Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 12

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 12
Húsakynni Keilis á Ásbrú. Ljósmynd Svanhildur Eiríksdóttir. Aldrei á íslandi hafði það gerst að heilt byggðalag hafi verið lagt niður í einni svipan og útfrá hlutfalli af mannfjölda er það verkefni sem Kadeco stóð frammi fyrir mjög stórt á heimsmælikvarða. Kjartan Þór segir að í grunninn sé um að ræða eitt risavaxið fasteignaþróunarverkefni og eitt það allra stærsta sem unnið hefur verið að á íslandi. „Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur verið gert í heiminum, þannig að við skoðuðum mjög vel sambærileg svæði annarsstaðar. Við vorum ekkert sér- staklega að velta fyrir okkur herstöðvum, við skoðuðum miklu frekar sambærileg svæði með sambærilega möguleika," segir Kjartan Þór. Hluti af þessari vinnu var farin af stað hjá Reykjanesbæ undir forystu Árna Sigfússonar þáverandi bæjarstjóra, þegar ljóst var hvert stefndi, að sögn Kjartans. Þar var lögð sérstök áhersla á að skoða lokun herstöðva og var niðurstaðan úr þeirri vinnu að þeim mun stærri hluti einkafram- taks sem náðist inn á svæðið, þeim mun jákvæðari varð uppbyggingin og þeim mun líklegra að vel myndi takast til. Einka- framtakið virkir sem sterkur kraftur fyrir þróunina og hafi þau vaxtaáhrif sem verið er að sækjast eftir. Því fylgi viðskipti inn á svæðið og fyrirtækin fari að byggja upp út frá sínum forsendum, það virki betur en þegar farið er að troða stofnunum inn á svæðin. í framhaldi af þessari vinnu var farið í mikla greiningarvinnu þar sem m.a. var skoðað hvað gert var á sambærilegum svæðum annarsstaðar í heiminum sem hefðu sambærileg tækifæri og hvað mætti læra af því. „Við fengum ráðgjafa á ólíkum sviðum til að vinna mismunandi úttektir og í framhaldinu var mótuð stefna þar sem áherslan í uppbyggingunni varð á ákveðn- um þáttum í tengslum við orku, heilsu og samgöngur. Fyrsta þróunarverkefnið var síðan stofnun Keilis sem ætlað var að verða ákveðinn grundvöllur undir frekari þróun og sem tenging atvinnulífs við rannsóknir og fræði.“ Ásbrúardagar. Ljósmynd Víkurfréttir. Leifsstöð með tengipunkta til jafns við milljónaborg Auk þessa veganestis hafði Kjartan Þór í BA ritgerð sinni í viðskiptafræði fjallað um tækifærin á Reykjanesi í flutningatengdu tilliti. Hann hafði því skoðað vel hvaða tækifæri fælust í flugvelli sem væri vel tengdur og hefði ákveðna möguleika til vaxtar. „Ein af þeim greiningum sem voru gerðar fól í sér samstarf milli sveitarfélaganna á svæðinu, Kadeco, ráðuneyta og allra þeirra sem unnu innan flugvallarsvæðisins. Sú greining fól m.a. í sér vinnu við viðmið- unarskýrslu (e. benchmarking) sem gæti virkað sem stefnumótunartól fyrir svæðið til lengri tíma litið. Þar voru teknir nokkrir flugvellir og módelin á bak við þá greind, þ.m.t. hvernig sambærileg félög væru upp byggð, hver væru viðfangsefni þeirra, hvaða svæði þau væru að vinna með og færð voru rök fyrir því hvers vegna tiltekið módel væri betra en annað. Sú skýrsla var unnin af Price Waterhouse Cooper í Belgíu. Niður- staða hennar er grunnurinn að því módeli sem Kadeco byggir á og höfum við alla tíð unnið eftir henni.“ Kjartan Þór segir að módelið sem félagið sé að horfa til sé sambærilegt því sem er rekið við Schiphol flugvöll í Amsterdam. „Ég held að margir átti sig ekki endilega á því, að tækifærin sem við höfum hér á íslandi, með svona vel tengdan flugvöll, eru svo miklu stærri en stærð samfélagsins okkar segir til um. Yfir- leitt eru 300 þúsund manna samfélög með eina til tvær flugtengingar. En að vera með upp undir 80 flugtengingar eða áfangastaði, eins og staðan er á Keflavíkurflugvelli, opnar þróunartækifæri fyrir svæðið sem eru sambærileg þeim sem finna má í mun stærri samfélögum. Til að mynda við Schiphol flugvöll í Hollandi. Það sem er að gerast þar er að fyrirtæki sem þurfa á þessum tengingum að halda, bæði til að flytja vörur og fólk, sækja í að vera nálægt þessum 12 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.