Fréttablaðið - 21.09.2019, Side 30

Fréttablaðið - 21.09.2019, Side 30
Strákarnir segja að lúxus-vandamál sé viðfangsefnið. „Ég svaf yfir mig, vekjara- klukkan hringdi ekki þar sem nýi síminn minn var batteríslaus. Ég fór á veitingastað, pantaði mér ristað brauð og þurfti að bíða í klukku- tíma. Ég horfði á trailer fyrir bíó- mynd, fór í bíó á myndina, öll góðu atriðin voru í trailernum. Ég var í sundi, þegar ég ætlaði að þurrka mér var handklæðið mitt horfið og ég notaði hárblásarann. Ég ætlaði að gera @ merki í Apple-tölvu, allt hvarf,“ útskýra þeir aðspurðir um textana. Strákarnir bæta við að þeir ætli að taka sig á og hætta að kvarta yfir hlutum sem skipta engu máli. „Hlæjum að þessum „vandamálum“ frekar og tökum eftir því hvað við höfum það næs.“ Nýja lagið má heyra á Spotify, Youtube og öllum helstu streymis- veitum. Hljómsveitin var stofnuð 2015 og hefur sent frá sér tvær plötur. Bræðurnir vinna nú í nýrri plötu sem þeir segja að innihaldi hress lög sem hægt sé að dansa við, að sögn Markúsar. „Ég held að við séum að fara í aðeins hressari gír og dansvænni tónlist, ef það má kalla það svo.“ Ólust upp í eþíópísku þorpi Bræðurnir hafa lengi spilað tónlist saman þótt hljómsveitin sé aðeins fjögurra ára gömul. „Við erum í rauninni búnir að spila saman frá því við vorum pínulitlir,“ segir Markús. Omotrack er fyrsta verk- efnið þar sem þeir ákváðu að byrja að taka upp og gera tónlistina að atvinnu. Bræðurnir segjast vinna vel saman og þar hjálpi svipaður tónlistarsmekkur mikið. „Það gengur mjög vel hjá okkur að púsla þessu saman. Við erum með svipaðan tónlistarsmekk og fílum yfirleitt nákvæmlegu sömu hlutina í okkar tónlistarmennsku,“ segir Birkir um samvinnuna. Það sem hefur mótað bræðurna eru ár þeirra í Eþíópíu þar sem þeir ólust upp. Foreldrar þeirra unnu þar við hjálparstarf. Nafnið á hljómsveitinni er dregið af þorpinu Omo Rate í Eþíópíu þar sem Hlæja að lúxusvandamálum Bræðurnir Birkir og Markús Bjarnasynir í hljómsveitinni Omotrack voru að gefa út lagið Quality ásamt tónlistarmyndbandi við það. Bræðurnir ólust upp í Eþíópíu og lögin endurspegla það. Bræðurnir Birkir Bjarnason og Markús Bjarnason starfa saman í hljómsveitinni Omotrack. Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Markús og Birkir bjuggu. „Ég bjó þar í sjö ár og Birkir í fimm,“ segir Markús. Birkir útskýrir að hann sé nefnilega tveimur árum yngri. Eþíópískur blær Platan Wild Contrast fjallar um muninn á Eþíópíu og Íslandi. „Sú plata fjallar um hvernig tilfinn- ingin er á Íslandi og tilfinningin í Eþíópíu, við blöndum þeim saman í einn hrærigraut,“ útskýrir Markús. Birkir segir að vera þeirra í Eþíópíu hafi farið vel með þá og síðan þeir fluttu heim hafi þeir farið í heim- sókn nokkrum sinnum. „Við eigum mikið af góðum minningum. Það er mikill hiti þar sem er kostur í okkar augum. Við nutum þess algjörlega að búa þarna.“ Markús bætir við að það hafi verið geggjað að upplifa þessa menningu og fá nýtt sjónarhorn. „Hvernig það var að lifa í svona fátækt, þetta er allt öðruvísi en á Íslandi. Fólk sem þekkir eþíópíska tónlist hefur sagt að það sé smá eþíópísk tilfinning í nokkrum lögum okkar.“ Hversdagslífið á Íslandi veitir líka innblástur og bræðrunum finnst gaman að blanda því við hvers- dagslífið í Eþíópíu. Markús segir að munurinn á þessum tveimur menningarheimum hafi gert þá bræður að jafnréttissinnum. Þeir þekkja af eigin reynslu hvað fátækt í heiminum er alvarlegt vandamál og hvað við höfum það í raun og veru gott á Íslandi. „Við erum oft að henda þannig pælingum út í kos- mósið. Að fólk þurfi aðeins að opna augun.“ Giftu sig ungir Birkir nefnir sem dæmi lagið Blindspot sem er af fyrstu plöt- unni. „Lagið fjallar um að lífið sé misgott hjá fólki. Við erum að skjóta á það að sumir sem eru í valdastöðu eru ekkert að pæla í þeim sem eiga bágt.“ Markús bætir við að lagið sé líka ádeila á það að fólk taki bara eftir göllum í fari annarra en líti ekki í eigin barm. „Svo eru önnur lög sem koma aðeins inn á þetta,“ segir Birkir. „En við erum líka með lög sem fjalla um að njóta þess að lifa í núinu og hugsa ekki um það neikvæða.“ Það mætti líka segja að lagið Woman sé ádeila á íslenska menn- ingu að því leyti að lagið fjallar um að strákarnir giftust báðir ungir að aldri. „Það er fyndið að segja frá því að við giftumst báðir ungir,“ segir Markús. „Ég gifti mig fyrir þremur árum og Birkir fyrir einu ári. Fólki SJÁVARÚTVEGURINN Sérblað um sjávarútveginn kemur út miðvikudaginn 25. september í tilefni af Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll. Enn eru nokkur pláss laus. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is N n ri upplýsi gar um blaðið veitir Jóhann Waage í síma 550-5656 eða í netfanginu johannwa ge@frettabladid.is finnst það oft skrýtið en okkur finnst það allt í lagi og eðlilegt.“ Það er langt frá því að vera normið á Íslandi að gifta sig ungur. „Við erum kannski pínu að ögra með laginu Woman,“ segir Birkir. Markús segir að þeir hafi ekki lent oft í því að vera gagnrýndir fyrir þessa ákvörðun sína en slíkt hafi þó komið fyrir. „Lagið var okkar leið til að segja fólki að gera það sem það vill í lífinu. Maður á að hlusta á eigin tilfinningar og gera það sem gerir mann hamingju- saman.“ Af hverju ekki að skella í hjónaband? Bæði Birkir og Magnús segja að hjónaböndin séu farsæl og allir hamingjusamir. Þeir séu þó ekki að reyna að segja að allir ættu endi- lega að gifta sig, fólk eigi bara að gera það sem hentar því. Aðspurðir af hverju þeir ákváðu að gifta sig spyr Birkir á móti hvort það byrji ekki bara eins og öll hjónabönd. „Á einhverjum tímapunkti fattar maður að við erum hvort sem er að fara að vera saman alla okkar ævi, eigum við ekki bara að skella í eitt hjónaband og lifa þannig?“ Markús og Birkir leggja mikið upp úr því að vera með flotta tón- leika með litum og hljóðfærum. „Við fáum alltaf með okkur einhver blásturshljóðfæri, oftast saxófón eða trompet. Á stærri tónleikum reynum við að vera með flott sviðsljós og myndbandslist í bak- grunninum,“ segir Birkir. Markús er að læra grafíska hönnun í Listaháskólanum og hefur búið til myndbandslist sem breytist eftir tónlistinni á tónleikunum. „Alltaf þegar við gefum út lag gerum við einhverja grafík við lagið. Við höfum gert það frá upphafi og síðan komið þessari grafík á tón- leikana með einhvers konar lifandi listaverki.“ Birkir útskýrir nánar að þótt grafíkin sé undirbúin fyrirfram „hlusti“ hún á tónlistina á tónleik- unum og breytist eftir henni. „Ef einhver myndi öskra rosalega hátt úr salnum gæti grafíkin breyst.“ Strákarnir ætla að halda áfram að semja og spila tónlist svo lengi sem þeir hafa gaman af því. „Þetta er enn þá gaman þannig að stefnan er allavega ekkert að hætta.“ 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -4 B 6 4 2 3 D 6 -4 A 2 8 2 3 D 6 -4 8 E C 2 3 D 6 -4 7 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.