Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 9

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 9
hún var ekki síður af þjóðernislegum toga. Suðurnesjamenn skipuðu sér í flokka með eða móti, til dæmis beitti Ungmennafélag Njarðvíkur sér sérstaklega gegn herstöðinni meðal annars með þjóðernislegum rökum, fsland fyrir íslendinga. Fall Sovétríkjanna á níunda áratug 20. aldar markaði endalok kalda stríðsins. Áhrifanna gætti um allan heim og hér á landi hóf bandaríski herinn að draga úr viðbúnaði sínum. Orrustuflugvélunum var fækkað í áföngum og rekstri AWACS ratsjárflugvélanna var hætt árið 1992. Þremur árum seinna var 57. orrustu- flugsveit flughersins lögð niður eftir um 40 ára starf. Árið 2003 var landgöngulið flotans kallað heim. Útgerð skipa- og kafbátaleitarflugvéla flotans var hætt árið 2004. f mars árið 2006 ákvað Bandaríkja- stjórn að herinn yrði kallaður heim frá íslandi og var stöðinni lokað 30. septem- ber 2006. Stuðst var við ritið, Frá heimstyrjöld til herverndar eftir Friðþór Eydal og ísland í hers höndum eftir Þór Whitehead. Sigrún Ásta Jónsdóttir. Herstöðin lokar, 30. september 2006. Myndirá þessari opnu komafrá Víkurfréttum og Byggðasafni Reykjanesbœjar. FAXI 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.