Fréttablaðið - 21.09.2019, Síða 88

Fréttablaðið - 21.09.2019, Síða 88
Rannsóknin sem náði til 451.742 einstaklinga í 10 Evrópulöndum sýndi fram á tengsl á milli aukinnar neyslu gosdrykkja og dauðs­ falla. Neysla gosdrykkja með gervi­ sætu (til dæmis aspartam eða sakk­ arín), svokallaðra diet drykkja, var tengd við dauðsföll af völdum sjúk­ dóma í blóðrásarkerfi, og sykraðir gosdrykkir tengdir við dauðsföll vegna sjúkdóma í meltingarvegi. Þetta kom mörgum á óvart þar sem Aspartame er mikið rannsakað efni, fundið upp árið 1965 og samþykkt af bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) árið 1981. Efnið er gervisykur um það bil 200 sinnum sætari en súkr­ ósi og hefur verið selt undir heitinu NutraSweet, Equal og Canderel. Að sama skapi er sakkarín gervisykur, um það bil 400 sinnum sætari en súkrósi, með ekkert kaloríu inni­ hald og hefur verið notað árum saman til þess að sæta lyf, sælgæti og drykki. Ein stærsta rannsókn sinnar tegundar Rannsóknin sem er ein sú stærsta sinnar tegundar og birtist í ritinu JAMA Internal Medicine þann 3. september síðastliðinn byggist á eftirfylgni með þessum stóra hópi yfir 16 ára tímabil. Hópurinn samanstóð bæði af fólki sem drakk sykraða gosdrykki og gosdrykki með gervisætu. Evrópulöndin sem um ræðir eru Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Hol­ land, Noregur. Spánn, Svíþjóð og Bretland og var fylgst með þátttak­ endum frá 1. janúar árið 1992 til 31. desember árið 2000. Almennt hærri dánartíðni Hærri almenn dánartíðni mældist hjá bæði konum og körlum sem neyttu tveggja eða fleiri gosdrykkj­ arglasa á dag og þá gilti einu hvort um var að ræða sykraðan eða gervi­ sykraðan drykk. Eins var sýnt fram á tengingu milli mikillar neyslu á gervisykruðum drykkjum og dán­ artíðni vegna blóðrásarsjúkdóma annars vegar og mikillar neyslu sykraðra drykkja og andláta vegna meltingarsjúkdóma. Mikil neysla var skilgreind sem tvö glös eða Gosdrykkir og  snemmbær dauðsföll Fjölmiðlar vestanhafs sögðu á dögunum frá nýrri rannsókn þar sem neysla gosdrykkja er tengd við snemmbær dauðsföll. Það sem vakti mesta athygli er að tengslin virðast meiri þegar kemur að svokölluðum diet gosdrykkjum. Sökudólgurinn er gervisæta. meira á dag og lítil neysla sem eitt glas eða minna á mánuði. Gervisykur tengist hjarta­ áföllum og blóðþurrðar­ slögum Það er löngu sannað að of mikil sykurneysla hefur slæm áhrif á heilsufar fólks svo sá hluti niðurstaðna rannsókn­ arinnar að þeir sem drukku tvö eða f leiri glös sykraðra gosdrykkja daglega ykju líkur á snemmbærum dauða um átta prósent kom ekki á óvart. Held­ ur var það vísbendingin um að þeir sem drykkju gosdrykki með gervisætu væru í enn meiri hættu sem varð efni f lenni­ stórra fyrirsagna. Neysla gervi­ sykraðra drykkja tengist sterkt hjartaáföllum og þá sérstaklega blóðþurrðarslagi. Fjallað var sér­ staklega um þann möguleika að hópurinn sem sótti í gervisykraða drykki væri fyrirfram í meiri hættu á blóðþurrðarslagi vegna til dæmis ofþyngdar eða sykursýki og sótti af þeim sökum í drykkina. En þegar skoðuð var sérstaklega tíðni áfalla eftir fyrstu átta árin og aðeins þeir sem voru í kjörþyngd var samband­ ið enn til staðar. Fleiri áhættuþættir Gagnrýnendur rannsóknarinnar benda enn fremur á að ekki sé hægt að útiloka að þeir sem drekki mikið af gosdrykkjum aðhyllist f leiri áhættuþætti í lífsstíl sínum eins og til að mynda hreyfingar­ leysi eða neyslu annars konar óhollustu. Jafnvel má vera að sá sem drekki diet gosdrykk réttlæti þannig skammtinn af frönskum sem á eftir kemur o.s.frv. Til að fá algjörlega raunsanna mynd af áhrifum af neyslu diet gosdrykkja væri ráð að gera annars konar rann­ sókn þar sem hópar eru látnir neyta slíkra drykkja daglega, án þess að hafa endilega verið hrifnir af þeim áður. Aftur á móti væri illmögulegt að framkvæma slíka rannsókn á mannfólki enda tímafrekt, kostn­ aðarsamt og líklegt að margir gæf­ ust upp á markmiðinu. bjork@frettabladid.is Benecta hylki 240 stk Benecta hylki 60 stk Compeed Hælsærispl. 5stk Nicorette Classic tyggigúmmí 2 mg 210 stk Nicorette Fruitmint tyggigúmmí 2 mg 210 stk Nicotinell Fruit tyggigúmmí 2 mg 204 stk NutriLenk Gull 180stk Omeprazol Medical Valley 20 mg 28 stk Otrivin Menthol nefúði 1 mg/sk Penzim gel 50 gr Treo freyðitöflur 60 stk Zonnic Mint skammtapokar 4 mg 20 stk .................. 17.995 kr. ..................... 4.989 kr. .......... 920 kr.* ........... 4.789 kr. ............. 4.245 kr. ............ 3.989 kr. ................ 4.238 kr.* ......................... 1.099 kr. .................................... 989 kr. ............................ 3.099 kr. ............... 1.890 kr. ......... 1.099 kr. *20% afsláttarverð út september Vinsælar vörur á frábæru verði Íslenska fyrirsætan Ágústa Ýr segir það hafa verið súrrealíska lífs­ reynslu þegar henni var með litlum sem engum fyrirvara skutlað í fyrir­ sætuhópinn sem spókaði sig á New York Fashion Week í undirfötum úr fatalínu söngkonunnar Rihönnu. Hápunkturinn á þessu ævintýri öllu saman, kirsuberið á toppnum, eins og hún orðar þar var svo þegar hún fékk knús frá Rihönnu sjálfri sem kom fram á sýningunni. Þá voru einnig mætt til leiks rapparinn 21 Savage, ofurfyrirsæturnar Joan Smalls, Cara Delevingne, Bella og Gigi Hadid. Ágústa Ýr starfar sem leikstjóri, listakona og fyrirsæta í London en f laug til New York með eins dags fyrirvara. Þegar þangað var komið voru hraðinn og spennan slík að hún segir sýninguna sjálfa, sem stóð í um 40 mínútur, hafa liðið eins og fimm mínútur. „Daginn eftir að ég lenti var svo tískusýningin og allir mættir, því­ líkt adrenalín í gangi hjá okkur. Við gerðum svokallaða prufusýningu, svo var farið beint í hár, förðun og svo í fötin. Rétt fyrir sýninguna var verið að taka mynd af mér baksviðs og ég heyri í 21 Savage segja: „Get them angels!“ sem er auðvitað bara mjög fyndið!“ Ágústa Ýr segir sýninguna og and­ rúmsloftið hafa verið frábært í alla staði og svo „var allt í einu allt búið. Það voru allir svo ánægðir með sýn­ inguna og ég endaði kvöldið með því að fá knús frá Rihönnu sem var algjörlega kirsuberið á toppinn,“ segir Ágústa. – ssþ  Rihanna knúsaði Ágústu Ýr Ágústa Ýr á sýningu Rihönnu í New York. NORDICPHOTOS/GETTY HÆRRI ALMENN DÁNARTÍÐNI MÆLD- IST HJÁ BÆÐI KONUM OG KÖRLUM SEM NEYTTU TVEGGJA EÐA FLEIRI GOSDRYKKJAR- GLASA Á DAG OG ÞÁ GILTI EINU HVORT UM VAR AÐ RÆÐA SYKRAÐAN EÐA GERVISYKR- AÐAN DRYKK. GAGNRÝNENDUR RANNSÓKNARINNAR BENDA ENN FREMUR Á AÐ EKKI SÉ HÆGT AÐ ÚTILOKA AÐ ÞEIR SEM DREKKI MIKIÐ AF GOS- DRYKKJUM AÐHYLLIST FLEIRI ÁHÆTTUÞÆTTI Í LÍFSSTÍL SÍNUM EINS OG TIL AÐ MYNDA HREYFINGARLEYSI EÐA NEYSLU ANNARS KONAR ÓHOLLUSTU. 2 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 1 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 D 6 -6 D F 4 2 3 D 6 -6 C B 8 2 3 D 6 -6 B 7 C 2 3 D 6 -6 A 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 0 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.