Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 22.11.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 ■ IM. ■■ Ráðstefha Parkinsonssamtakana á Akranesi Parkinsonssamtökin (PSI) eru samtök sjúklinga, sem eiga við þennan sjúkdóm að etja, aðstand- enda þeirra og annarra áhuga- manna um sjúkdóminn. Parkinsonsveiki er taugasjúk- dómur sem yfirleitt herjar á fólk sem komið er yfir miðjan aldur, en að því er virðist í vaxandi mæli einnig á yngra fólk. Ekki er nákvæmlega vitað um orsakir sjúkdómsins. Þó er vitað að hann er ekki smitandi. Hann kem- ur fram í því að skortur verður á boðefni sem nefnist „dópamín" og myndast í heilanum á fólki. Þessi skortur á boðefninu veldur trufl- unum á taugakerfinu, sem koma fram með ýmsum hætti. Oft er um að ræða skjálfta í útlimum eða þá stirðleika, hvort tveggja með hömlun á hreyfigetu. Þessu íylgir ósjaldan truflun í talfærum, þannig að málrómur getur orðið óskýr og “ að því er virðist drafandi. (Þetta getur valdið því að sjúklingur með parkinsonsveiki getur litið út fyrir að vera drukkinn án þess að svo sé). Talið er að um 500 manns séu með þennan sjúkdóm á ýmsum stigum hér á landi. Parkinsonssamtökin voru stofn- uð fyrir rúmum 20 árum og hefur starfsemin farið vaxandi ár frá ári. Samtökin njóta nokkurs styrks af opinberri hálfu, en fjármögnun verkefna fer að mestu leyti fram fýrir tilstuðlan annarra styrktarað- ila. I vor ákvað nýkjörin stjórn PSI að efna til ráðstefnu eða samráðs- T*etininn~*^ fundar til að undirbúa stefnumót- un fyrir samtökin undir kjörorðinu „Gagn og gaman“. I sumarferð samtakanna í júni var komið við á Akranesi. Þar fengum við góðar viðtökur. Ný- kjörinn bæjarstjóri, Gísli S. Ein- arsson, tók á móti okkur með harmonikkuna sína, stjórnaði rútu- Sveinsdóttur, sem situr í stjórn samtakanna, og Vigni G. Jónsson. Leitað var til ráðgjafarstofunnar ALTA ehf, sem að tmdanförnu hef- ur staðið fyrir mörgum stefnumót- unarfundum, m.a. fyrir félagasam- tök og sveitarfélög, með nýstárleg- um en árangursríkum hætti. Var okkar erindi vel tekið. Gísli biýarstjóri stjómar fjöldasöng í upphafi fundarim á Akranesi. söng og fræddi okkur um byggðina og fólkið, fór með kveðskap eftir Skagamenn og vakti athygli okkar á fegurð Akrafjalls og reyndar um- hverfisins alls. Hann sagði einnig frá því hvað fyrirhugað væri að gera á vegum bæjarins í að gera að- komu og dvöl ferðamanna auð- veldari og eftirsóknarverðari. Þá kom upp sú hugmynd að halda samráðsfundinn á Akranesi, en á Akranesi eiga samtökin öfluga liðsmenn, m.a. þau Guðfinnu Hugleiðingar um skipulagsmál í Borgarbyggð í okkar nýja sameinaða sveitafé- lagi eru mörg mál sem þarf að fara vandlega yfir á næstu mánuðum. Samræma þarf ýmsa þætti til að stjórnsýslan virki eins og vel smurð vél í þágu íbúanna sem nýta hana. Eitt þessara stóru mála eru skipulagsmál í öllu sínu veldi og er það ætlunin í grein þessari að fjalla um skipulagsmálin almennt og hvaða hlutverki þau þjóni í þessu sambandi. Þegar rætt er um skipulagsmál þá sjá menn oft fyrir sér einstaka bletti eða lóðir í þéttbýli sem þeim þætti betur fyrir komið og öðruvísi en áætlað er. Skipulagsmálin eru þó víðtækari en svo. Þau fela í sér ákveðna stefhumörkun en um leið eru þau tæki sem hægt er að nota til þess að reyna að sjá fyrir íbúa- þróun í sveitarfélaginu. Skipulags- yfirvöld hafa nú lagt aukna áherslu á að sveitarfélög skipuleggi stærri einingar en áður. Skipulagstofnun hefur m.a. mælst til þess að ekki verði skipulagðar einstaka lóðir í þéttbýli heldur þurfi ávallt að horfa á málin í stærra samhengi og leitast við að samræma byggðar- hluta. Einnig eru nú orðnar aukn- ar kröfur um umhverfismat vegna stærri skipulagsverkefna. Allt þetta kallar á talsverða vinnu þeirra sem að þessum málefnum koma og eykur þörfina á stefnumótun í þessum málaflokki. Eitt af stóru verkefnunum sem fylgja í kjölfar sameiningarinnar í vor er að undirbúa vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Borgarbyggð í heild sinni og fer sú vinna fram samhliða skipulagsvinnu vegna einstakra svæða. Fyrir liggur að fara vel yfir núgildandi skipulag og skipulagsdrög fyrir einstök Á undirbúningsfundi með tveimur starfsmönnum Alta, þeim Sigurborgu Kr. Hannesdóttur og Birnu Helgadóttur, voru línurnar lagðar og laugardaginn 30. sept- ember sl. var ekið af stað og ekki létt fyrr en við Iþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum á Akranesi, en þar fengum við fundaraðstöðu fyrir velvilja forráðamanna. Til viðbótar bauð bæjarstjórn fundarmönnum, sem voru um 40 talsins, til máls- verðar að fundi loknum. svæði í sveitafélaginu og í ffam- haldinu að láta vinna nýtt aðal- skipulag. Gert er ráð fyrir að þessari vinnu ljúki árið 2008 og því ekki seinna vænna að móta stefnu í skipulagsmálum fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Nýtt aðalskipulag Stóra verkefnið við gerð nýs að- alskipulags fýrir Borgarbyggð verður að taka á því með hvaða hætti megi samræma hagsmuni mismunandi aðila og láta þá virka saman til að styrkja heildarmynd- ina. Hin fulkomna lausn á þessu væri ef til vill sú að í gildi væri ó- aðfinnanlegt aðalskipulag sem þjónaði öllum íbúum. Olíklegt er að svo verði nokkurn tímann þar sem skipulagsmál eru í eðli sínu mjög sveigjanleg. Þau þurfa svo sannarlega að vera það þar sem forsendur eins og íbúaþróun, framboð og eðli lands og efha- hagsástand geta haft veruleg áhrif á skipulagsmöguleika og þróun byggðamynsturs í sveitarfélaginu. Annar og jafnvel enn veigameiri þáttur í skipulagsmálum er gerð deiliskipulags fyrir einstök svæði. Þar getur oft orðið núningur við annaðhvort þá sem eiga viðkom- andi svæði eða eignir á því, eða þá sem eru í næsta nágrenni og sjá fyrir sér miklar breytingar á sínu nánasta umhverfi. Því er gríðar- lega mikilvægt að við gerð deiliskipulags, sérstaklega í grón- um þéttbýlishverfum, sé vel vand- að til verka og tímapressa eða sparnaðarsjónarmið ekki látin ráða för. Einnig þarf sveitarstjórn að taka afstöðu til þess hvort farið verði út í það að kaupa land og jafnvel eignir til að heildarmyndin fái betur notið sín. Þá er það æski- legt að reynt sé að komast hjá því að hanna deiliskipulag í kringum hús sem engan veginn falla inn í heildarmyndina og geta jafnvel hamlað þróun einstakra hverfa í þéttbýli. I skipulagsvinnunni á að horfa eins og kostur er til nokkura áratuga í senn en ekki láta skamm- tímasjónarmið ráða. Að sama skapi er áríðandi að tekið verði fullt til- lit til húsa og annarra mannvirkja sem hafa raunverulegt varðveislu- gildi og ætti skipulagsvinna í grón- um hverfum ávallt taka mið að því, sé vilji til þess að viðhalda á- kveðnum einkennum og sögulegri arfleifð. Umræður um skipulagsmál snú- ast oftast um mjög affnörkuð mál, einstök hús og svæði. Það er eðli- legt og gott að fólk láti sig nánasta umhverfi varða og vonandi verður það þannig áfram. Hlutverk skipu- lagsyfirvalda á hverjum tíma er að samþætta hagsmuni þeirra sem fyrir eru á hverju svæði sem skipu- lagið snertir vitaskuld mest og svo hagsmuni allra íbúa sveitarfélags- ins í heild til framtíðar. Jóhannes Freyr Stefdnsson Sigríður Björk Jónsdóttir Höf. eru fulltrúar Borgarlistans í skipulagsnefnd Borgarbyggðar. A næstunni munu fulltrúar Borgarlistans birta fleiri greinar um skipulagsmál. En nú er að segja ffá ráðstefn- unni. Hún fór þannig fram að þátt- takendum var skipt í sex manna hópa sem settust hver við sitt hringborð. Sigurborg, stjórnandi fundarins, útskýrði nú leikreglur og lagði síðan fram lykilspurningu, sem hóparnir áttu að ræða og taka afstöðu til. Lykilspuringin var þessi: „Hverju breytti það fyrir mig, að til eru samtök fyrir þá sem búa við Parkinson?“ Þegar hóparnir höfðu rætt þetta málefni nokkra hríð voru þeir leystir upp, þannig að einn sat effir við sama borð en hinir dreifðu sér á önnur borð og mynd- uðu þannig nýja hópa. Þessir nýju hópar héldu nú áfram umræðunni á grundvelli þess sem fram hafði komið í fyrri umferð og enduðu með því að gera nokkurs konar samantekt á því sem fram hafði komið hjá hverjum hópi. Tals- menn hópanna fluttu síðan þessa samantekt í heyranda hljóði, en starfskonur ALTA skrifuðu upp lykilat- riði eftir þeim. Þessi undirbúningur undir stefnumótun samtakanna fór frjálslega en samt skipulega fram og ekki var skortur á góðum tillög- um um framtíðarverkefni samtak- ~Pmninn—, anna sem veganesti fyrir ffamhald á stefnumótunarvinnu. Gísli bæjarstjóri Einarsson, þessi mikli gleðigjafi, kom í fundarlok, ávarpaði samkomuna en tók síðan upp harmónikkuna og stýrði fjöldasöng áður en sest var að borðum. Að þessu loknu var sest að matborði í boði bæjarstjórnar, en Vignir, félagi okkar, stóð fyrir öðrum veitingum. Stundvíslega klukkan átta var svo haldið af stað heimleiðis eftir ánægjulega og ár- angursríka ráðstefnu. Parkinsonssamtökin vilja þakka öllum þeim, sem stuðluðu að því að gera þessa ráðstefnu svo á- nægjulega og árangursríka, sem raun varð á, kærlega fýrir þeirra framlag. Er þar fýrst að telja bæjar- stjórn Akraness og bæjarstjóra, Gísla S. Einarsson; fýrirtækin Grænn Markaður ehf og Fast- eignasalan Miðborg ehf, sem veittu rausnarlega styrki; síðan ráðgjafarfyrirtækið ALTA ehf, sem undirbjó og stjórnaði fundinum; Guðfinnu, sem sá um kaffiveiting- ar og annan undirbúning á staðn- um, þau hjón Vigni og Sigríði, sem veittu brjóstbirtuna í fundarlok, að ógleymdri Olöfu, tengdadóttur þeirra, sem sá um framreiðslu. Til viðbótar bestu þakkir til starfsfólks íþróttahússins fyrir einstaka hjálp- semi við okkur. Stjóm parkinsonssamtakanna á Islandi. Fjölskyldubœrinn Akraness -að vera sambœrileg við ndgrannasveitaifélög Kæru Skagamenn. Leikskóia- gjöld verði sambærileg við ná- grannasveitarfélög var kosninga- loforð Sjálfstæðisflokksins á Akra- nesi síðasta vor. Það er gott markmið og einung- is í Reykjavík sem munar verulega miklu en verðbilið á höfuðborgar- svæðinu miðað við l.september og fullt gjald er 18.810 krónur í Reykjavík og upp í 29.590 krónur í Garðabæ. Á Akranesi er verðið 26.409 krónur og í Borgarnesi 28.547 krónur. Ef tekið er meðal- tal frá Borgarnesi að Garðabæ þá mvmar einungis um 1.000 krónum á mánuði. Þannig sést hversu Reykjavík sker sig úr og ef að henni er sleppt í samanburðinum þá er meðaltalsverð í þessum sveit- arfélögum samanborið við Akra- nes nánast það sama. Það má því með sanni segja að Akranes sé samkepnnishæft varðandi leik- skólagjöld ef Reykjavík er ekki tal- in með. Við munum ekki hækka leikskólagjöld á Akranesi. Það skýtur því virkilega skökku við ef það fólk sem stóð fyrir því að hækka leikskólagjöld á síðasta kjörtímabili fer núna í skotgrafa- hernað þess efhis að á Akranesi sé ófremdarástand í verðlagi á leik- skólagjöldum og virkar ekki sann- færandi á mig. En auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Okkar átak fyrir barnafjölskyld- ur nú er að tryggja þjónustu fýrir allt barnafólk áður en við förum að lækka gjöld fýrir þá sem hafa þessa þjónustu nú þegar. Við munum fylgja málefnasamningi Sjálfstæð- isflokks og Frjálslynda flokksins eftir í leikskólamálum sem og öðr- um málum Hann er hægt að lesa á www.akranes.is. Eg vil einnig benda á að þessi meirhluti hefur tekið upp þá nýlundu að taka upp aiia bæjarstjórnarfundi og hægt að nálgast þá á áðurnefndri heima- síðu Akraness á þeim tíma sem hentar bæjarbúum. Á næsta ári byrjum við að byggja leikskóla til að tryggja að langir biðlistar eftir plássi myndist ekki. Þannig verðum við samkeppnis- hæf með því að hafa næg leikskóla- pláss. Við ætlum einnig að koma sérstaklega til móts við foreldrana með yngstu börnin. Bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þangað til barn fer á leikskóla er það sem við viljum bæta í núna, það er þtmgur baggi á foreldrum. Þá vinnu er verið að vinna og foreldrar yngstu barnanna munu njóta góðs af því á næsta ári. Ætl- un okkar er að greiða skattfrjálsa umönnunarstyrki til foreldra ffá því að fæðingarorlofi lýkur þangað til barn byrjar í leikskóla. Það verður þá í höndum foreldranna sjálfra hvernig þau nýta sinn styrk. Foreldrarnir sjálfir fá valið en styrkurinn verður ekki bundinn einungis við að vera heima með barnið eða börn. Styrkurinn verð- ur ekki heldur bundinn við að vera með barn eða börn hjá dagmóður. Það mun muna verulega miklu fyrir fjármál þessa hóps og þannig sýnum við í verki að við viljum hjálpa til með foreldrum sem eru að koma börnum sínum á legg. Þannig viljum við sýna að Akranes er fjölskyldubær. Ekki má heldur gleyma því að nú er frítt fýrir eldri borgara og öryrkja í strætó og fýrir böm 12 ár og yngri er nú frítt í sund og hef- ur aðsóknin stóraukist sem er sér- staklega gleðilegt. Eydís Aðalbjömsdóttir, bajarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn t bæjarstjóm Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.