Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 21

Faxi - 01.10.2016, Blaðsíða 21
f vík. Þrátt fyrir að hafa komið ótal sinnum á Reykjanesið áttuðum við okkur á því að við vorum sjálfir ekki nægilega vel upplýstir um svæðið. Við höfum svo sannarlega þurft að éta það ofan í okkur. Ég leyfi mér eiginlega að fullyrða að hvergi á landinu hafi jafn mikil uppbygging átt sér stað og á Reykjanesi og hvergi eru tækifærin jafn mikil og hér. Hvað einkennir svæðið, þegar þið hafið farið yfir sviðið? Það sem einkennir svæðið fyrst og fremst er sú mikla uppbygging og sú gróska sem hefur átt sér stað á svæðinu síðustu ár - sérstaklega þau allra síðustu. Reykjanesið gekk vissulega í gegnum tvö efnahagshrun, fyrst þegar herinn fór og svo sjálft efna- hagshrunið, svo staðan hér var erfiðari en annarsstaðar. En síðan þá hefur vöxturinn verið gríðarlegur og það hefur verið ótrúlegt að sjá þessa fjölbreyttu atvinnu- starfsemi sem hér vex og dafnar. Hvernig hafið þið unnið úr þessari vinnu? Hvernig koma samfélags- miðlar og fréttaveitur inn í verkefnið varðandi birtingarform? Við byggjum verkefnið í raun á þremur þáttum. 1 fyrsta lagi að finna allar þær góðu fréttir sem eru á svæðinu og koma þeim á framfæri við fjölmiðla. Það geta verið fréttir af sveitarfélögunum, fyrir- Feðgarnir Stefán Sigurðsson ogSigurður Stefánsson í tækjum eða einstaklingum eða þess háttar. Þessar fréttir höfum við svo birt á heima- síðu verkefnisins, www.reykjanes.is, og á Facebooksíðu verkefnisins: Reykjanes - Við höfum góða sögu að segja. Við erum alltaf í leit að góðum sögum og hvetjum fólk til að senda okkur línu um góðar sögur af svæðinu á netfangið frettir@ visitreykjanes.is. Allar ábendingar eru vel þegnar. Meðfram þessu erum við keyra auglýs- Vitanum Sandgerði. Úr myndasafni H:N Markaðssamskipta. ingar í sjónvarpi og á netmiðlum, bæði hefðbundnum sem og samfélagsmiðlum, til að auglýsa svæðið og sýna hversu blómlegt lífið er hér á svæðinu. Þriðji þátturinn í herferðinni okkar eru svo viðburðirnir á Reykjanesi, sbr. Sjóarinn síkáti, Ljósanótt o.s.frv. Það eru frábærir viðburðir sem eiga sér stað á Reykjanesi, nánast í hverjum mánuði, sem laða að fjölda fólks og gera lífið svo sannarlega skemmtilegri. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis FAXI 21

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.