Faxi

Árgangur

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 7

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 7
Var þetta aldrei erfitt? „Ekki til að byrja með en aðeins þegar fór að líða á, þegar illa gekk með vélmennið til dæmis. En svo unnum við í því að finna styrkleika hvers annars. Strákarnir fóru á endanum meira í vélmennið meðan stelpurnar héldu meira utan um rann- sóknarverkefnið. Þannig fúnkeraði liðið vel.“ Þau segja að vélmennið hafi ekki alltaf virkað nógu vel, það klessti bara á og gerði stundum eitthvað allt annað en það átti að gera svo æfingarnar hafi stundum tekið á taugarnar. „Við hringdum í einn af umsjónarmönnum keppninnnar og athuguðum hvort hann vissi hvað væri að daginn fyrir keppnina á Islandi því ekkert gekk þá eins og átti að gera. Við vorum að til miðnættis en það var ekkert að ganga svo hann bauðst til að hitta okkur rétt fyrir keppni á laugardeginum til að kíkja á vélmennið. Skipt var um hjólabúnað þess korter í keppni og þá gekk betur. Við tókum hins vegar mikla áhættu með þessu því við þurftum að rífa vélmennið allt í sundur og setja það saman aftur. Aðrir keppendur ráku líka upp stór augu þegar þeir gengu fram hjá okkur á keppnis- daginn, eins og þeir væru að spyrja: bíddu, eigið þið að vera að gera þetta núna? Þegar kom að keppninni sáum við hins vegar að það gekk á ýmsu hjá hinum liðunum líka í þrautabrautinni, svo það var eiginlega bara spurning um hvaða liði gekk best.“ I fyrstu umferð fékk liðið t.d. 0 stig en þau létu það ekki brjóta sig niður enda voru öll lið að lenda í einhverjum hremmingum. Að auki þurftu þau að henda sér í að kynna rann- sóknarverkefnið svo það var enginn tími til að vera að velta sér upp úr þessu. Voruð þið strax ákveðinn í því hvernig þið vilduð vinna það? „Ja, nei ekki endilega. Við vorum ákveðin í því að hafa það listrænt og frumlegt til að eiga meiri möguleika á að vinna. Svo er kennarinn okkar [Iris] að vinna mikið í leiklist, dansi og söng og hún hjálpaði okkur í að vinna með leikræna þáttinn og gera þetta frumlegt.“ En vissuð þið að enginn œtlaði að gera svona? „Nei, við gátum náttúrulega ekki vitað hvað hinir ætluðu að gera en við leituðum að efni á netinu og það eina sem við sáum var lesinn flutningur eða glærusýning svo við ákváðum að fara allt aðra leið.“ Var aldrei neitt mál að syngja framsetninguna? „Nei, okkur finnst þetta svo gaman. Svo hefðum við aldrei viljað bara standa og Hverniggekk rannsóknarverkefnið? „Það gekk rosalega vel. Strax eftir það verkefni kom einn af skipuleggjendum keppninnar, sem hafði verið að horfa, til að hrósa okkur og láta okkur vita hversu vel við hefðum staðið okkur. Þá vorum við svo glöð.“ Allir í Conversskóm fyrir liðsheildina, Ljósm. Myllubakkaskóli. FAXI 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.