Fréttablaðið - 21.09.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 21.09.2019, Síða 26
Þó árin að baki henni séu orðin níutíu og átta býr Hulda Jónsdóttir ein í eigin íbúð, sér um sig sjálf að mestu og er hressileg. „Ég reyni að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er,“ segir hún. „Það sem háir mér mest er hvað ég sé illa, ég get ekki lesið lengur. Gríni í tölvuna annað slagið, með stækkunargleri og til- færingum. Fékk tölvuna í afmælis- gjöf þegar ég varð 85 eða 90 ára og er á fésbókinni en skrifa ekkert á hana, fylgist bara með,“ segir hún. En hverju þakkar hún sinn háa aldur? „Ég get ómögulega um það sagt. Það eru bara forlögin sem ráða.“ Nýlega lenti Hulda á spítala í fáeina daga en hefur annars verið heilsuhraust, að eigin sögn. „Ég fór í hjartalokuskipti þegar ég var níu- tíu og þriggja ára og þá f losnaði ég upp úr reykingunum, var búin að reykja frá því ég var ung kona, en aldrei mikið. Ætlaði samt ekkert að hætta. Fór með nikótíntyggjó með mér og bað hjúkkurnar að geyma það fyrir mig en þurfti svo ekkert á að halda. Þegar ég kom heim aftur prófaði ég að vera reyklaus einum degi lengur og svo bara teygðist úr tímanum.“ Veggir heimilisins eru þaktir myndum, bæði ljósmyndum og málverkum af stórbrotnum stöð- um, sem Hulda hefur tengingar við. „Tvö börn mín og tengdadóttir hafa málað f lestar myndirnar og fært mér. Ég fagna því, ekki dett ég um þær uppi á þiljum!“ Spurð hvort börnin hennar hafi listfengina frá henni svarar hún ákveðin. „Nei, nei, ég mátti aldrei vera að neinu dundi, var með stórt heimili og hafði alltaf mikið að gera. Ég átti sex börn og svo vorum við hjónin alltaf með krakka í sveit.“ Stórt tjald í nátthaganum Hulda afrekaði það í sumar að heimsækja æskuslóðir sínar að Seljanesi á Ströndum. „Við Mar- grét, dóttir mín sem býr á Akureyri, keyrðum þarna norður og gistum á tveimur stöðum á leiðinni, það var rosalega þægileg ferð,“ lýsir hún og kveðst hafa kannast vel við sig en þótt kostulegt að sjá stórt tjald í Nátthaganum. „Það er klettabelti sem girðir nátthagann af og svo eru básar á milli. Tjaldið var þar neðarlega og það var klungursvegur þangað en tveir menn leiddu mig á milli sín. Elín Agla sem átti tjaldið var búin að kveikja fullt af kerta- ljósum og skreyta og þetta var eins og að koma inn í ævintýraveröld.“ Frændur Huldu eiga ítök í Selja- nesi og hún hitti einn þeirra þar. „Á Dröngum eru mínir menn, synir Kristins bróður míns, þessir strákar sem eru mest í mótmælum gegn virkjuninni. Kristinn var elstur af okkur systkinunum. Hann dó 2000. Kristinn var vel gefinn og f lottur, kunni Íslendingasögurnar utan- bókar. Guðmundur Arngrímsson, sem hefur skrifað nokkrar greinar í blöðin á þessu ári, er afabarn hans, hann er hæverskur og rökfastur.“ Sjálf kveðst Hulda ekki hafa mikið um virkjunarmál og vega- lagningu að segja. „En ég er ekki hrifin af þessu umróti og stend alveg með mínu fólki. Mér finnst þörfin fyrir virkjun heldur ekki svo brýn að það eigi að taka svona ákvarðanir, það er svo mikið í húfi.“ Úr einum stað í annan Hulda er fædd að Eyri í Ingólfsfirði, þá voru Norðmenn með síldar- söltun þar og víðar við fjörðinn. „Ég var tæpra tveggja ára þegar for- eldrar mínir f luttu inn í botn Ing- ólfsfjarðar, þar vorum við í tvö ár, þá losnaði húsnæði á svokölluðum Teigum, út með firðinum vestan- verðum, beint á móti Eyri, þar var stórt og mikið timburhús sem Norð- menn áttu. Pabbi var ekki með neitt jarðnæði en við fengum að búa í þessum bragga í fjögur ár, þá var húsið rifið niður og byggt upp í Tré- kyllisvík sem barnaskóli og heima- vist. Við sáum mikið eftir því, þar var svo mikið pláss að leika sér í. En þá fluttum við að Seljanesi. Fengum þar pínulítinn enda á gömlu húsi en pabbi byggði við hann skúr. Þetta varð eitt herbergi, eldhús og búr. Við systkinin vorum sex en ekki öll alltaf heima á þessum tíma.“ Stóra húsið á Teigunum sem Hulda sá svo eftir kom aftur við sögu í hennar lífi, því hún fór í skól- ann í Trékyllisvík. Fyrsta veturinn sem hún var þar kviknaði í húsinu Gríni í tölvuna annað slagið Hulda Jónsdóttir hefur lifað langa ævi. Hún ólst upp á Selja- nesi á Ströndum sem verið hefur í umræðunni í sumar í tengslum við vegalagningu og virkjun. En lengst bjó Hulda á Sauðanesi við Siglufjörð, fyrstu átta árin án vegasambands. „Ég fór í hjartalokuaðgerð þegar ég var níutíu og þriggja ára og þá flosnaði ég upp úr reykingunum,“ segir Hulda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Framhald á síðu 28 ÉG ER EKKI HRIFIN AF ÞESSU UMRÓTI OG STEND ALVEG MEÐ MÍNU FÓLKI. MÉR FINNST ÞÖRFIN FYRIR VIRKJUN HELDUR EKKI SVO BRÝN AÐ ÞAÐ EIGI AÐ TAKA SVONA ÁKVARÐ- ANIR, ÞAÐ ER SVO MIKIÐ Í HÚFI. 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -7 2 E 4 2 3 D 6 -7 1 A 8 2 3 D 6 -7 0 6 C 2 3 D 6 -6 F 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.