Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 22

Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 22
20 ÚTI börnum, sem haugað var á bak þeim. Hann varð pví að marg-flytja milli hesta, og sum börnin varð hann að reiða sjálfur yfir sundið. Hann reið sífelt fram og aftur, vann verk sitt hljóður, en svo viðbragðsfljótur og viss, að allir komust undan áður en eldurinn náði peim. Menn og dýr þrengdu sjer saman á eyjun- um og reyndu að hlífa sjer svo sem þeir gátu fyrir vítiseldi þeim, sem geysaði í kring um þá. Flestir lágu endilangir á jörðinni og rammur reykurinn ætlaði alveg að kæfa pá. Dýrunum leið einna verst. Hestarnir voru hálf-tryltir af hræðslu, og Tipi Sapa og hinir ungu stríðsmennirnir urðu að taka á allri orku sinni og ráðsnild til að aftra pví, að peir æddu beint út i glötunina. Loks tókst Indíán- unum að koma hestunum út í sjáifa mýrina og fá pá til að leggjast par og velta sjer upp úr svalri leðjunni. E>að veitti dálitla fróun í of- boðslegum hitanum. Verst var pað pó, að yfir pá rigndi brennandi grastægjumv sem golan feykti með sjer. < í i > Hitinn var nærri pví ópolandi, óg helst leit út fyrir, að ekki mundi skifta löngum togum, par til flokkurinn eyddist. Dá hvesti — golan varð að stormi, og pað bjargaði. Stormurinn rak hættuna framhjá, en jók að vísu á pján- ingarnar fyrst í stað. Logarnir teygðu sig himinhátt, loftið varð blóðrautt og pað brast og gnast í öllu, eins og óargaöflum undir- djúpanna hefði verið slept lausum. En svo hljóðnaði hávaðinn, logana lægði og alt varð kyrt og hljótt. Kyrðin var pó öðruvísi en verið hafði um kvöldið. Nú fylgcli henni enginn friður; og tjaldbAðirnar voru eyddar. En karlar, konur og börn, hestar og hundar — allar pær verur, sem lífsanda drógu — voru ör- uggar á blessuðum litlu eyjunum úti í rotn- um mýrarflóanum. (Úr Boys' Life), Skátasöngur (Lag: Fanna skautar) Eftir Halldór B. Jörgenson, Akranesi Upp til fagra fiallahlíða frjálsir, glaðir búum við, þar sem ár og lækir líða ljúft með hreinum fossanið. Fögnum kæru föðurlandi færir göfgi það að sjá, því er fullur okkar andi af æskumannsins ferðaþrá. Fjalla-lífið fegrar, nærir, fjörgar bæði hjarta og blóð, innilega okkur færir ást á voru landi og þjóð. Eí við stöðugt aukið fáum úti-líf með hverri stund, þá við mestum þrótti náum, þroskum sanna manndómslund. Við sem ungir íslandssynir eflum fornan hetjudug, störfum saman, verum vinir, vekjum gleði og bróðurhug. Ef við, skátar, styrkir stöndum stælum bæði vilja og þrótt, siglum við að sólarlöndum, sigrum andans rnyrku nótt.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.