Faxi

Árgangur

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 30

Faxi - 15.12.2016, Blaðsíða 30
Sjólyst, söguhús Unu í Garði Húsið Sjólyst í Garði stendur á fjöru- kambinum í Gerðahverfi gegnt litlu bryggjunni og með fjöruna nánast við hús- vegginn. Sjólyst sem í daglegu tali er oft nefnt Unuhús var byggt árið 1890. Húsið smíðaði Andrés Árnason sem var kallaður sjómaður og eru miklir aflamenn í ættboga hans. Viðinn í húsið keypti hann úr Jamestown strandinu en það strandaði fullhlaðið timbri við Hafnir á Suðurnesjum þann 26. júni 1881. Mörg hús á Suðurnesjum eru byggð úr þessum farmi. Andrés byggði einnig úr viðinum húsið Efri Sjólyst en það er horfið fyrir löngu síðan. Una Guðmundsdóttir eða Völva Suðurnesja eins og hún var oft kölluð, bjó í húsinu frá um það bil 1927 til dauðadags 1978. Stefán bróðir hennar keypti húsið af Andrési og bjó þar að minnsta kosti tímabundið en hann lést árið 1967. Stefanía fósturdóttir Unu bjó þar einnig. Árið 1950 var byggt við húsið. Þegar Una lést arfleiddi hún Gerðahrepp eða Sveitarfélagið Garð að húsinu. Ibúasaga hússins er ekki öll þekkt, en t.d. hafði Nesfiskur í Garði afnot af húsinu fyrir starfsmenn sína um árabil. Sáu þeir eða leiguhafi um viðhald hússins. Má geta sér þess til að öðrum kosti væri Sjólyst 30 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.