Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 3

Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 3
HANN Jón Oddgeir, sem allir skátar þekkja, hann er ljóta plágan, og snið- ugri eru fáir. Hann kemur til mín og biður mig að skrifa einhverskonar hugvekju í næsta „ÚTI“ og það tveim mánuðum áður en blaðið á að koma út, svo að jeg vara mig ekki á pessu og er auðvitað svo ljettúð- ugur að lofa pví. Nú er komið í eindaga og jeg ekki farinn að skrifa hugvekjuna. Skátar, pekkið pið nokkuð leiðinlegra verk en að lesa hugvekjur, ef pið lesið pær, sem jeg efast um, og dæmi jeg par frá sjálfum mjer. Jeg les aldrei hugvekjur og um góðan árangur peirra efast jeg um, að minsta kosti hefi jeg ekki altaf orðið mikið var við árang- ur af mínum hugvekjum, sem bæði Jón og aðrir hafa narrað mig til að skrifa. Hvernig var pað með húsverkin hennar mömmu ykkar fyrir jólin. Dað var eitthvað í pá áttina að tefja ekki fyrir í eldhúsinu — verkið væri ekki fólgið í pví að jeta matinn áður en hann væri búin til og þessháttar. — Á petta mintist jeg við ykkur í fyrra. Sumir vilja nú segja að lítið hafi frjest af þessum skátadygðum. En líklega eru pað pá ósann- indi og óhróður búin til af öfundsjúkum and- skátum (smb. andbanningur). Jeg fyrirgef ykk- ur, pó að mínar hugvekjur hafi borið lítinn árangur, pvi að pann tíma, sem pið hafið notað til að lesa þœr ekki, hafið pið auðvitað not- að til að vera úti í náttúrunni og alið ykkur upp í allskonar ípróttum. Margt má fyrirgefa peim skáta, sem er úti í frístundum sínum. Jeg ætla pví ekki að fara lengra út í pá sálma og birta minn innri spilta mann. Dótt jeg ef- ist ekki um að miklu rjettara væri að börn og unglingar væru úti að æfa líkama sinn að minsta kosti hálfan skólatimann, heldur en að hanga í óhollu lofti yfir bókum í skóla- stofunum, pá dettur mjer ekki í hug að segja petta til pess að fá ykkur til að skrópa eða að brjóta að öðru leyti skólareglur, en jeg hefði ekkert á móti pví, að kennarar ykkar notuðu hverja stund, sem þeir sæju sjer fært, til að fara með ykkur út undir bert loft. Dað hefir oft glatt mig að taka eftir pví, að marg- ir barnaskólakennarar hugsa eins og sýna pað einnig í verkinu. Qömlu úreltu kreddunum um að ekki eigi að hafa nema eina klukkustund handa lík- amsíþróttum á dag móti fimm stunda bóka- lestri verður ekki útrýmt í einu, en við skul- um vona að pað taki ekki altof langan tíma. Til að byrja með vonum við, að líkamsæfing- arnar fái helming allra kenslustunda. En pang- að til pví takmarki er náð, segi jeg, skátar, út, út, út, vetur sem sumar. Jeg óska „ÚTI“ og öllum röskum drengj- um gleðilegs vetrar og ekki hvað síst Jóni í tilefni af pví, að nú er blaðið hans „ÚTI“ orð- ið fimm ára.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.