Fréttablaðið - 21.09.2019, Page 6

Fréttablaðið - 21.09.2019, Page 6
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið JEEP® RENEGADE LIMITED ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 2.0 LÍTRA DÍSEL 140 HÖ • 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING • HÁTT OG LÁGT DRIF • 17” ÁLFELGUR • BLUETOOTH FYRIR TÓNLIST OG SÍMA • AKREINAVARI • LED LJÓS AÐ FRAMAN OG AFTAN • LYKILLAUST AÐGENGI • RAFDRIFNIR UPPHITAÐIR OG AÐFELLANLEGIR HLIÐARSPEGLAR jeep.is FULLT VERÐ MEÐ AUKAHLUTUM 6.088.000 KR. TILBOÐSVERÐ 5.390.000 KR. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 AÐEINS TVEIR BÍLAR Í BOÐI Vesturlandsvegur Skarhólabraut – Hafravatnsvegur 2019 Reykjanesbraut Kaldárselsvegur – Krísuvíkurvegur 2019 Suðurlandsvegur Bæjarháls – Vesturlandsvegur 2021 Reykjanesbraut Gatnamót við Bústaðarveg 2021 Arnarnesvegur Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut 2021 Sæbraut stokkur Milli Vesturlandsvegar og Holtavegar 2021 Borgarlína Ártún – Hlemmur 2021 Borgarlína Hamraborg - Hlemmur 2021 Miklabraut stokkur Milli Snorrabrautar og Rauðárárstígs 2022 Borgarlína Hamraborg – Lindir 2023 Borgarlína Mjódd – BSÍ 2024 Miklabraut stokkur Rauðarárstígur – Kringlumýrarbraut 2024 Reykjanesbraut Álftanesvegur - lækjargata 2026 Suðurlandsvegur Norðlingavað – Bæjarháls 2027 Borgarlína Kringla – Fjörður 2027 Hafnarfjarðarvegur Stokkur í Garðabæ 2028 Borgarlína Ártún – Spöng 2029 Borgarlína Ártún – Mosfellsbær 2031 ✿ Fyrirhugaðar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu 50 milljónir króna greiddi Michelle Ballarin fyrir eignir úr þrotabúi WOW air. 25 prósent nemenda í 10. bekk hafa stundað kynlíf samkvæmt nýrri rannsókn. 57 prósenta aukning varð á útgjöldum til 21 eftirlits- stofnunar ríkisins á tímabilinu 2010 til 2018. 94 prósent lands- manna telja auðvelt fyrir ungmenni að nálgast vímuefni og lyfseðilsskyld lyf samkvæmt nýrri könnun. 800 manns tóku þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um áhrif og afleið- ingar #metoo-bylgj- unnar sem fram fór í Hörpu. TÖLUR VIKUNNAR 15.09.2019 TIL 21.09.2019 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði fjölmiðla gera of mikið úr orðum hans um spillingu innan lögregl- unnar. Miklar deilur hafa staðið yfir milli ríkislög- reglustjóra og lögreglustjóra- embætta landsins. Rúnar Kristinsson knattspyrnuþjálfari fagnaði Íslands- meistaratitl- inum eftir 0-1 sigur á Val á Hlíðarenda. Er þetta 27. titill Vestur- bæjarliðsins en liðið hefur haft töluverða yfirburði í deildinni í sumar og er titillinn í höfn þótt tvær umferðir séu enn eftir af Íslandsmótinu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata var kjörin for- maður stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Deilt hefur verið um for- mennsku hennar og formennsku Bergþórs Ólasonar í umhverfis- og samgöngunefnd en þau hafa bæði gerst brotleg við siðareglur. Þrjú í fréttum Deilur, titill og formennska Þungi umferðarinnar í borginni er oft mikill bæði að morgni og síðdegis. Nú á að hefja stórátak í samgöngumálum borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SAMGÖNGUMÁL Unnið er að sam- komulagi milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórátak í samgöngumálum þar sem fram- kvæmdir, sem alla jafna myndu taka áratugi, verða framkvæmdar á næstu tíu til fimmtán árum. Talað er um að framkvæmdakostnaður verði milli 120 og 150 milljarðar króna sem verður fjármagnað af ríki, sveitarfélögum og með ein- hvers konar formi af gjaldtöku. Samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið kynnt sveitarstjórnum á höfuðborgar- svæðinu og unnið er að framsetn- ingu samkomulagsins og orða- lagi þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður félag stofnað utan um þessar framkvæmdir sem verður annars vegar í eigu ríkisins í gegnum Vegagerðina og hins vegar í eigu sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Til þess að hægt sé að fara í svo miklar framkvæmdir þarf að huga að því hvernig verkefnin verða fjár- mögnuð. Mesti höfuðverkurinn í því samhengi er að finna einhvers konar lausn á því hvernig veggjöld verða greidd af umræddum verk- efnum. Fréttablaðið hefur undir höndum yfirlit yfir þær hugmyndir sem uppi eru um samgöngubætur á svæðinu. Þar er að finna stórar framkvæmdir um Sæbraut og Miklubraut í stokk og að byggja upp Borgarlínu allt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Þessar framkvæmdir eru tímasettar og lagt til að farið verði í framkvæmdir frá árinu 2019 til ársins 2031. Umfjöllun um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög í brennidepli upp á síðkastið og umferðartafir hafa að margra mati aukist til muna. Því er að mati sveitarstjórnarmanna á höfuð- borgarsvæðinu gríðar mikilvægt að bæta umferðarmannvirki og koma Borgarlínu í gagnið. Það myndi fækka einkabílum á götunum og greiða fyrir umferð. Fréttablaðið reyndi að ná tali af samgönguráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Miðf lokksins, spurðist að einhverju leyti fyrir um þetta sam- komulag sem væri í vinnslu í óundir- búnum fyrirspurnatíma síðastliðinn miðvikudag. Hins vegar er ljóst að samkomulag sem þetta verður mikið rætt á komandi vikum. Samkvæmt samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytinu er samgöngu- áætlun í endurskoðun og verður ný áætlun lögð fyrir Alþingi undir lok október. Þar verður búið að taka til- lit til breytinga sem urðu á milli fjár- laga 2019 og frumvarps til fjárlaga 2020. Breytingarnar felast einkum í verðbótum og 4 milljarða króna aukningu til framkvæmda á vega- kerfinu. Hins vegar er ekki hægt að fá að vita hvaða aukningu er verið að tala um eða hvaða framkvæmdir það eru. sveinn@frettabladid.is Samkomulag um stórátak í samgöngumálum í bígerð Unnið er að samkomulagi milli sveitarfélaga og ríkis um að hraða uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Gert ráð fyrir að kostnaður verði allt að 150 milljarðar króna og að veggjöld verði tekin upp í borginni. Miklabraut og Sæbraut í stokk eru á meðal hugmynda sem uppi eru. Vinna við endurskoðun samgönguáætlunar stendur nú yfir og verður endur- skoðuð áætlun lögð fram á Alþingi í næsta mánuði. 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -5 A 3 4 2 3 D 6 -5 8 F 8 2 3 D 6 -5 7 B C 2 3 D 6 -5 6 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.