Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 7

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 7
varnir og aðstöðu fyrir flugher. Eitt dýrasta og stórbrotnasta verkefni Bandaríkjahers var bygging flugvalla í nágrenni Keflavíkur og Njarðvíkur. Meeks-flugvöll á Háa- leiti, hann hefur síðar ætíð verið kallaður Keflavíkurflugvöllur og Patterson flugvöll fyrir ofan Njarðvíkurfitjar. Þar var aðsetur bandarískra orrustuflugvéla til stríðsloka en þá var rekstri hans hætt. Bandaríkjaher flutti inn stórvirkar vinnuvélar til fram- kvæmdanna og voru slík tæki nýjung hér á landi og langtum öflugri en þau sem Bretar notuðu. Keflavíkurflugvöllur var vígður með hátíðlegri athöfn þann 24. mars 1943. „Staða íslands gagnvart umheiminum hafði ... gjörbreyst í róti stríðsins.... Sannast hafði að flug- og flotabækistöðvar á íslandi höfðu ráðið úrslitum til að verja samgönguleiðir Atlandshafs. ... Aldagömul einangrun ís- lands var að fullu rofin, því landið var orðið áningastaður á nýrri flugleið milli Evrópu og Ameríku." (Þór Whitehead). Stofnun lýðveldis, stríðslok og kalt stríð Lýðveldið ísland varð til eftir þjóðarat- kvæðagreiðslu þar sem yfir 90% kjósenda valdi lýðveldi. Þann 17. júní 1944 var stofnun lýðsveldisins íslands lýst yfir á Þingvöllum. Draumur sjálfstæðissinna var að hér yrði frjálst fullvalda land, þjóð meðal þjóða og engum háð. En sú veröld sem blasti við hinu unga lýðveldi var ekki fögur. Enn geisaði stríð um víða veröld en við endalok þess árið 1945 blöstu víða SB-17 björgunarflugvél. Björgunarþyrla varnarliðsins. við rjúkandi rústir og fólk í sárum. Það hafði ekki verið barist á íslenskri grund en grimmileg orrusta var háð á hafinu allt um kring, margir fslendingar létu þar lífið. En hvernig átti að tryggja öryggi landsins þegar einangrun þess var ekki lengur sá hlífðarskjöldur sem hún var fyrir daga byltinga á sviði samgangna í lofti og á sjó? Hvað átti að gera við öll hervirkin og hermennina sem hér dvöldu? í herverndarsamningnum sem íslensk stjórnvöld gerðu við Bandaríkjamenn var ákvæði þess efnis að herliðið hyrfi af landi brott við stríðslok. Það gekk eftir og gerð- ur var nýr samningur sem undirritaður var þann 5. október 1946, hinn svokallaði Keflavíkursamningur. Þetta var tvíhliða samningur milli íslands og Bandaríkjanna sem fól m.a. í sér að Bandaríkjamenn afhentu íslendingum Keflavíkurflugvöll til eignar en fengu jafnframt afnotarétt af honum, t.d. til að sinna skyldum sínum við meginland Evrópu. Stjórnvöld létu þar ekki staðar numið og ákveðið var að leggja til við Alþingi að ísland yrði stofnaðili að NATO. Miklar deilur urðu er Alþingi samþykkti það 30. mars 1949 og mótmæli brutust út við Alþingishúsið á Austurvelli sem enduðu með því að lögreglan beitti táragasi til að leysa þau upp. Heimsfriðurinn var viðkvæmur. Hin nýju stórveldi, Bandaríkin og Sovétríkin, treystu ekki hvort öðru, sambandið þeirra á milli stirðnaði og kólnaði. Þegar Kóreustríðið braust út árið 1950 þá var það dropinn sem fyllti mælinn og hið brothætta samband stórveldanna breyttist í „kalt stríð“ sem stóð yfir í um hálfa öld. Þessi staða kallaði á endurskoðun á stöðu íslands og skrifuðu íslensk og bandarísk stjórnvöld undir varnarsamning árið 1951. Þar var m.a. samið um að Banda- Jólatrésskemmtun haldin á vegum hersins í Ungó árið 1953. Yfirmaður hjá hernum ávarpar samkomuna en að baki honum stendur Helgi S. Jónsson sem túlkur. Myndir á þessari opnu komafrá Víkurfréttum og Byggðasafni Reykjanesbcejar. FAXI 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.