Skessuhorn - 02.08.2006, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006
^itsaunu^.
Ofsaakstur
og stútxir
BORGARFJÖRÐUR: Alls
voru yfir 60 ökumenn teknir fyr-
ir of hraðan akstur í umdæmi
lögreglunnar í Borgarnesi í sl.
viku. Þar af voru tvö bifhjól mæld
á ofsahraða eða á mn 200 km
hraða á klukkustund, eins og
fram kerriur á forsíðu. Þá var
einn ökumaður tekinn fyrir ölv-
un við akstur í síðustu viku. -so
Orðuð við
framboð
NV KJÖRDÆMI: Kjördæmis-
ráð Sjálfstæðisflokksins í Norð-
vesturkjördæmi mun koma sam-
an í byrjun október og ræða
væntanleg framboðsmál flokks-
ins. Skv. frétt Morgunblaðsins í
gær er nú þegar farið að orða
nýja frambjóðendur við ffamboð
í kjördæminu og eru meðal
þeirra Ragnheiður Ríkharðsdótt-
ir, bæjarstóri í Mosfellsbæ og
Borgar Þór Einarsson, formaður
SUS, en bæði eru þau Skagaætt-
uð. -mm
Mótorhjólaslys
HVALFJARÐARSVEIT: Um
tvítugur ökumaður bifhjóls
missti stjóm á hjób sínu á Vestur-
landsvegi og ók útaf skammt frá
Hagamel við Laxá um klukkan
hálf sjö sl. föstudagskvöld. Betur
fór en á horfðist enda rnirn öku-
maðurinn, sem var einn á hjól-
inu, hafa fylgt hraða umferðar-
irmar. Hann fann til eymsla effir
sfysið og var fluttur á Sjúkrahús-
ið á Akranesi til frekari aðhlynn-
ingar. -mm
Lóðaþjónustan
fær lóðafram-
kvæmd
AKRANES: Nýlega vora tvö
stór verk við viðhald og ffarn-
kvæmdir á lóð Brekkubæjarskóla
á Akranesi boðin út. Annarsvegar
var um að ræða útboðsverkið
„Brekkubæjarskóli - klæðning út-
veggja.“ Engin tilboð bárust í
verkið. Hinsvegar var um að
ræða útboðsverkið „Brekkubæj-
arskóli - lóð.“ Tilboð í það voru
opnuð 12. júb' sl. Tillaga verk-
efnastjóra á tækni- og umhverfis-
sviði var að gengið yrði tdl samn-
inga við Lóðaþjónustuna ehf.
skv. tilboði að íjárhæð tæplega 52
milljónir króna. Bæjarráð sam-
þykkti tillöguna og verður fjár-
mögnun verksins vísað til endur-
skoðunar fjárhagsáætlunar 2006.
-mm
Arbók Akumesinga 2006 komin út
Arbók Akurnesinga er nú komin
út í sjötta sinn á vegum bókaútgáf-
unnar Uppheima. Að sögn Krist-
jáns Kristjánssonar ritstjóra er að-
alviðtalið í bókinni að þessu sinni
við Shyamali og Dipu Gosh, heið-
urshjón frá Indlandi, sem búsett
eru á Akranesi og hafa ffá mörgu
að segja. „Annars er árbókin að
þessu sinni tengd sjávarsíðunni
með ýmsum hætti. Bragi Þórðar-
son rifjar upp minningar sínar og
ýmsar sögur sem tengjast Elínar-
höfða og nálægum svæðum. Ás-
mundur Ólafsson stiklar á stóru í
sögu vélbátaútgerðar á Akranesi í
hundrað ár ásamt því að rita grein
um örnefni við strandlengjuna á
Akranesi. Sú grein er nokkurs kon-
ar undanfari og vísir að örnefna-
bók um Akranes og Akrafjall sem
nú er unnið að á vegum Uppheima
og væntanleg er á næsta ári,“ segir
Kristján.
Hann segir margt annað for-
vitnilegt að finna í árbók 2006 og
nefnir m.a. grein Magnúsar Þórs
Hafsteinssonar um fyrstu flugvél-
Varabíll Strætó
bilaði í tvígang
Reglubundnar ferðir Strætó bs
hófust um síðustu áramót á milli
Reykjavíkur og Akraness. Eins og
margoft hefur komið ffam í fféttum
hefur þessi ferðatdlhögun mælst vel
fyrir og sífellt fleiri vilja nýta sér
ferðirnar. Almenn ánægja er því
með þetta tilraunaverkefhi bæði hjá
forsvarsmönnum Strætó bs sem og
þorra farþegar.
Síðasthðinn mánudag brá svo við
að rúta sem nomð var í legginn
Mosfellsbær - Akranes bilaði í
tvígang og leiddi það til seinkunar
ferðar og bilunar síðar í sömu ferð.
Þegar á Akranes var komið, klukku-
tíma of seint, sátu farþegar fastir
inni í bílnum þar sem hann var raf-
magnslaus og ekki reyndist hægt að
opna hurðir til að hleypa farþegun-
um út. Fastakúnni Strætó, búsettur
á Akranesi sem síður vill láta nafns
síns getið, sagði í samtali við Skessu-
hom að atvik þetta hafi verið óþægi-
legt og segist viðkomandi reyndar
hafa of oft lent í töfum í ferðum
áætlunarbílanna. Viðkomandi segist
hafa kvartað til Strætó áður.
Skessuhom leitaði til stjómenda
Strætó bs og varð Hörður Gíslason,
aðstoðarframkvæmdastjóri fyrir
svörum. Sagði harm að umrætt tilvik
sl. mánudag hafa verið einangrað
tilfelli og vildi hann ekki kannast við
að ítrekað væri um að ræða bilun í
áætlunarbílum eða seinkun ferða á
þessari leið. „Við höfum nýlega bíla
í akstri á þessari leið; Mosfellsbær -
Akranes, en síðastliðinn mánudag
brá svo við að aðalbíllinn sem not-
aður er fór í reglubundið eftirliti og
varabíll sem notaður var bilaði í
tvígang sama daginn. „Við höfum
ekki orðið varir við mikið af kvört-
unum ffá farþegum frá og til Akra-
ness. Almennt geta farþegar kvartað
bæði með að hringja í stjómstöð
okkar eða senda fyrirspum á netinu
en það em mjög fáar kvartanir sem
borist hafa vegna þessara ferða á
Akranes,“ segir Hörður.
Hörður segir að fjölda farþega
með Strætó frá Akranesi vera á
þriðja htmdrað talsins á virkum dög-
um og sé það talsvert meira en áætl-
anir gerðu ráð fyrir áður en akstur-
inn hófst um hðin áramót.
MM
Buslað í sjónum við Búðardal
arnar sem lentu við
Akranes og frásögn
Jensínu Valdimars-
dóttur um göngu
hóps Skagamanna á
topp Kilimanjaro í
Tansaníu. „Annað
sem tryggir lesendur
árbókarinnar kannast
við er á sínum stað;
frétta- og íþróttaann-
áll, æviágrip og síðast
en ekki síst framhald
af þætti sem við byrj-
uðum með í fyrra
sem Margrét Þor-
valdsdóttir, minn
betri helmingur, sér
um en það em mynd-
ir og upplýsingar um
nýja Skagamenn sem
fæddust á síðasta ári.
Metár var í fæðingum ,
, . , , ForsiðaArbokarAkumesinva 2006.
a sjukranusmu herna 6
á Akranesi og með sama áfram- svæðinu," segir Kristján Kristjáns-
haldi stefnir í að gefa verði út sér- son.
rit vegna ört vaxandi frjósemi á MM
Leit að ferðafólld
undirbúin
Lögregla í Borgamesi og björg-
unarsveitin Ok í Borgarfirði vom á
þriðjudagskvöld í liðinni viku kall-
aðar til þar sem óttast var að dansk-
ur maður og böm hans tvö hefðu
villst í Surtshelli í Hallmundar-
hrauni. Eiginkona mannsins og
móðir barnanna bað um aðstoð þar
sem maður hennar og börn hefðu
ekki skilað sér úr því sem átti að
vera stutt ferð niður í hellinn en þá
vora liðnir tveir tímar frá því þau
fóm af stað. Tæpum klukkutíma
siðar hringdi konan aftur og sagðist
í Surtshelli
hafa ffétt af fólkinu utan hellisins.
Alikil þoka væri hins vegar á svæð-
inu og þau vissu ekki hvar þau væra
stödd. Fjölskyldan kom þó fram í
sama mund og lögregla kom á stað-
inn en þá vom björgunarsveitar-
menn einnig á leið þangað. Fleiri
en einn munni er á Surtshelli og í
þoku er auðvelt að villast í hraun-
inu í kringum hellana. Mikill fjöldi
ferðamanna, einkum erlendra,
heimsækja hellana í Hallmundar-
hrauni á hverju sumri.
MM
I blíðskaparveðrinu um síðastliðna helgi brugðu Dalamenn á leik ogfengu sér sundsprett
í sjónum eins og meðfylgjandi myndir sýna. Myndimar tók Björk Gunnarsdóttir.
Snarpir boltastrákar
Þeir voru glaðbeittir boltastrákamir sem blaðamaður hitti á leik ÍA og Randers FC sl. fimmtudag. Þeir hafa enda vakið athygli í
sumarfyrir góða frammistöðu og eiga hrós skiliðfyrir hve snarpirþeir eru á hliðarlínunum. Ljósm. KOP
Urslit á opna
Soffamótinu
Góð þátttaka var á opna Soffa-
mótinu í golfi sem fór fram í blíð-
skaparveðri á Bárarvelli í Grandar-
firði sl. sunnudag.
Úrslit vom þessi:
Höggleikur án forgjafar:
Theodór Emill Karlsson GKjf, 16
h°gg■
Punktarkeppnin:
1. Björgvin Magnússon GKG, 38
punktar.
2. Theodór Emill Karlsson GKJ, 31
3. Guðlaugur Harðarsson GVG, 31
punktar.
4. Heimir Þór Asgeirsson GVG, 31
punktar.
5. Gunnar Ragnar Hjartarson
GVG, 35 punktar.
Nándarverðlaun voru veitt á hol-
um 4/13, 8/11 og 9/18.
A holu 4/13 var Valgeir H. Kjart-
ansson GKG 2,45 mfrá holu.
A holu 8/11 var Karl Lárus Gunn-
arsson GJO 1,52 mfrá holu.
A holu 9/18 var lngólfur Garðarsson
GSE 1,39 mfrá holu. SO