Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 2

Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Hvolsvelli, auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Stöðu forstöðumanns skólaþjónustunnar sem auk stjórnunar stofnunarinnar, sinnir einnig að hluta sérkennsluráðgjöf í grunnskólum á svæðinu. Krafist er menntunar í sérkennslufræðum auk almennra kennsluréttinda og farsællar reynslu á sviði kennslu/sérkennslu í grunnskóla. Menntun og reynsla á sviði stjórnunar og kennsluráðgjafar í grunnskólum er æskileg, auk réttinda á helstu greiningartæki sem notuð eru til að greina námserfiðleika nemenda á því skólastigi. Um er að ræða 100% starf. Stöðu kennsluráðgjafa í grunnskólum. Leitað er að ráðgjafa í sérkennslu og almennri kennslu. Krafist er menntunar á sviði sérkennslu auk almennra kennsluréttinda og farsællar reynslu af kennslu/sérkennslu í grunnskóla. Reynsla af kennslu ráðgjöf er æskileg, auk réttinda á helstu greiningar tæki sem notuð eru til að greina náms- erfiðleika nemenda í grunnskólum. Um er að ræða 70 - 100% starf. Skólaþjónustan veitir tíu leik- og grunnskólum á svæðinu lögbundna sérfræðiþjónustu. Við stofnunina starfar öflug liðsheild sérfræðinga sem samanstendur af forstöðumanni, kennsluráðgjafa, leikskólaráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa og sálfræðingi. Sérfræðingar skólaþjónustunnar eiga í nánu og góðu samstarfi við starfsfólk félagsþjónustunnar með heildarhagsmuni barna og unglinga að leiðarljósi. Leitað er að áhugasömum og jákvæðum einstaklingum sem búa yfir afbragðsgóðri samskiptahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og sveigjanleika og frumkvæði í starfi. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands vegna starfsmanna á skólaskrifstofum. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk., en gert er ráð fyrir að ráða í störfin frá og með 1. ágúst. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilsskrám berist á netfangið skolamal@skolamal.is, eða í pósti á Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, b.t. Eddu G. Antonsdóttur forstöðumanns, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. Nánari upplýsingar veitir Edda í netfanginu edda@skolamal.is eða í síma 862 7522. Skólinn er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli undir einu þaki. Í skólanum eru um 50 nemendur. Tálknafjörður er afar fallegur fjörður sem þekktur er fyrir einstaka veðurblíðu. Íbúarnir eru miklir íþrótta álfar og státar þorpið af glæsilegri íþróttamiðstöð með tækjasal, 25m sundlaug og fjöldann allan af skipu lögðum íþróttatímum. Atvinnulíf er með miklum blóma og uppbygging fiskeldis og ferða þjónustu á svæðinu býður upp á mikil tækifæri. Tálknafjarðarskóli auglýsir lausar stöður umsjónarkennara og stundakennara Í Tálknafjarðarskóla eru lausar til umsóknar eftirfarandi stöður: Tvær stöður umsjónarkennara á grunnskólastigi (100% starf). Fjölbreytt og skemmtileg störf sem fela m.a. mögulega í sér list- og verkgreinakennslu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum • Reglusemi og samviskusemi • Hefur hreint sakarvottorð Stöður stundakennara (10% - 40% starfshlutfall). List- og verkgreinakennsla, mögulega tilfallandi kennsla í samþættum verkefnum þvert á námsgreinar. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum • Reglusemi og samviskusemi • Hefur hreint sakarvottorð Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. ágúst 2019. Upplýsingar gefur Birna Hannesdóttir skólastjóri í síma 456 2537, 868 3915. Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið skolastjori@talknafjordur.is og verður móttaka umsókna staðfest. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2019 Heildsala í Reykjavík óskar eftir duglegum skólakrökkum í sumarvinnu. Umsóknir sendist á box@mbl.is, merktar: ,,R - 26527”. Vélavörður Dögun ehf. leitar að vélaverði á Dag SK 17. Leitað er að aðila með réttindi (750 kw). Reynsla af togveiðum æskileg. Afleysingar í nokkra túra eða fast fram á haustið. Þarf að geta byrjað strax. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til: oskar@dogun.is og/eða olafur@reyktal.is. Nánari upplýsingar veitir Óskar Garðarsson í síma 892-1586. Dögun ehf. var stofnað árið 1983. Fyrirtækið stundar rækjuvinnslu og útgerð, og er með aðsetur á Sauðárkróki. Starfsfólk vantar til starfa í Heilsu- leikskólann Kærabæ á Kirkjubæjar- klaustri fyrir skólaárið 2019-2020 Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstak- lingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Kæribær er tveggja deilda leikskóli með heilsdags- rými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Umsóknarfrestur er til 10. júní 2019 Störfin sem um ræðir eru: • Deildarstjóri á Undraland sem er deild með börn á aldrinum eins árs til þriggja ára. 100% starf. Starfið er laust 6. ágúst 2019. • Leikskólakennari 100% starf. Starfið sem um ræðir er tímabundin afleysing vegna fæðingar- orlofs frá 6. ágúst 2019 til 1. júlí 2020. Menntun og hæfniskröfur: • Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. • Hæfni í mannlegum samskiptum og stundvísi • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. • Hreint sakavottorð Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskóla- kennari kemur til greina að ráða annað háskóla- menntað fólk eða leiðbeinendur. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi FL. og Sambands íslenskra Sveitarfélaga eða viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal skilað til skólastjóra Heilsuleik- skólans Kærabæjar á þar til gerðum umsóknar- eyðublöðum sem finna má á heimasíðu leikskólans http://kaeribaer.leikskolinn.is/Upplysingar/Starf- sumsokn Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfis bréfi, auk sakavottorðs. Umsóknir má einnig senda á netfang skólans leikskoli@klaustur.is eða í pósti merktar, Heilsuleik- skólinn Kæribær, Skaftárvellir, 880 Kirkjubæjar- klaustur. Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á heimsíðu leikskólans http://kaeribaer.leikskolinn.is og hjá skólastjóra í síma 487 4803 eða 863 7546. Ráðgjafar okkar búa                   capacent.is Við gætum verið með næsta starfsmann mánaðarins á skrá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.