Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 4

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 4
Bandarískir hermenn híða skips í Keflavíkurhöfn. Ljósmynd Ragnar Stefánsson. Hernám íslands 1940 Þann 10. maí 1940 hernam breski herinn ísland. Hernámið var brot á hlutleysi íslands en nauðsyn brýtur lög. Yfirráð yfir Norður-Atlantshafinu var einn af lykilþátt- um stríðsins. Þar lá lífæð Breta fyrir vopn og vistir og tengslin við Norður- Ameríku máttu því ekki rofna ef Bandamenn áttu að eiga einhverja möguleika gagnvart vel skipulögðum kafbátahernaði Þjóðverja. Herverndarsamningur - Keflavíkurflugvöllur rís I júlí árið 1941 skrifuðu íslensk stjórnvöld undir herverndarsamning við Bandaríkin sem tóku þá að mestu við af Bretum. Stríðs- reksturinn kallaði á mikla uppbyggingu hvers konar mannvirkja. Bandaríska herliðið var mun betur búið en það breska. Þeir höfðu helmingi fleiri loftvarnarbyssur, fimm sinnum fleiri hreyfanlegar fallbyssur og réðu auk þess yfir rúmlega hundrað léttum skriðdrekum. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin var talin minni hætta á að þeir myndu hertaka Island en ógnin af flugher þeirra jóskt ekki síst vegna skipalesta bandamanna milli Ameríku og Evrópu. Áherslan varð því á að efla flug- Keflavíkurflugvöllur, horft til Garðskaga. Ljósmynd Byggðasafn Reykjanesbœjar. 4 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.