Faxi

Árgangur

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 5

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 5
Halldórsdóttir, Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir og Sveinn Ólafur Magnússon, öll kennarar við skólann. Keppnin á íslandi samanstóð af nokkrum verkefnum sem Myllarnir leystu vel af hendi. Þau lönduðu sigri fyrir rannsóknar- verkefni sitt sem snérist um að finna lausn á því vandamáli sem fylgir því þegar ókunn- ugir kettir koma inn í hús til fólks, en þema keppninnar í ár var einmitt „Animal allies" eða samskipti manna og dýra. Þau voru í öðru sæti í vélmennakappleiknum með vélmenninu sem þau hönnuðu og smíðuðu, og voru svo líka tilnefnd í efstu þrjú sætin í hönnun og forritun vélmennisins og fyrir liðsheildina. Eftir þetta góða gengi stóðu þau uppi sem sigurvegarar keppninnar og vöktu þau mikla athygli. Dómarar höfðu orð á því hversu kröftug og sterk liðsheild þeirra væri. Ekki aðeins unnu þau vel saman, heldur voru þau öll eins klædd og greidd og virkilega samtaka í öllu, sem gerði liðsheildina enn sterkari. Það sama var upp á teningnum í Noregi, öll klæddust þau fagurrauðum flíspeysum og svörtum húfum sem 66°Norður styrktu þau með, en rauður er einmitt litur Myllubakkaskóla. Keppnin í Noregi fór öll fram á Skandinavísku en þar sem Myllarnir eru bara rétt að byrja að nema dönsku fengu þau að tjá sig á ensku. Kynningin og öll samskipti fóru þvi fram á ensku svo þýða þurfti allt efnið og æfa flutning á enskri tungu. Jafnframt bættist við ein þraut sem þau þurftu að undir- búa frá grunni en það var markaðssetning verkefnisins og keppendanna sem fór fram í sýningarbás á keppnissvæðinu. Svanhildur Eiríksdóttir hitti nemendur og þjálfara eftir sigurinn á íslandi en áður en keppnin í Noregi fór fram. Aðeins ferðasag- an frá Noregi kom að lokinni keppni þar. Púsla saman nemendum með ólíka styrkleika I vor barst Myllubakkskóla og öðrum grunnskólum landsins bréf þar sem þessi árlega First Lego League keppni var kynnt. Myllubakkaskóli hafði keppt nokkrum sinnum áður, síðast fyrir nokkrum árum og sagði íris að pósturinn hefði kveikt í sér. Henni fannst hann hafa kallað á tilbreyt- ingu í starfinu sem snúist að miklu leyti um svipaða hluti ár eftir ár. „Mig langaði svo til að prófa eitthvað annað svo ég spurði hvort ég mætti gera þetta og dró með mér þau tvö [innskot: Svein og Ingibjörgu]. Við fórum ekkert lengra með þetta til að byrja með heldur skráðum okkur og borguðum stað- festingargjald, en biðum svo til hausts með að ákveða hvað við ætluðum að gera. Við þurftum að byrja stax þegar skólinn hófst að hausti því tíminn var naumur," segir Iris. Við tók töluverð vinna við að lesa sig í gegnum reglur og leiðbeiningar og segir íris þau hafa verið nokkuð lengi að átta sig á heildapakkanum, um hvað þetta snérist og til hvers var ætlast af þeim. „Samhliða því fórum við í að finna okkur aðstöðu í skólanum og draga fram keppnisborðið sem samstarfsmenn okkar og forverar í keppninni smíðuðu fyrir einhverjum árum. Svo fengum við send keppnisgögnin sem eru ótalmargir pokar af legoþrautum sem þurfti að kubba saman. Vélmennið okkar gamla var orðið lúið og lélegt svo það þurfti að fjárfesta í nýju og það þurfti að velja vel. Svo þurfti að velja krakka til að keppa í keppninni og það var verk sem tók góðan tíma. Það er alltaf erfitt að velja bara nokkra krakka og því var farin sú leið að margir starfsmenn komu með tillögur og svo var vegið og metið og púslað saman nemendum með ólíka styrkleika. Eftir miklar pælingar stóðum við uppi með þennan hóp.“ Þema keppninnar var samspil manna og dýra I septemberlok var orðið ljóst hvaða nem- endur myndu taka þátt í keppninni fyrir hönd skólans. Sveinn hafði reynslu í að kenna Lego í öðrum skóla í Reykjanesbæ og sagðist vita út á hvað vélmennahluti keppninnar gengi, en annað hafi algjörlega verið þjálfurum og keppendum óljóst. „Það

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.