við bryggju. SO Heimir Guðbjömsson og Steindór Sverrisson stýrimenn meö skipstjórann Eirik Ragnars- son, sín á milli í biínni. Þeir voru kátir hásetamir á Helgu Mart'u er henni var lagt að hryggju. Skáru grásleppunet sín Á fimmtudaginn fyrir Sjómanna- dag í blíðskapar veðri á Skaganum, sátu sjómennirnir Gestur Svein- bjömsson og Hlöðver Sigurðsson við að skera grásleppunet sín, en þeir gera út og eiga bátinn Sæþór AK 7. Með þeim á myndinni er Jó- hannes Eyleifsson á Leifa AK 2. Nú hafa þeir hætt á grásleppuveið- um á báðum bátunum og voru menn sammála um að það væri varla standandi í þessum veiðum, sökum lágs hrognaverð. Nóg töldu þeir af grásleppu á miðunum en veðurguðirnir hefðu mátt vera þeim ögn hliðhollari, þar sem lítið viðraði til þessara veiða á meðan á vertíðinni stóð. Tunnan af hrogn- um er nú seld á um 34 þúsund krónur, en það er töluverð lækkun ffá síðasta ári þegar tunnan fór á um 50 þúsund krónur. SO www. skessuhorn. is Vartnalandsskóla slitið Varmalandsskóla var slitið 8. júní sl. I skólanum voru 168 nemendur og útskrifuðust 14 nemendur úr 10. bekk. Kolbrún Hulda Pétursdóttir náði bestum árangri á samræmdum prófum í 10. bekk og sópaði hún til sín viðurkenningum og verðlaun- um, svo sem orðabók og tölvudisk frá danska menntamálaráðuneyt- inu, lærdómsritinu Manngerðir eftdr Þeófrastos frá menntamála- ráðuneytinu og Hinu íslenska bók- menntafélagi, orðabókum frá Varmalandsskóla og að lokum við- urkenningu fyrir prúðmennsku, hjálpsemi og dugnað. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Kolbrúnu. MM Kolhrún Hulda með verðlaun sínfyrir góðan námsárangur, prúðmennsku og fleira. Útskriftarhópurinn frá Varmalandi. Vesdensldr stóðhestar streyma á landsmót Hrossadómarar hér á landi hafa haft í nægu að snúast að undan- fömu við að dæma kynbótahross fyrir Landsmót hestamanna á Vindheimamelum sem hefst í lok mánaðarins. Af landinu öllu vora sl. mánudag komin um 190 kyn- bótahross inn, þar af um 50 stóð- hestar. Af Vesturlandi hafa nú þeg- ar nokkuð mörg kynbótahross náð lágmarkseinkunnum og þar af nokkrir efnilegir stóðhestar og flestir þeirra með allgóðar ein- kunnir. Fastlega má því gera ráð fyrir að árangur vestlenskra hrossa verði góður á mótinu. Meðal stóð- hesta sem þegar eru öruggir á mót má nefna Aðal frá Nýjabæ, Glym frá Skeljabrekku, Glotta firá Sveina- tungu, Hróð frá Refsstöðum, Bjarma og Auð frá Lundum, Sólon ffá Skáney og Þey frá Akranesi. I næstu viku birtir Skessuhorn lista yfir vestlensku hrossin sem eru á leið á landsmótið, en síðustu dóm- ar fara ffam á Hellu nk. föstudags- .fSs. Grundarfjarðarbœr BÆJARSTJÓRI Laus er til umsóknar staða bæjarstjóra í Grundarfirði. Starfssvið bæjarstjóra: • Bæjarstjóri hefiir yfirumsjón með starfsemi bæjarfélagsins og sér um framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjóm tekur. • Bæjarstjóri skipuleggur og undirbýr dagskrá funda bæjarráðs og bæjarstjómar. • Bæjarstjóri gætir hagsmuna bæjarfélagsins út á við og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki og samtök. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun er æskileg • Reynsla á sviði rekstrar og stjómunar • Leiðtogahæfni, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum • Ahugi á að takast á við uppbyggingu bæjarfélagsins. • Þekking á sveitarstjómarmálum er æskileg. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Umsóknir óskast fylltar út á www. hagvangur.is fyrir 26. júní nk. Númer starfs er 5596. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Ari Eyberg hjá Hagvangi. Netfong:thorir@hagvangur.is og ari@hagvangur.is Starfsfólk óskast HB Grandi hf. óskar eftir starfsfólki f snyrtingu, pökkun og til almennra starfa í frystihúsinu á Akranesi. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf f ágúst/september. Nánari upplýsingar veitir Þröstur Reynisson s. 550-M8I netfang: throstur@hbgrandi.is HBGRANDI HB Grandi hf. er eitt stærsta og öflugasta sjávarutvegsfyrirtæki á íslandi. Fyrirtækid framleiðir verðmæta gæðavöru úr ferskum fiski sem aflað er úr hafinu umhverfis Island og leggur áherslu á góða umgengni um auðlindina og ábyrgar fiskveiðar. HB Grandi Norðurgarður ÍOI Reykjavik Si'mi 550 iooo Fax 5501005 www.hbgrandi.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.