Fréttablaðið - 21.09.2019, Síða 74

Fréttablaðið - 21.09.2019, Síða 74
JOE NOTAÐI ÞESSA FERÐ TIL AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ ÞANN SÁRSAUKA SEM HANN HAFÐI VALDIÐ, BÆÐI SEM FAÐIR OG EIGIN- MAÐUR. Það á víst ekki að skína sól á Íslandi það sem eftir er árs,“ segir kvik-my nda f ramleiða nd-inn Eva Maria Daniels glettilega og horfir út um gluggann. Hún er stödd í íbúð sinni í Vesturbænum í Reykjavík. Það er dæmigert haustveður og í garðinum slást til og sveigjast stór reynitré í sterkum regnhviðum. Eva Maria segist kunna ágætlega við haustveðrið og hlakkar til þess að dvelja á Íslandi í vetur. „Ég hef ekki búið á Íslandi í átján ár, þótt ég hafi reyndar komið reglulega til Íslands. Ég ætla að búa hér til jóla og í raun þá kýs ég veturinn fram yfir íslenska sumarið. Finnst það bara notaleg tilhugsun að vera hér í myrkrinu.“ Hún hefur verið búsett síðustu ár í New York með eiginmanni sínum og tveggja ára syni. Eiginmaður hennar, Moritz Diller, starfar í fjárfestingarbanka og fékk nýverið nýtt starf í London. Eftir áramótin ætlar fjölskyldan því að f lytja sig um set frá New York til Notting Hill hverfisins í London. Þangað til gengur tveggja ára sonur Evu í leikskóla í Vesturbænum. Vill að sonurinn læri íslensku „Mig langar til þess að sonur minn læri íslensku, því það er erfitt að halda tungumálinu við. Ég hef verið með yndislegar íslenskar au pair til þess að hann heyri sem mest af íslensku en það er ekki nóg þar sem pabbi hans talar þýsku við hann og f lestir leikfélagarnir ensku,“ segir Eva Maria. „Svo erum við líka að reyna að finna einhvern vinkil á því að búa í báðum borgum á sama tíma.“ Hún heldur um taumana á verkefnum sínum frá Íslandi en hún rekur farsælt kvikmynda- framleiðslufyrirtæki í New York, Eva Daniels Productions. Fyrir- tækið stofnaði hún árið 2010 og Eva Maria hefur síðan þá fram- leitt þó nokkrar kvikmyndir. Til dæmis The Dinner með Richard Gere, Steve Coogan og Laura Lin- ney í aðalhlutverkum sem Oren Moverman leikstýrði. Hún var gerð eftir skáldsögu Hermans Koch, Kvöldverðinum. Þá framleiddi hún Hold the Dark með Jeffrey Wright og Alexander Skarsgård í aðal- hlutverkum og Time out of Mind með Richard Gere í aðalhlutverki. Eva Maria er einnig einn af fram- leiðendum End of Sentence sem er opnunarmynd RIFF í ár í leikstjórn Elfars Aðalsteinssonar. Nú framleiðir Eva Maria kvik- myndina Good Joe Bell, í leik- stjórn Reinaldo Marcus Green. Í aðalhlutverki er Mark Wahlberg ásamt Connie Britton og Gary Sin- ise. Handritshöfundar eru Larry McMurtry og Diana Ossana, sem skrifuðu handrit kvikmyndar- innar Brokeback Mountain. Kvikmyndin byggir á ævi Joe Bell sem gekk um fylki Bandaríkjanna í marga mánuði og ræddi við alla þá sem vildu hlusta um ástæður þess að samkynhneigður sonur hans, Jadin, fyrirfór sér aðeins fimmtán ára gamall. Enn ríkja fordómar „Ég las grein um Joe Bell í New York Times fyrir fimm árum síðan og ákvað strax að lestri loknum að ég vildi taka þátt í að gera kvikmynd byggða á sögu hans. Mér tókst að semja um það í góðra vina hópi og við byrjuðum f ljótlega eftir það að þróa handritið. Við vorum ótrúlega heppin að fá til liðs við okkur þau Larry og Diönu, handritshöfunda Brokeback Mountain. Það var svo á síðasta ári sem Mark Wahlberg kom til liðs við okkur og þá fór kvikmyndin að verða að raunveru- leika og tökur fóru fram í Utah í byrjun ársins,“ segir Eva Maria frá. „Saga Joe Bell tekur á svo mörgu og varð svo miklu dýpri en bara Joe að bera út þennan boðskap. Stýrir fyrirtæki í New York úr Vesturbænum Eva Maria Daniels kvikmyndaframleiðandi rekur farsælt fyrir- tæki í New York og segir frá nýjasta verkefninu, Good Joe Bell, sem skartar Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Þrautseigju og ástríðu segir hún vera þá eiginleika sem hafi stuðlað að velgengni síðustu ár. „Maður verður að hafa óbilandi trú á því að takast að framkvæma hluti,“ segir Eva Maria Daniels. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hver var Joe Bell? Joe Bell gekk um Bandaríkin þver og endilöng í sex mánuði og ræddi við alla þá sem vildu hlusta um ástæður þess að fimmtán ára gamall samkyn- hneigður sonur hans, Jadin, fyrirfór sér. Hann sagði upp starfi sínu í sögunarmyllunni, pakkaði niður fatnaði og svefnpoka. Hann tók aðeins með sér þörfustu nauð- synjar sem hann setti í hjól- börur sem hann ýtti á undan sér. Hann skráði ferðalagið á Facebook og lýsti móttökum fólks. Joe sagðist finna fyrir nær- veru sonar síns á göngu sinni og það var honum huggun í sorginni að segja sögu hans. Ganga Joe tók enda árið 2013 þegar ökumaður sem hafði sofnað undir stýri keyrði á hann. Joe notaði þessa ferð til að horf- ast í augu við þann sársauka sem hann hafði valdið, bæði sem faðir og eiginmaður, og þurfti að standa andspænis öllum þeim fordómum sem hann var sjálfur áður haldinn. Joe hafði íhaldssamar skoðanir og á meðan sonur hans var á lífi þá gekkst hann ekki við því hver hann var og kynhneigð hans. Það þurfti andlát sonar hans til að hann áttaði sig og breytti hugarfari sínu. Hann hélt út á veginn til að ræða við fólk augliti til auglitis um fordómana og kenna því samkennd. Þetta er mjög rík karakterstúdía sem endur- speglar mjög vel Ameríku í dag,“ segir Eva Maria. „Við sem búum í frjálslyndum samfélögum höldum að fordómar gegn samkynhneigðum séu liðin tíð. En það er ekki þannig. For- dómar ríkja enn þá og fólk er áreitt vegna kynhneigðar sinnar. Það er því miður þannig að ennþá kvelst fólk vegna eineltis og áreitis.“ Kvikmyndin er í söluferli og var nýverið kynnt á árlegri kvikmynda- hátíð í Toronto. „Við munum líklega ljúka við gerð kvikmyndarinnar fyrir áramót. Nú er hún í eftir- vinnslu. Það fer svo eftir dreifingar- aðilanum hvenær hún fer í sýningu en ég geri ráð fyrir því að það verði á næsta ári. Mér finnst það alla vega líklegt,“ segir Eva Maria. Á réttum stað á réttum tíma „Ég vil framleiða kvikmyndir sem hafa tilgang og merkingu, hreyfa við fólki. Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir því,“ segir hún og það kemur ekki á óvart að kvikmyndaáhuginn hafi kviknað snemma. Eva Maria var aðeins 22 ára gömul þegar hún flutti frá Íslandi. Þá hafði hún stundað nám í heimspeki við Háskóla Íslands en vildi bæta við sig þekkingu á kvikmyndagerð. Hún fór því í kvikmyndaskóla í Danmörku, KBH Film & Fotoskole, og sérhæfði sig í eftirvinnslu. Eftir námið f lutti Eva Maria til London og sá f ljótlega tækifæri í því að bjóða íslenskum auglýsinga- leikstjórum að vinna myndir sínar þar. „Ég bauð íslenskum auglýs- ingaleikstjórum að færa viðskipti sín frá Danmörku til mín í London í litaleiðréttingu og eftirvinnslu. Þá var enn notast við filmu í kvik- myndagerð og litaleiðrétting var ekki möguleg á Íslandi. Það leið ekki á löngu þar til að nærri því hver einasti auglýsingaleikstjóri var kominn í viðskipti við fyrirtækið og ég hugsa það ennþá til dagsins í dag hvað ég var ótrúlega heppin að vera á réttum stað á réttum tíma og hvað það voru margir sem gáfu mér tækifæri. Á þessum árum áttaði ég mig á styrkleikum mínum, sem fólust ekki í eftirvinnslunni sjálfri heldur í því að koma af stað verkefnum, átta mig á tækifærum og sækja þau.“ Setti sér tíu ára markmið Hún fékk gott starfstilboð í New York árið 2007 og lét slag standa. Hún varð yfirmaður í kvikmynda- deild í eftirvinnslufyrirtæki þar í borg og fékk að vinna náið með leikstjórum á borð við Tim Bur- ton. Þremur árum síðar stofnaði hún framleiðslufyrirtæki sitt, Eva Daniels Productions, með það í huga að framleiða kvikmyndir sem hafa það að markmiði að veita inn- blástur. „Ég ákvað að færa fókusinn yfir í kvikmyndaþróun og var mjög einbeitt. Ég setti mér tíu ára mark- mið um að ég skyldi starfa í þessum iðnaði og búa í London, New York og Los Angeles. Mér tókst það að minnsta kosti,“ segir hún og hlær og segir þrautseigju og þolinmæði líklega þá mannkosti sem gerðu það að verkum að henni tókst ætlunar- verk sitt og rúmlega það. „Og ástríðu, maður verður að hafa óbilandi trú á því að takast að framkvæma hluti, þó að stundum gangi illa. Maður verður að búa yfir ákveðinni seiglu til þess að þola að stundum ganga hlutirnir ekki hratt og vel fyrir sig. Stundum þarf maður að hafa vit á því að bíða eftir því að púslin raðist saman.“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 D 6 -7 2 E 4 2 3 D 6 -7 1 A 8 2 3 D 6 -7 0 6 C 2 3 D 6 -6 F 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.