Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 6

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 6
Frá slysstað við Fagradalsfiall á Reykjanesi, þarfórst Liberatorflugvél 3. maí 1943. Með vélinni fórst m.a. Frank M. Andrews nýskipaður yfirhershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu. Uppbygginga Keflavíkurflugvallar Þegar flugvöllurinn var byggður þá var hann einn af stærstu flugvöllum heims. Eftir stríð var hann nýttur fyrir millilandaflug, bæði fyrir herinn og almennt flug. Fljótlega varð ljóst að það þurfti að bæta aðstöðuna og flugvöllinn. Flugstöð, hótel, flugskýli, íbúðarhús o.fl. var reist á árunum 1947 til 1951. Þessar framkvæmdir dugðu þó skammt til að anna þörf herstöðvarinnar sem byggð var upp í samræmi við Varnarsamning á milli Islands og Bandaríkjanna. Miklar framkvæmdir hófust, athafnasvæði flugvéla voru stækkuð verulega og tvö stór flug- skýli reist auk fjölda íbúða- og þjónustubygginga. Á þeirri rúmu hálfu öld sem stöðin var starfrækt gekk hún í gegnum þó nokkur framkvæmdatímabil. 6 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.