Faxi

Árgangur

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 22

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 22
Hallgrímur Th. Björnsson og Gerður Sigurðardóttir handavinnukennari voru samverkafólk Hermanns til margra áratuga. Þessi mynd afþeim hjónum Ingu og Hermanni er tekin árið 1955 - árið sem Guðmundur Einar fœddist. Mummi situr ífangi móður sinnar og síðan koma Karl Sigmar, Eiríkur og Þorbjörg. annars hafa stjórnað leikfimitímum bekkjar- félaga sinna. Sú nákvæmni og aðhaldsemi sem þessar glósubækur sýna fylgdi honum æ síðan og sýnir ein bókin t.d. nákvæmt heim- ilisbókhald frá fyrstu árunum í Keflavík. Fjölskylda Hermanns Eins og áður sagði kvæntist Hermann Ingi- gerði Þorsteinu í júní árið 1941. Hún var frá Reykjavík og voru foreldrar hennar þau Sigmundur Rögnvaldsson fisksali og inn- fæddur Reykvíkingur og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Stóru-Brekku í Skagafirði. Heimili þeirra hjóna var að Nönnugötu lOa. Fyrsta barn Hermanns og Ingigerðar dó við fæðingu 1941 en upp komust fjögur börn og eru það þau Þorbjörg, f. 2. október 1942, Karl Sigmar, f. 8. mars 1945, Eiríkur, f. 1. janúar 1951 og Guðmundur Einar f. 31. júlí 1955. Fyrstu árin í Keflavík bjó fjölskyldan í leiguhúsnæði en 1947 keyptu þau hjón húseign að Hafnargötu 73 af Ara Árnasyni. Sóltún 1, efri hœð, var lengstum heimili Hermanns ogjjölskyldu hans. Kvisturinn er síðari tíma viðbót. Húsið var þá einnar hæðar en um 1950 var önnur hæð byggð þar ofan á. Árið 1962 keypti Keflavíkurbær efri hæð í húsinu við Sóltún 1 sem skólastjóraíbúð og flutti þá fjölskyldan þangað. Ákvörðun fyrir lífstíð Sama ár og Hermann útskrifaðist sem kennari réði hann sig að Barnaskólanum í Keflavík og fluttu þau hjónin til Keflavíkur 12. október 1941. Skólastjóri var þá Guð- mundur Guðmundsson, síðar sparisjóðs- stjóri Sparisjóðsins í Keflavík, og tók Hermann við skólastjórn af Guðmundi árið 1946 en þá hafði Guðmundur gegnt því starfi í tuttugu og fimm ár. Það átti síðan fyrir Hermanni að liggja að að gegna skóla- stjórastarfinu til dauðadags eða í 28 ár. Árið 1943 tók hann jafnframt við skólastjórn í Iðnskóla Keflavíkur en Iðnsveinafélag Keflavíkur hafði stofnað skólann árið 1935. Starfsemi Iðnskólans hafði legið niðri frá árinu 1937 en var endurvakin undir stjórn Hermanns. Jafnframt því að stjórna skól- anum kenndi Hermann íslensku, dönsku og fríhendisteikningu. Kennslan fór fram á kvöldin þegar venjulegum vinnudegi var lokið svo vinnudagur skólastjórans hefur verið æði langur. Gríðarleg aukning nemendafjölda Nemendur Barnaskólans í Keflavík voru rúmlega 200 við upphaf skólastjóraferils Hermanns en voru um 1100 er honum lauk. Þegar Hermann kom til starfa við skólann var kennt í skólahúsinu við Skólaveg en það hús var tekið í notkun árið 1911 og var þá fyrir um 40 nemendur. Augljóslega var því það húsnæði orðið allt of lítið og því þurfti að kenna á ýmsum stöðum svo sem í Sjálf- stæðishúsinu sem var reyndar á næstu lóð og einnig í Verkó sem var við Túngötuna. Það kom í hlut Hermanns að vera í þeirri forystusveit sem kom að byggingu nýs skóla. Það voru skiptar skoðanir um það hvar nýi skólinn skyldi rísa en að lokum sættust menn á að byggja hann við Sólvallagötu og er óhætt að segja að sú staðsetning hafi verið vel valin. Samhliða því hversu ófullnægjandi kennslu- húsnæðið var þá þurfti einnig að glíma við auknar kröfur sem sköpuðust vegna nýrra fræðslulaga sem sett voru árið 1946. Ekki hvað síst krafan um að unglingar skyldu eiga kost á að hefja undirbúning að frekara námi í sinni heimabyggð. I kjölfarið færðist unglingafræðsla til barnaskólans sem jók enn á húsnæðisvandann. Nýr barnaskóli byggður Teikningar að hinum nýja skóla voru til- búnar árið 1947 og hófst bygging hans árið eftir. Bygging skólans sóttist seint og var hin nýja skólabygging ekki tekin í notkun fyrr en í febrúar 1952. Á þessum árum var mikill uppgangur í Keflavík því bæði var þá mikil bátaútgerð og einnig var mikil vinna á vegum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fylgifiskur alls þessa var að til Suðurnesja varð algert stórstreymi fólks hvaðanæva af landinu með tilheyrandi fjölgun í barna- skólunum. Hinn nýi barnaskóli með sínar tólf kennslustofur varð því brátt of lítill enda hýsti hann bæði nemendur Iðnskóla Keflavíkur og nemendur hins nýstofnaða Gagnfræðaskóla Keflavíkur sem þó fluttust í gamla skólann við Skólaveg haustið 1954. Það liðu því ekki mörg ár þar til viðbygging var reist við nýja skólann. 22 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.