Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 12

Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 12
10 ÚTI Á ferð Tjaldbúðirnar við Galtalæk Dátttakendurnir í Fjallabaksferðinni læti til næsta dags, en f>á settumst við upp í bílinn, sem keyrði okkur heim til Reykja- víkur. Áður en við fórum í petta ferðalag áttum við tal við hr. Geir T. Zoega vegamálastjóra, um pað, hvort við mundum geta gert eitthvert gagn á leið okkar yfir Fjallabaksveg nyrðri, t. d. með pví að lagfæra leiðarmerki og slíkt, par sem petta væri frekar sjaldfarinn fjalla- vegur. Kvað hann fulla pörf á pví að gefin væri gaumur að leiðarmerkjum á pessari leið og að við gætum gert mikið gagn með pví, t. d. að hlaða npp fallnar grjótvörður, endur- bæta torfvörðurnar, eftir pví, sem hægt væri á svo skömmum tíma og gefa sjer að öðru leiti skýrslu yfir ástand leiðarmerkjanna. Detta gerðum við eftir pví, sem föng voru á. Alls hlóðum við upp 112 grjótvörður, sem voru flestar alveg fallnar, sumar hálfhrundnar og og aðrar lítið eitt laskaðar. Dá gerðum við og litisháttar við sumar torfvörðurnar og end- urreistum pær stikur (staura), sem heilar voru, en lágu fallnar við veginn. En til að gera við pessi síðarnefndu merki, svo að til frambúðar yrði, hefði auðvitað purft bæði lengri tíma og fullkomnari verkfæri heldur en við höfðum yfir að ráða. Við skrifuðum upp öll pau leið- armerki (á pessari leið eru öll leiðarmerki númeruð), sem auðsjáanlega purftu viðgerðar, og sendum strax og heim kom, vegamála- stjóra skýrslu yfir ástand peirra og eins yfir pað, sem við höfðum gert. Vegamálastjórinn gaf okkur ágæta ferðalýsingu, sein hann hafði sjálfur samið fyrir nokkurum árum, yfir Fjalla- baksleiðina. Einnig gaf hann okkur kort yfir sömu leið. Kom petta hvorutveggja sjer ágæt- lega á ferðalagi okkar. Dátttakendur í ferðinni voru pessir: Axel Kaaber, Gunnar Möller, Haraldur Halldórsson, Friðpjófur Dorsteinsson, Ólafur Stefánsson, Robert Schmidt, Viggó Baldvinsson, Stefán Sigurðsson, Ólafur Nielsen, Jón Hallgrímsson, Ingólfur ísólfsson, Jón Oddgeir Jónsson og Bendt D. Bendtsen og Hjalti Guðnason, sem komu á móti okkur að Laugum. Við pökkum hjermeð öllm peim, sem voru okkur hjálplegir við pessa ferð, og einkum peim Geir Zoega vegamálastjóra fyrir ágætar leiðbeiningar, og Lárusi Helgasyni alpingis- manni og bónda I Kirkjubæjarklaustri og Finn boga Kristóferssyni frá Galtalæk fyrir góðar móttökur.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.