Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 20

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 20
Halla María Svansdóttir Hjá Höllu Grindavík. Úr myndasafni H:N Markaðssamskipta. V I Ð HÖFUM GÓÐASÖGU AÐ SEGJA Kristján Hjálmarsson og Sváfnir Sigurðarson eru þeir starfsmenn H:N Markaðssamskipta sem hafa haft umsjón með ímyndarverkefninu „Reykjanes - Við höfum góða sögu að segja.“ Þeir voru fyrst spurðir að því hvernig ímyndar- herferðin hafi farið fram? Við hjá H:N Markaðssamskiptum leggjum mikið upp úr því að geta mælt árangur herferðanna okkar. Til að átta okkur betur á stöðunni og því viðhorfi sem ríkir í garð Reykjanessins gerðum við við- horfskönnun meðal landamanna til lands- hlutanna. Samkvæmt könnuninni eru 64% landsmanna jákvæðir í garð Reykjanessins, sem við fyrstu sýn virðist nokkuð gott. Því miður ríkir þó langminnsta jákvæðnin í garð Reykjanessins, af landshlutunum sex sem við mældum. Höfuðborgarsvæðið er í næst fyrir ofan Reykjanesið en um 80% landsmanna eru jákvæðir í garð þess og á toppnum trónir Norðurland þar sem um 87% landsmanna eru jákvæðir í garð þess. Þá spurðum við einnig út í hvort lands- menn hefðu áhuga á að búa á Reykjanesinu eða starfa þar og rétt rúmlega fjórðungur landsmanna hefur áhuga á því. Fljótlega eftir að við fórum að skoða svæðið betur og kafa dýpra í verkefnið áttuðum við okkur á því að það eru margar ranghugmyndir um Reykjanes ríkjandi. Sem dæmi má nefna þá telja landsmenn að mikið atvinnuleysi ríki á Reykjanesi á meðan staðan er í raun og veru allt önnur. Hér vantar fólk til starfa. Þá telur fólk einnig að Reykjanesið sé ljótt en það er nú sennilega bara af því að fólk hefur ekki skoðað svæðið nema út um bílgluggann á leið sinni upp á flugvöll. Okkar vinna hefur snúið að því að leiðrétta þennan ímynda- halla - snúa við sýn landsmanna. Við vinnum eftir slagorðinu Reykjanes - við höfum góða sögu að segja! Við höfum því verið í því að finna allar þær góðu sögur sem leynast undir hverjum steini á Reykjanesi og koma þeim á framfæri við fjölmiðla. Er eitthvað sem hefur komið á óvart í vinnuferlinu? Það sem hefur komið okkur mest á óvart er hversu mikil gróskan er og hversu mikil uppbygging hefur átt sér stað hér á undanförnum árum. Það skiptir í raun ekki máli hvar við komum - alls staðar er eitthvað ótrúlega spennandi að gerast. Ferðaþjónustan hefur vissulega sitt að segja á svæðinu en fólk áttar sig ekki á öllum hinu fyrirtækjunum sem hafa verið að gera magnaða hluti. Fyrirtæki úr tækni-, lyfja-, mennta-, flutningageiranum og svo mætti lengi telja. Það skiptir eiginlega ekki máli hvar við stingum niður fæti- þetta er samfélag sem er í gríðarlegri mótun og tækifærin hérna ótrúlega spennandi. Þá er einnig ótalið allt það frumkvöðlastarf sem unnið er á svæðinu hvort sem er hjá fyrir- tækjum eða einstaklingum. Ibúar Reykjanessins láta líka ótrúlega vel af svæðinu og þeim líður augljóslega vel hérna. Það fyndna við þetta er kannski að ég og Sváfnir Sigurðarson, kollegi minn af H:N sem hefur unnið með mér að verk- efninu, höfum báðir tengsl við Reykjanesið. Pabbi og fjölskylda hans hafa búið hér um árabil og nú er dóttir mín flutt á svæðið. Tengdafjölskylda Sváfnis er einnig úr Kefla- 20 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.