Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 16

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 16
í raun og veru hafa haft það betra en þeir hefðu annars haft, vegna þess að þetta verk- efni var til staðar." Kjartan Þór telur að þessi niðurstaða, rúmir 10 milljarðar í hreinan hagnað sé mun betri niðurstaða en margir héldu. Það sé hins vegar ekki allt, því mörg fjárfest- ingaverkefni á svæðinu hafi skilað miklu virði inn í samfélagið sem ekki hefði orðið ef þetta verkefni hefði ekki komið til. „Ég hef nefnt gagnaver Verne. Við höfum verið að skjóta á að fjárfestingin sem þar er, bæði það sem þeir eru að gera og svo þessi búnaður sem er verið að setja upp, að það séu á milli 50 og 70 milljarðar. Stór partur af því er þjónusta sem þau eru að kaupa hér á svæðinu. Sömu sögu má segja af Alga- líf, fjárfesting þeirra er uppá 5 milljarða fram að þessu. Öll uppbyggingin í Keili og fleiri verkefni hafa jafnframt skapað störf og þannig tekjur inn í samfélagið. Ef þær raddir sem heyrðust í upphafi og reyndar á siðari stigum verkefnisins líka, um að það eina rétta hefði verið að jafna svæðið við jörðu hefðu orðið ofaná þá hefði samfélagið farið á mis við þetta innflæði. Á tímabili má segja að þetta hafi verið eina alvöru verkefnið sem var í gangi. Á meðan við gengum í gegnum verstu kreppuna má segja að upp að vissu marki hafi verkefnið haldið ákveðnum hlutum nærsamfélagsins á floti.“ 10 milljarðar á 10 árum. Hvað með framhaldið á þessum tímamótum, hvernig sérðu það? „Við störfum samkvæmt þjónustusamn- ingi við ríkið. Þegar varnarliðið var hérna þá var það auðvitað með þessar byggingar sem hér eru en það var líka með gríðarlega mikið land sem liggur kringum flugvöllinn. Þegar Kaninn fer þá er svæðinu skipt upp í þrjár einingar, A, B og C svæði. A svæðið er flugvöllurinn, B svæðið er öryggissvæðið sem er innan flugvallargirðingarinnar og C svæðið er allt fyrrum varnarsvæðið sem nú er utan flugverndarsvæðisins. Alls er svæði C um 50 ferkílómetrar sem er gríðar mikið land og umlykur flugvöllinn. Til að átta sig á umfanginu er ágætt að hugsa til þess að byggðin hér á Ásbrú er á um einum ferkílómetra, þannig að þetta er mjög stórt. Allt þetta land er falið Þróunarfélaginu til umsýslu þannig að við erum bæði að höndla með þær byggingar sem hér eru og þetta land fyrir hönd ríkisins og komum fram sem formlegur eigandi þess á þessum eignum. Það er búið að byggja upp mikla þekkingu á markaðssetningu svæðisins og búið að fjárfesta, eins og ég nefndi áðan, fyrir gríðarlega háar tölur á undanförnum árum. En á endanum þá er þetta auðvitað pólitísk ákvörðun um hvað verður gert. í hvaða formi ríkið vilji hafa þessi þróunar- mál og með hvaða hætti það vilji sjá hvernig þessum verðmætum á svæðinu verði um- breytt á næstu árum. Auðvitað eru margar ólíkar leiðir en það sem við erum að horfa til eru þessi sambærilegu módel sem ég hef verið að vísa til, eins og við Schiphol flug- völl. Þar er sterkt félag sem sér um að um- breyta landi í verðmæti. Þegar svona mikið framboð er á landi, þá er til skamms tíma landvirðið mjög lágt. En það sem við höfum verið að líta til er að með vel skipulögðum aðgerðum er hægt að auka landvirðið gríðarlega og ná bæði ábatasamari starfsemi inn á svæðið sem og meiri verðmætum út úr landinu. Og það er það sem við teljum okkur vera sérfræðinga í að gera,. Það eru tillögur hjá ríkinu varðandi áframhaldið, með hvaða hætti yrði höndlað með þessar eignir á næstu árum.“ Horft til Reykjanessins alls sem heild Kjartan Þór segir alla stefnumótunar- vinnuna hafa gengið út á að vinna með möguleika Reykjanesskagans í heild. Þannig hafi félagið nálgast stóru gagnaversfyrir- tækin, sem hafa vilja byggja upp gangaver á íslandi, með þeim hætti að bjóða þeim land sem er jafnvel ekki innan þeirra umsýslu. „Það land sem við höfum til umsýslu er innan þriggja sveitarfélaga, Garðs, Sand- gerðis og Reykjanesbæjar. En við höfum líka verið í samstarfi við Grindavík og Voga um að bjóða möguleika þar því við höfum hags- muni af því að landa þessum samningum inn á svæðið í heild og bjóðum því eins víðtæka kosti og hægt er. Það sama á við um alla okkar stefnumótun, að hún hefur aldrei gengið út á að einblína bara á þetta svæði, hún hefur gengið út á að horfa á tækifæri Reykjanessins alls og með hvaða hætti, eins og ég nefndi með þjónustu og ýmis afleidd tækifæri sem væri hægt að þróa og byggja annarsstaðar en hjá okkur. Þannig að við höfum aldrei verið að horfa á að allur ábati af því sem við erum að gera myndi enda hér heldur miklu frekar að hann myndi skila sér með dreifðum hætti um svæðið. Öll okkar stefnumörkun gengur út á að efla svæðið sem heild. Þannig að það er gríðarlegt virði fyrir alla að halda áfram að þróa þetta svæði. En það er mjög auðvelt að klúðra þessum tækifærum og það þarf að vinna þetta á mjög markvissan hátt. Lykilatriði er að fá alla aðila saman í að þróa þessi tækifæri. Hættan sem við höfum dæmi um erlendis frá er sú að ef ekki er samstaða um þessa þróun skemma mismunandi hags- munaðilar tækifærin fyrir hver öðrum.“ Við Ijúkum samtalinu aðeins á spjalli um möguleikann áfrekari umsvifum Banda- ríkjahers á öryggissvœðinu í tengslum við aukna loftrýmisgœslu, eins og raddir hafa verið upp um að undanförnum ogþá í hvaða formi Kjartan sjáiþá uppbyggingu? „Mér þætti það alls ekki ólíklegt að það geti orðið uppbygging hér á vegum Banda- ríkjahers og það er ljóst að þeir eru að taka ákveðin skref í þá átt. Þeir eru komnir með fjárveitingar í endurbætur á mannvirkjum sem þeir ætla að nýta.“ Kjartan Þór segir nokkrar byggingar á öryggissvæðinu innan flugvallarins vera skráðar á Mannvirkjaskrá Nató, sem þýði að Nató hafi lagt til peninga til að reka þær og viðhalda og hafi því yfirráð yfir þeim, en íslenska ríkið hafi þær skyldur að halda þeim við. Byggingarnar hafi verið nýttar í loftrýmiseftirliti Banda- ríkjahers og hluti þeirra er íbúðarhúsnæði sem erlendir hermenn nota þegar þeir hafa verið hér við eftirlit. „Ég held hins vegar að öll umræða um að þeir séu að koma til baka í þeirri mynd sem var, sé ekki endilega í takt við nútímann. Það má ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þeir ráku svona stóra stöð hér var að þeir þurftu að sjá sér fyrir allri þjónustu sem þeir þurftu á að halda. Þeir ráku sínar mat- vöruverslanir, voru með skóla, strætó, allar þjónustu varðandi síma og varðandi hitt og þetta sem þeir þurftu. Þorpið sem hérna var má líkja við íslenskt sjávarþorp með fjóra skuttogara og alla þjónustu sem tengist því að gera þá út. Hér voru fjórar herþotur og öll sú þjónusta sem tengdist því að gera þær út. I' dag þegar þeir eru að opna stöðvar með jafnvel svona fjórum herþotum, sem er bara svipað og þeir eru að koma með hér í loftrýmisgæsluna og þeim fylgja allt 120 manns, þá eru þeir jafnvel að kaupa megnið af þjónustunni af heimamönnum. Þeir eru ekki að reka sínar eigin matvöruverslun og gera hitt og þetta og jafnvel hluti af því fólki sem er að þjónusta þá býr niður í bæ og verslar í Bónus,“ segir Kjartan Þór Eiríksson að lokum. Faxi heldur áfram með umræðuna um Reykjanessvæðið, uppbygginguna og ímyndina í samtali við Þuríði Halldóru Aradóttur verkefnastjóra Markaðsstofu Suðurnesja og Kristján Hjálmarsson og Sváfnir Sigurðarson sem fara fyrir ímyndar- herferðinni „Reykjanes - Við höfum góða sögu að segja." 16 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.