Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 8

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 8
ríkjamenn myndu byggja upp varanlega herstöð við Keflavíkurflugvöll. Kefla- víkurstöðin starfaði óslitið í 55 ár en árið 2006 var henni lokað. Keflavíkurstöðin Helsta viðfangsefni stöðvarinnar var, fyrir utan rekstur Keflavíkurflugvallar, að reka samfélag og fjölbreytta þjónustu við allar deildir varnarliðsins. Starfsemi stöðvarinnar var skipt upp í nokkur svið sem skiptu á milli sín verkefnum við að reka alla þætti samfélagsins á Vellinum og stöðvarinnar samkvæmt hugmyndafræði hers og borg- aralegra yfirvalda í Bandaríkjunum um gott umhverfi herstöðva. Hermenn voru að meðaltali um 3000 og annað eins bættist við með borgaralegum starfsmönnum og fjölskyldum hermanna. Þannig taldi byggðakjarninn vel í kring- um 6000 íbúa og var lengi sjötti stærsti þéttbýliskjarni landsins. Hver hermaður dvaldi frá einni viku upp í nokkur ár í stöðinni. Samanlagt má því gera ráð fyrir að um 200 þúsund Bandaríkjamenn hafi dvalið á Vellinum í lengri eða skemmri tíma á þeim 55 árum sem stöðin var starf- rækt. Hersveitir varnarliðsins sem komu hingað voru til að byrja með, að mestu skipaðar einhleypum karlmönnum. Það breyttist smátt og smátt, fjölskyldufólki fjölgaði og kvenkyns hermönnum. Við afnám herskyldu í Bandaríkjunum árið 1973 varð herinn að keppa um starfs- krafta. Áhersla hersins á góðan aðbúnað fjölskyldufólks jókst til dæmis mjög mikið. Þessi þróun var augljós á Vellinum, yfirbragðið breyttist, fjölbreyttari og viðameiri þjónusta var veitt og framboð af húsnæði fyrir fjölskyldufólk jókst. Kalt stríð Á íslandi var kalda stríðið háð víðsvegar í samfélaginu, m.a. í sölum Alþingis og á síðum dagblaðanna. S jaldan voru stóryrðin spöruð. Bandaríska herstöðin á Miðnesheiði varð táknmynd hernaðarveldis vestur- veldanna og afstöðu íslands í hinu kalda stríði. Andstæðingar þeirrar stefnu beindu því sjónum sínum að henni og fjölmargar Keflavíkurgöngur voru gengnar milli Keflavíkur og Reykjavíkur til að krefjast úrsagnar úr NATO og þess að herinn færi. Þótt herstöðin hafi verið þáttur í köldu stríði Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum, þá var andstaðan gegn henni hér á landi ekki aðeins af heimspólitískum ástæðum, 8 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.