Skessuhorn - 31.10.2006, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2006
Fimm um skrif-
stofustjórastöðu
GRUNDARFJÖRÐUR:
Fimm umsóknir bárust um
stöðu skrifstofustjóra Grundar-
fjarðarbæjar en núverandi skrif-
stofustjóri Björn Steinar Pálma-
son sagði stöðunni lausri á dög-
unum. Umsækjendur eru Björn
Kristjánsson Reykjavík, Gunnar
Pétur Garðarsson Isafirði,
Helga Hjálmrós Bjarnadóttir
Grundarfirði, Indriði Indriða-
son Stokkseyri og Þórir Hákon-
arson Siglufirði. -hj
Bjami
umsjónarmaður
BORGARNES: Byggðaráð
Borgarbyggðar hefur samþykkt
að ráða Bjarna Guðjónsson í
Borgarnesi í stöðu umsjónar-
manns fasteigna sveitarfélagsins
í Borgamesi. Umsækjendur um
stöðuna auk Bjama vora Trausti
Jóhannsson, Gísli Jóhannsson
og Magnús Agnarsson, allir bú-
settir í Borgarbyggð. -hj
Sumarlokun
leikskólans stytt
STYKKISHÓLMUR: Bæjar-
stjórn Stykkishólmsbæjar hefur
samþykkt með sex samhljóða at-
kvæðum að sumarleyfi leikskól-
ans í Stykkishólmi verði fjórar
vikur samfleytt á næsta ári. I ár
var leikskólanum lokað í fimm
vikur ffá 7. júh' til 14. ágúst. -hj
Leitar tilboða
í tryggingar
BORGARBYGGÐ: Byggðaráð
Borgarbyggðar hefur falið skrif-
stofustjóra sveitarfélagsins að
bjóða út allar tryggingar sveitar-
félagsins og hefur þegar sagt
upp öllum samningum sem í
gildi vora hjá þeim fjórum sveit-
arfélögum sem mynduðu hina
nýju Borgarbyggð í vor. Þrjú
þeirra, Borgarfjarðarsveit, Hvít-
ársíðuhreppur og Kolbeins-
staðahreppur voru með trygg-
ingar sínar hjá VIS og Borgar-
byggð hin eldri var með trygg-
ingar hjá Sjóvá. Bæði þessi
tryggingarfélög hafa lýst áhuga
á áframhaldandi samstarfi og
voru tilbúin til þess að ræða við
sveitarfélagið um breytingar á
samningi. I mirmisblaði sem
lagt var fyrir byggðaráð kemur
fram að iðgjöld trygginga á ári
séu í dag rúmar níu milljónir
króna og allir núverandi samn-
ingar verða lausir um næstu ára-
mót. -hj
Hvalveiðum
fagnað
HVALFJARÐARSVEIT:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
samþykkti samhljóða á fundi í
vikunni í síðustu viku ályktun
þar sem fagnað er því að hval-
veiðar skuli vera hafhar á ný.
Hvalstöðin í Hvalfirði er sem
kunnugt er innan Hvalfjarðar-
sveitar.
-hj
AUir vilja að Hvalfj arðarsveit eigi skóla
Á síðasta fundi sveitarstjórnar
Hvalfjarðarsveitar var lögð fram
hugmynd að auglýsingu þar sem
kallað yrði eftir hugmyndum að
mögleikum í nýtingu núverandi
skólamannvirkja sveitarfélagsins að
Leirá, verði skólanum fundinn ann-
ar staður í sveitarfélaginu, en ítreka
skal að ákvörðun um slíkt liggur
ekki fyrir. Málið kom ekki til um-
ræðu og var ffestað til næsta fundar
sveitarstjómar. I samtali við Einar
Thorlacius sveitarstjóra kom fram
að í hugmyndinni fælist að athuga
alla möguleika. Þegar sveitarfélög
sameinast eiga þau rétt á fjárfram-
lögum til uppbyggingar skóla-
mannvirkja. Skólabyggingar á
Leirá eru orðnar fjörutíu ára gaml-
ar og hluti þeirra byggður sem
heimavist. Húsnæðið er því óhent-
ugt til núverandi starfsemi en hefur
verið lagað að nútímanum með því
að breyta herbergjum í kennslu-
stofur og annað slíkt.
„Það er áhugi á að kanna nýting-
armöguleika fasteigna sveitarfélags-
ins á Leirá, ef skóhnn yrði fhittur
eða ný skólabygging reist,“ hélt Ein-
ar áffam. „Málið er hins vegar alls
ekki einfalt. Að Leirá eru einnig aðr-
ar byggingar eins og leikfimishús og
h'til innisundlaug. Allir vilja að Hval-
fjarðarsveit eigi skóla, það er bara
spuming hvar hann verður staðsett-
ur,“ sagði Einar að lokum. BGK
Vilja íjölga lögregluþjómun
Lögreglufélag Vesturlands fer
fram á að lögregluþjónum við
sýslumannsembættið í Borgarnesi
verði fjölgað um tvo að lágmarki.
Lögregluþjónar í Borgarnesi eru
tilbúnir að taka á sig kjaraskerðingu
til að svo megi verða.
Lögreglufélag Vesturlands hefur
ályktað á þá leið að lögregluþjónum
í Borgarnesi verði fjölgað úr 8 í 10
vegna þess að verkefni hafi aukist til
muna á undanfömum árum, um-
ferð um umdæmið hafi aukist og
íbúum fjölgað. Þá liggur fyrir að
fjöldi verkefna á lögreglumann er í
mörgum tilfellum mun meiri á lög-
regluþjón í Borgarnesi en í sam-
bærilegum embættum á lands-
byggðinni. m.a. við um umferðar-
óhöpp, fíkniefnamál og ölvun-
arakstur. MM
Nýir rekstraraðilar að Hótel Hellissandi
var hótelið rekið undir
merkjum Hótel Edda.
Jón Arnar kemur ffá
Vestfjörðum uppruna-
lega, en Katja frá
Þýskalandi. I samtali
við Skessuhorn sagði
Jón Arnar að þau
leigðu húsnæðið og
yrðu með almenna
hótelstarfsemi.
Þann 15. október tóku Jón Arnar „Við höfum komið nálægt svona
Gestsson og Katja Gniesmer við rekstri áður því við rákum hótelið í
rekstri Hótels Hellissands. I sumar Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Þetta
er smærra í sniðum en við eigum að
venjast þaðan en okkur líst mjög vel
á allt hér. Fólkið er gott, umhverfið
ffábært og húsið nýtt. Hins vegar er
þetta ekki annasamasti tíminn í
ferðaþjónustunni. Við verðum með
jólahlaðborð fýrir jólin og síðan
eftir áramótin verða það þorrablót-
in. Núna telur fasta starfsfólkið að-
eins okkur tvö en höfum eina stelpu
sem kemur inn á álagspunktum.
Hvað framtíðin ber síðan í skauti
sér verður bara að koma í ljós.“
BGK
Brjálað að gera í dekkjunum
„Það er alveg brjálað að gera. Við
bjuggumst reyndar alveg eins við að
tömin kæmi fyrr en venjulega vegna
hálkunnar sem örlað hefur á undan-
farna daga,“ sögðu strákarnir á
dekkjaverkstæðinu Hjólbarðavið-
gerðin, sem Skessuhorn heimsótti í
tilefni þess að í dag, miðvikudag,
mega bíleigendur fara að nota
nagladekk. ,AIenn eru ekki að taka
eins mikið af harðkornadekkjum og
var, en sala á nagladekkjum hefur
aukist affur, sem kannski gefur falskt
öryggi. Svo eru að koma sterkt inn
ný gerð sem eru óneglanleg vetrar-
dekk,“ sögðu drengirnir og ruku svo
í burtu enda fjöldi bíla sem beið þess
að fá undir sig nýja barða. BGK
Grétar Guðnason í Hjálbarðaviðgerðmm gafsér alls ekki tíma til að líta tipp, enda
bjálað að gera í kjölfar jýrstu hálkunnar.
Skorrdælingar vilja hafa slökkvilið
Hreppsnefnd Skorradalshrepps
hefur sent sveitarstjórn Borgar-
byggðar bréf og óskað viðræðna
um framtíð slökkviliðs Borgar-
fjarðardala. Skorradalshreppur,
Borgarfjarðarsveit og Hvítársíðu-
hreppur áttu aðild að að þessu
slökkviliði. Nú eru Borgarfjarðar-
sveit og Hvítársíðuhreppur sam-
einuð Borgarbyggð þannig að
grundvöllur fýrir rekstri slökkvi-
liðs Borgarfjarðardala er talinn
brostinn.
„Við vissum að það ætti að
leggja þetta slökkvilið niður og
sameina það slökkviliði Borgar-
byggðar," segir Davíð Pétursson
oddviti Skorradalshrepps í samtali
við Skessuhorn. „Því ákváðum við
að senda bréf og óska eftir viðræð-
um um málið. Það er vilji hrepps-
nefndar Skorradalshrepps að vera
beinir aðilar að slökkviliði og geta
þannig haft áhrif á það hvar
slökkviliðsbíll verður staðsettur. I
dalnum er mikið af sumarhúsum,
eins og fólk veit, og nauðsynlegt
að hafa bíl sem er ekki lengra en í
tíu kílómetra radíus frá sveitarfé-
laginu,“ sagði Davíð. BGK
Tvö tilboð
bárust í
snjómokstur
GRUNDARFJÖRÐUR: Al-
menna umhverfisþjónustan
ehf. í Grundarfirði bauð lægst
í snjómokstur í Grundarfirði
en bæjarfélagið bauð mokst-
urinn út á dögunum. Tilboðs-
upphæð miðast við samanlagt
tímakaup allra tækja er vinna
við verkið og var tilboð fýrir-
tækisins að upphæð 13.658
krónur. Einnig barst tilboð
frá Kjartani Elíassyni í
Grundarfirði að upphæð
14.462 krónur.
-hj
Endumýtingar-
verslun
BORGARFJÖRÐUR: Um-
hverfisfulltrúa Borgarbyggðar
hefur verið falið að kanna
jarðveginn fýrir verslun lýrir
notaðan fatnað og húsgögn í
sveitarfélaginu. Björg Gunn-
arsdóttir, umhverfisfulltrúi
sagði í samtali við Skessuhorn
að ljóst væri að verslun af
þessu tagi gæti orðið til þess
að efla umhverfisvitund íbú-
anna og ýta undir endurnýt-
ingu. „Gámaþjónustan í
Borgarnesi tekur í dag við
fatnaði og kemur honum til
Rauða krossins, svo þar er
leið til að losna sig við notuð
föt. En það er spennandi
verkefni að skoða hvort versl-
un af þessum toga geti gengið
hér,“ sagði Björg.
-bgk
Tveir hvalir
HVALFJÖRÐUR: Skipverj-
ar á Hval 9 tókst í gær að
veiða tvær langreyðar og síð-
degis í gær þegar blaðið var í
vinnslu til prentunar var skip-
ið á leiðinni til lands með
hvalina á síðunni. Um tvo
tarfa var að ræða og voru þeir
veiddir á svipuðum slóðum og
þeir fimm hvalir sem þegar
hafa veiðst, eða djúpt út af
Snæfellsnesi. Búist var við að
Hvalur 9 komi til Hvalfjarðar
um níuleytið í morgun.
-hj
Kvenna-
athvarfið fær
styrk
BORGARBYGGÐ: Byggða-
ráð Borgarbyggðar hefur
samþykkt að styrkja Kvenna-
athvarfið um 50 þúsund krón-
ur til starfsemi ársins 2007.
Kvennaathvarfið er rekið af
frjálsum félagasamtökum;
Samtökum um kvennaathvarf.
Fjármuna til rekstursins er
aflað með félagsgjöldum og
einnig styrkjum, meðal ann-
ars frá sveitarfélögum.
-hj
www.skessuhorn.is
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daga
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is
Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhom.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is