Fréttablaðið - 21.09.2019, Side 65

Fréttablaðið - 21.09.2019, Side 65
Fjórði hver einstaklingur sem greinist er eldri en 65 ára. Þegar fólk fær flogaveiki á efri árum er hún oft afleiðing blóð- tappa í heila, heilablæðingar, eða annarra sjúkdóma í heilanum sem hafa aukist þar sem fólk lifir lengur en áður. Flogaveiki er sjúkdómur sem birtist í ósjálfráðum, endurteknum flogum, sama eðlis – með eða án áhrifa á meðvitund. Flogin hefjast sem afleiðing af skammvinnri truflun í stórum eða litlum hluta heilans. Flogaköst eru mismunandi frá einum til annars og sama manneskja getur haft fleiri en eina tegund floga. Flogaveiki er meðhöndlanleg Flogaveiki á að vera meðhöndluð af sérfræðingi í taugasjúkdómum. Hjá flestum sjúklingum er hægt að koma í veg fyrir flogin með hjálp lyfja. Það er eðlilegt að vera áhyggju- fullur, þegar maður hefur greinst með flogaveiki. Allt í einu missir maður stjórn á líkama sínum – annaðhvort alveg eða að hluta til. „Jafnvel þótt flogið standi yfir í fáar mínútur og maður skaðist ekki er það óþægilegt. Óttinn við það hvenær næsta flogakast kemur getur orðið til þess að þú freistist til að hætta þeim athöfnum sem þú hefur tekið þátt í. Þú kærir þig kannski ekki um að aðrir sjái flogin eða þú vilt ekki valda erfiðleikum. Það er mikilvægt að þú látir ekki undan lönguninni til að breyta lífi þínu heldur haldir áfram að lifa, eins og vant er,“ segir Fríða Braga- dóttir, framkvæmdastjóri LAUF – félags flogaveikra. „Reynslan sýnir að maður sem lifir eðlilegu og virku lífi getur á vissan hátt unnið gegn flogum. Að sjálfsögðu þarf valið á athöfnum að vera aðlagað flog- unum og því hve oft þú færð flog. Til dæmis skalt þú ekki fara í vatn, nema að vera með einhverjum sem veit að þú ert með flogaveiki og getur hjálpað þér ef þú færð flog.“ LAUF – félag flogaveikra býður upp á viðtöl hjá fjölskylduráðgjafa sem getur hjálpað einstaklingnum með flogaveiki og aðstandendum að aðlagast nýjum aðstæðum, ráð- gjafinn veitir einnig aðstoð við að sækja um stuðning og aðstoð frá hinu opinbera. LAUF – félag flogaveikra, Hátúni 10, sími: 551-4570, lauf@vortex.is Eldra fólk og flogaveiki Um það bil 3.000 Íslendingar eru með flogaveiki, á hverju ári fá um 120 Íslendingar þessa sjúkdómsgreiningu. Fríða Braga- dóttir segir flogaveiki al- genga hjá eldra fólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ragnheiður Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Sinnum, segir fyrirtækið hafa unnið að því síðustu ellefu ár að byggja upp fjölþætta velferðarþjónustu. Stefna Sinnum er að veita ein- staklingsmiðaða, persónulega og sveigjanlega þjónustu til lengri eða skemmri tíma, allt eftir hentug- leika. Umfang Sinnum hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum. „Við erum í samstarfi við fjölmörg sveitarfélög og einstaklinga og eru þjónustunotendur í kringum 150 talsins. Við finnum fyrir auknum vilja meðal viðskiptavina til að hafa val um einstaklinga sem veita aðstoðina og tímasetninguna sem þjónustan fer fram á, komið er til móts við þær væntingar. Eftirspurnum um þjónustu líkt og öryggis- og næringarinnlit og aðstoð við böðun hefur fjölgað mikið hjá okkur,“ segir Ragn- heiður. „Hluti þjónustunotenda Sinnum fullnýtir þjónustuna sem þeir eiga rétt á hjá sínu sveitarfélagi og auka lífsgæði sín svo enn meira með því að fá viðbótarþjónustu frá Sinnum sem þeir eða aðstandendur greiða fyrir. Okkar markmið snýst um að búa einstaklingnum og fjölskyldu hans umgjörð sem veitir aukið öryggi í eigin búsetu. Um leið hefur einstaklingurinn aukið val og/eða frelsi, og getur sjálfur verið virkari þátttakandi í samfélaginu. Í því geta falist mikil lífsgæði,“ bætir hún við. Mannauðs- og gæðamál eru Ragnheiði hugleikin og segir hún fyrirtækið á undanförnum árum hafa gengið í gegnum mikil- vægt þróunar- og umbótastarf. „Það hefur skilað sér í bættri þjónustu. Embætti landlæknis gerði úttekt á gæðum og öryggi þjónustu Sinnum og er skýrslan aðgengileg á vef embættisins og á heimasíðu Sinnum. Úttektin tók meðal annars til atriða sem varða stefnu, þjónustumál, gæði, öryggi, skráningu, meðhöndlun frávika og kvartana, mannauðsmál og starfsumhverfi. Við búum að því að hafa öflugan hóp starfsfólks sem leggur mikið upp úr fagmennsku og sveigjan- leika. Teymið okkar er fjölmennt og vel þjálfað svo almennt er hægt að bregðast hratt og örugglega við þjónustubeiðnum sem berast til okkar. Hjá fyrirtækinu starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráð- gjafar, þroskaþjálfar, sjúkraliðar, félagsliðar og almennt starfsfólk sem býr yfir dýrmætri reynslu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun starfsmanna hjá Sinnum og sækja þeir ýmiss konar námskeið og fræðsluerindi líkt og skyndihjálp- arnámskeið, námskeið í líkams- beitingu og í sýkingarvörnum. Í verkefnum sem eru sérstaklega faglega krefjandi er meiri tími lagður í undirbúning svo þau, líkt og önnur okkar verkefni, standist gæðakröfur fyrirtækisins. Teymið fær í þeim tilvikum sérhæfðari fræðslu og kennslu á tækjabúnað í samvinnu við fagaðila. Umönnun- araðilar einstaklinga í öndunarvél sækja regluleg námskeið í Hermi- setri LSH þar sem fram fer bókleg og verkleg þjálfun. Við hjá Sinnum finnum í auknum mæli fyrir breyttum kröfum um þjónustu sem koma meðal annars til vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Þær áskoranir sem blasa við í dag og á næstu árum eru þess vegna mjög stórar og kalla á nýja hugsun í stefnu og framkvæmd velferðar- þjónustu. Svo hægt sé að koma til móts við þessar áskoranir þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting og efling samstarfs á milli ríkis, sveitarfélaga, félags- og hagsmuna- samtaka og fyrirtækja í velferðar- þjónustu.“ Einstaklingsmiðuð þjónusta hjá Sinnum Sinnum heimaþjónusta veitir alhliða þjónustu fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna aldurs, fötlunar, heilsubrests eða annarra persónulegra aðstæðna. Ragnheiður Björnsdóttir er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Sinnum. Hún segir margar áskoranir tengjast starfsemi Sinnum. ÞURR AUGU? Rakagjöf er ekki fullnægjandi lausn Einstök sam- setning af frumuvörn og smurningu fyrir augun Inniheldur trehalósa úr náttúrunni Án rotvarnarefna Tvöföld virkni - sex sinnum lengri ending Fæst í öllum helstu apótekum KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 EFRI ÁRIN 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 6 -3 7 A 4 2 3 D 6 -3 6 6 8 2 3 D 6 -3 5 2 C 2 3 D 6 -3 3 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.