Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 3

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 3
 ►Vinna hj á Varnarliðinu N’ú eru liðin 10 ár síðan Varnarliðið fór aflandi brott eftir áratuga dvöl á Miðnesheiðinni. Fyrirvarinn fyrir brotthvarfið var nokkuð skammur, að mörgum þótti, eftir þennan langa tíma á landinu. Ég starfaði hjá varnarliðinu í yfir þrjátíu ár, fyrst sem verkamaður, síðan í verslunum varnarliðsins, þá í innkaupa- deild en lengst af hjá húsnæðisdeild varnarliðsins. Samgöngur voru oft erfiðar hér áður fyrr, til dæmis þegar ég var í verkamanna- vinnunni. Þá var ég aðeins sextán ára gamall og því ekki með bílpróf en fékk far á morgnana með bíl frá íslenskum Aðalverktökum. Þegar vinnu lauk hjá mér klukkan fimm var enga örugga ferð að hafa og gekk ég oftast suður í Hafnir (þar sem ég átti heima) eftir vinnu. Stundum var ég heppinn og fékk far með einhverj- um sem var á ferðinni en umferðin var mikið minni en hún er í dag. Þetta hefur verið 1961-1962. Þá um veturinn var sett á vaktavinna og var nóttunum oft varið í að moka snjó af stéttum, frá byggingum, sanda götur, grafa skurði ef þurfti og alla aðra verkamannavinnu sem til féll. Þá var ég alveg vegalaus og fékk að sofa hjá frændfólki í Keflavík. Svo einkennilegt sem það nú er þá er einn eftirminnilegasti dagur (nótt) í vinnu hjá Varnarliðinu frá þessu tímabili. Ásbjörn Eggertsson Þetta var eftir áramótin 1961-62, veðrið hafði verið hraklegt allan daginn, kuldi, snjór og slydduél en snerist síðan til suðvestanáttar mjög snögglega þegar leið á kvöldið með afar hvössum éljum. Þegar við mættum á næturvaktina var verkum skipt milli flokka. Ég var ásamt tveimur öðrum settur á loftpressubíl sem halda skildi til loftskeytastöðvarinnar við Grindavík. Ég hafði ekki komið þarna áður en hinir tveir vissu allt um þetta verk. Heldur var þetta óvistlegt vinnu- svæði, skurður í svörtu hrauninu aðeins lýstur upp með kastara af bílnum.Yfir öllu var himininn skýjaður og dimmur um miðja vetrarnótt, eins og oftast þegar suðvestan áttin er, en rof á milli það sem tunglið kastaði köldu ljósi yfir sviðið. En hvað um það, loftpressan var sett í gang og byrjað að vinna á klöppinni með þungum lofthamri sem ég réði varla við. Vinnunni var þannig háttað að einn var úti að vinna með hamarinn, í kulda og vondu veðri, en hinir tveir sátu inni í hlýjum bílnum. Eins og áður sagði var þetta verulega kaldranalegt og svo til að toppa allt saman gerði óskaplegt þrumu- veður. Eins og hávaðinn i loftpressunni og hamrinum væri ekki nóg ætluðu eldingarnar alveg að blinda okkur og þrumurnar að æra. Endurkast eldinganna frá skýjaklökkunum var einkennilegt og hálf draugalegt sannast að segja. Það var skipt um mann á hamrinum á hálftíma fresti, þá gat sá sem hafði verið úti sest inn í bílinn og hlýjað sér. Það var gott að setjast inn og slaka á eftir útiveruna en ekki var mikið um svefn í þessum ærandi hávaða og ljósagangi. Þannig leið þessi nótt og hefur einhverra hluta vegna setið eftir í minningunni, sennilega vegna þess hversu þetta var allt einhvern veginn óraunverulegt. Ég vann svo í öðrum deildum varnar- liðsins og kynntist þar mörgu góðu fólki innlendu og erlendu. Varnarliðið var góður vinnuveitandi. Ásbjörn Eggertsson FAXI 3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.