Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.09.2019, Blaðsíða 8
REYKJAVÍK „Við erum reiðubúin að grípa til aðgerða ef það á að vaða yfir mörg hundruð fjölskyldur, þetta snýst um öryggi og menntun barna okkar,“ segir Sævar Reykjalín, foreldri þriggja drengja í Kelduskóla og formaður foreldrafélags skólans. „Ég gef lítið fyrir tal um að ekkert sé búið að ákveða, það læðist að manni sá grunur að þegar búið sé að taka ákvörðun þá verði enn minna tekið mark á okkur.“ Fram kom í skýrslu Innri endur- skoðunar borgarinnar að Keldu- skóli væri dýrastur í rekstri og lagt var til að starfsstöðinni í Korpu yrði lokað. Í skýrslu starfshóps borgarinnar frá því í sumar koma fram tvær tillögur. Annars vegar að gera Kelduskóla Vík að unglinga- skóla og gera skólana í Borgum og Engi að skóla fyrir yngri bekki. Hins vegar að fara í uppbyggingu í Staðarhverfi. Niðurstaða fundar foreldrafélags Kelduskóla í vikunni var að leggjast alfarið gegn því að skólanum verði lokað og að allt tal um að loka starfsstöð skólans í Korpu og breyta fyrirkomulaginu í Vík hafi streitu- valdandi áhrif á börnin. „Það voru um hundrað manns á fundinum og mikil samstaða,“ segir Sævar. „Við höfum fengið mikinn meðbyr eftir að þetta hætti bara að snúast um Staðarhverfi. Ef Korpuskóla verður lokað þurfa öll börnin í Staðarhverfi að fara úr hverfinu í skóla. Strákarnir mínir færu í tvo mismunandi skóla.“ Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um framtíð Kelduskóla. Tvær ítar- legar tillögur liggi fyrir frá starfs- hópi með aðkomu starfsfólks, foreldra og stjórnenda. Beðið sé eftir mati á þeim frá umhverfis- og skipulagssviði áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Staðreyndin sé sú að börnum fari sífellt fækkandi á starfsstöðinni í Korpu. Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi fækkað um meira en helming frá 2012. Nauðsynlegt sé að bregðast við því til að tryggja nem- endum nauðsynlega fjölbreytni varðandi námsframboð, félagaval og fleira. Sævar segir borgina hafa til þessa hundsað aðra möguleika. „Það hefur þegar komið fram tillaga um að breyta Kelduskóla-Korpu í leik- og grunnskóla fyrir eins til níu ára börn og eins stendur til að byggja í Skerjafirði, það þyrfti bara að gera minniháttar breytingar á skólalóðinni til að það geti orðið að veruleika,“ segir hann. „Svo hefur Hjallastefnan sýnt áhuga á að sjá um skólann sem er mun fýsilegra en að honum verði alfarið lokað.“ Skúli segir hugmyndir um sam- einaðan leik- og grunnskóla hafa verið skoðaðar á sínum tíma en þær hafi ekki breytt miklu varðandi fjölda barna. Hjallastefnan hefur áhuga á að skoða að taka við skólanum. „Við erum tilbúin að ganga til samn- ingaviðræðna við Reykjavíkur- borg, fulltrúar borgarinnar vita af því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðar- dóttir, framkvæmdastjóri Hjalla- stefnunnar. „Þau óformlegu við- brögð sem við höfum fengið hafa ekki verið jákvæð.“ Þórdís segir að Hjallastefnan myndi áfram reka skólann frá 1. upp í 7. bekk. Á sama tíma mun borgin greiða framlag með hverju barni. Í dag er það 75 prósent af meðaltalskostnaði við rekstur grunnskólabarna á lands- vísu. Skúli kannast við hugmyndir um að Hjallastefnan taki yfir skólann en Barnaskóli Hjallastefnunnar hafi ekki lagt fram erindi með ósk um að taka húsið á leigu og reka þar skóla undir sínum merkjum. „En við erum ennþá með málið í ferli og hlustum á allar góðar hugmyndir,“ segir Skúli. arib@frettabladid.is Hjallastefnan hefur áhuga á skóla í Korpu Foreldrar barna í Kelduskóla leggjast alfarið gegn hugmyndum um lokun skólans. Hjallastefnan er tilbúin að ganga til viðræðna um að taka við skól- anum í Staðarhverfi. Fulltrúi meirihlutans segir hlustað á allar góðar tillögur. Nemendum Kelduskóla hefur fækkað í starfsstöðinni í Korpu síðustu ár, í dag eru þeir undir 60. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR V Í S I N D A K A F F I ALLIR VELKOMNIR Í aðdraganda Vísindavöku Rannís er hellt upp á Vísindakaffi, þar sem almenningi gefst kostur á að hitta vísindafólk, kynnast áhugaverðum viðfangsefnum og spyrja það spjörunum úr. Nánar um efnið á www.visindavaka.is/visindakaffi Reykjavík – Kaffi Laugalæk: Mánudag 23. september kl. 20:30-22:00 Á ég annað sjálf í hliðstæðum raunveruleika? Skammtafræði og raunveruleikinn Sigurður Ingi Erlingsson prófessor við HR Þriðjudag 24. september kl. 20:30-22:00 Hafa ekki allir gott af Rítalíni? Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir og Gyða Guðmundsdóttir sálfræðingur Miðvikudag 25. september kl. 20:30-22:00 Hvað á Ísland að heita þegar allur ís er farinn? ...land? Halldór Björnsson og Hrafnhildur Hannesdóttir frá Veðurstofu Íslands Fimmtudag 26. september kl. 20:30-22:00 Opið samfélag – Hvernig getur almenningur hamið valdið? Jón Ólafsson prófessor við hugvísindadeild HÍ Akureyri – Orðakaffi, Amtsbókasafninu Fimmtudag 26. september kl. 20:00-21:30 Saga til næsta bæjar? Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, kynjafræðingur og doktorsnemi við Háskólann á Akureyri. Strandir – Kaffi Kind, Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum Fimmtudag 26. september kl. 20:00 Menningararfur í myndum Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingar Bolungarvík – Rannsóknarsetri HÍ á Vestfjörðum Laugardag 28. september kl. 14:00-16:00 Hvaða áhrif hafa umhverfisbreytingar í sjó á ferðir þorskseiða?  Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður og Anja Nickel doktorsnemi Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 VERÐ FRÁ 114.900 KR. 31. OKTÓBER - 3. NÓVEMBER FLUG & GISTING MEÐ MORGUNVERÐI FARARSTJÓRI UNNUR PÁLMARSDÓTTIR En við erum ennþá með málið í ferli og hlustum á allar góðar hugmyndir. Skúli Helgason, for- maður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur Ef Korpuskóla verður lokað þurfa öll börnin í Staðarhverfi að fara úr hverfinu í skóla. Strákarnir mínir færu í tvo mismunandi skóla. Sævar Reykjalín, formaður foreldrafélags Kelduskóla DÓMSMÁL Þrír dómarar Lands- réttar komust að þeirri niðurstöðu að milda fangelsisdóm úr fjórum árum í þrjú yfir manni sem var sak- felldur fyrir tvö kynferðisbrot gegn þáverandi eiginkonu sinni sem og blygðunar- og barnaverndarlagabrot gagnvart syni sínum. Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir ítrekuð brot gegn nálgunar- banni og að hafa brotið gegn fjar- skiptalögum með því að koma fyrir GPS-staðsetningartæki á bifreið eiginkonu sinnar. Miskabætur til brotaþola voru hins vegar hækkaðar úr 1,6 millj- ónum króna í 2 milljónir. Kom fram í dómnum að horft væri til þess að meðferð málsins hefði dregist úr hófi. Maðurinn var sakfelldur fyrir tvær nauðganir sem áttu sér stað 22. og 23. febrúar 2016. Þótti sannað að hann hefði haft sam- ræði við brotaþola gegn vilja hennar og með því að beita hana ofbeldi og annars konar ólögmætri nauðung. Taldi dómurinn að vitnisburður konunnar hefði verið trúverðugur auk þess sem hann var studdur skýrslu læknis á Neyðarmóttöku sem og vitnisburði kunningjakonu brotaþola. Maðurinn hafnaði því að um nauðgun hefði verið að ræða og að samræðið hefði verið með samþykki beggja. Fram kemur að hinn sakfelldi hefði haft vald yfir konunni og mik- inn sannfæringarmátt. Sagðist brota- þoli verða stíf og fá hnút í magann af hræðslu í samskiptum við hann. Þannig hefði hann getað haft kyn- mök við hana án samþykkis. – bþ Dómur yfir nauðgara mildaður um ár Landsréttur birti dóminn yfir manninum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -6 D F 4 2 3 D 6 -6 C B 8 2 3 D 6 -6 B 7 C 2 3 D 6 -6 A 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.