Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 5

Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 5
ÚTI 3 beitin hatði pað í för með sjer, að nýgræð- ingurinn gat aldrei vaxið úr grasi og skóg- arnir gátu þess vegna ekki yngt sig upp. Dannig hafa víðáttumiklir og stórir skógar algerlega horfið, en pegar skógarnir eyddust, misti jarðvegurinn líka pann gróður, sem verndaði hann best. Og pá byrjaði uppblást- urinn, mold- og sandfokið, sem hefir valdið stórkostlegri skemdum heidur en nokkurt eld- gos, er hefir yfir ísland dunið. Dótt ýmsir merkir menn á umliðnum öld- um, eins og Eggert Ólafsson og Skúli fógeti, hafi sjeð hvílík hætta stafaði af eyðileggingu skóganna, var lítið sem ekkert gert til pess að bæta hlutskifti peirra eða græða nýja skóga. Dað er ekki fyr en í byrjun pessarar aldar, að farið var að hugsa um skógrækt á íslandi. En pað, sem gert hefir verið hingað til, er pó hvergi nærri nóg, ef starfið á að bera árangur. Hversvegna eigum við íslendingar að hlúa að birkikjarrinu okkar og reyna að stækka skógiendið? Fyrst og fremst verðum við að reyna að bæta úr rányrkju forfeðranna og fá landið til pess að gróa upp á ný. Og svo liggur mikið verðmæti í skóglendi, sem af- komendurnir njóta, ef vel er með pað farið. Skógarnir eru lifandi heild, sem vaxa ár eftir ár og stöðugt má hafa gagn af, ef menn að- eins gæta pess, að taka ekki meira úr peim heldur en peir vaxa. Loftslagið á íslandi er óblítt, svo vel getur reynst erfitt að koma upp nýjum skógum. En komi maður í sæmilegan skóg og hafi augun opin, má strax sjá, hve mikið gró- magn er í íslenska birkinu. Hvar sem litið er á bera jörðina sjást hundruð ungra plantna, sem eru að reyna að teygja sig mót sólu og yl. Víðast hvar verða pessar litlu birkiplöntur búfjenu að bráð, en par sem skógarnir eru friðaðir pýtur nýgræðingurinn upp. Þegar náttúran sjálf er svo fús á að „klæða landið“, ættum við mennirnir að reyna að hjálpa henni til pess, eftir pví sem unt er, pví að pað er starf, sem mun bera ávöxt. Og á pann eina hátt er hægt að gera orðið „skógur“ að rjettnefni á ný. Áður en jeg lýk pessu máli mínu, vil jeg ráðleggja öllum, sem vetlingi geta valdið, að dvelja um tíma nálægt einhverjum skógabletti og kynnast lífi og starfi trjánna með eigin augum. En umfram alt vil jeg biðja alla að ganga par vil um og skemma ekki neitt. Pað ætti að vera og er skylda hvers góðs íslendings, að ganga vel um pá staði, sem fallegastir eru á landinu. Pað er ljótur siður, sem ætti að leggjast niður, er menn brjóta greinar af trjám eða taka upp heilar hríslur til pess að skreyta með peim bíla og reiðhjól. En verra en petta er pó pað, að menn taki upp á pví, að skera í börkinn á lifandi trjám eða fletta honum af á stórum svæðum, pví að pá eru trjen oft dauðadæmd. Á 1. mynd getið pið sjeð slíkt trje, sem er hálfdautt vegna pess, að skógar- gestir hafa flett berkinum af stofninum. Svona spellvirki eru venjulega framin af hugsunar- leysi og ekki einu sinni skemdaranganum sjálfum til ánægju. Aftur á móti skemmir pað ekki skóginn á

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.