Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 7

Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 7
r Avarp til skáta frá sjera Dorsteini Briem ráðherra Ávarp það, sem hjer fer á eftir, sendi sjera Þorsteinn Briem, núverandi ráðherra, skátum þeim, er dvöldu í tjaldbúðum i Botnsdal í sumar og getið er um á öðrum stað í blaðinu. Hann var búinn að ráðgera að dvelja með þeim i tjaldbúð- unum, en er það fórst fyrir, vegna annrikis, þegar hann varð ráðherra, sendi hann skátunum þetta ávarp. GÓÐIR SKÁTAR! — Nú um leið og pið hverfið burt úr bænum og göturykinu út í frjálsan fjallablæinn, til þess að safna fjöri og kröftum í dalnum fríða við skógarilm, fossanið og fagrar hlíðar, vildi jeg mega ávarpa ykkur og senda ykkur kveðju. Kynni mín af skátum hafa vakið hjá mjer hlýjan hug og ást á peim fjelagsskap. Jeg tel skátafjelagsskapinn merkan pátt í peim voröflum, sem vaknað hafa til lífs í pjóðfje- laginu hin síðari ár. Jeg el pá von í brjósti, að sá fjelagsskapur muni ala upp marga hrausta, tápmikla og starfsama syni handa fósturjörðinni, menn, sem muni duga henni best, pegar á reynir, og menn, sem kappkosta að reynast hvarvetna drengir góðir í hinni forníslensku merk- ingu orðsins. Ættjörð vor parf jafnan drengja góðra, til pess að vinna henni gagn, hver í sínum verkahring. En henni er slíkra manna ekki síst pörf nú, er hún stendur í eldraunum erfiðleikanna, er að henni steðja, bæði utan frá og innan. Fyrir pví heiti jeg á hvern góðan skáta, að horfa fast á pað mark, sem sá fjelagsskapur hefir sett sjer, og kvika par hvergi frá. Dá munið pið jafnan verða pess megnugir, að leggja fósturjörðinni lið með góðu og ósjer- plægnu starfi, á pann hátt, er henni best hentar á hverjum tíma. Skáti er sannur. Skáti vill temja sjer göfugt hugarfar. Skáti vill bera lotningu fyrir pví, sem heilagt er og fagurt. Degar petta stutta skeyti mitt verður lesið upp, munið pið verða komnir í eitt feg- ursta dalverpið hjer í námunda, par sem heiður himinn Ijómar yfir háum fjöllum. Látið him- ininn benda ykkur upp. Látið heiðblámann leiða heiðríkju inn í hugann. Látið fegurðina um- hverfis ykkur fylla hug ykkar með fegurð. Verjið peim tíma, sem pið megið dvelja í skauti hinnar fögru náttúru, til pess að vaxa að orku, vaxa að dug og drengskap og öllu pví, sem gott er og fagurt. Þá munið pið pví betur fá gagnað fósturjörðinni á hvern pann hátt, sem henni er mest pörf. Jeg hafði hlakkað til pess í vetur, að fá nú á pessu sumri að fylgjast með fleiri eða færri skátum út í náttúrudýrð fslands, og njóta með peim sameiginlegrar gleði, hressingar og endurnæringar fyrir líkama og sál. Nú leyfa störf mín mjer pað ekki, að njóta peirrar ánægju. En í pess stað vil jeg fylgja ykkur í anda og óska ykkur góðrar ferðar og gagns og ánægju af ferðinni. Ýmsir skátar hafa sagt mjer, að pá hafi peir haft mesta ánægju af ferðinni eftir á, ef peini hafa mætt erfiðleikar, sem peir hafa orðið að taka á öllum kröftum sameinuðum til að vinna bugá. Jeg vil einnig óska ykkur pessarar ánægju. Ekki aðeins nú í pessari ferð, heldur á allri ykkar vegferð. E>á verður lífið að vísu brattganga, en brattganga upp á fagran sigur- tind að lokum. - Jeg vil óska pess, að pið fáið allir náð pvílíkum sigurtindum. / ^orsteinn . /ýne/n Reykjavík, 8. júli 1932 Með alúðarkveðju

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.