Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 24

Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 24
Eftir Jón Hallgrímsson Hátt upp til fjalla EN hvað veðrið var yndislegt fjórða sept- ember: heiður himinn og sólin sendi sína vermandi morgungeisla til jarðarinnar, kallandi hvetjandi til allra: „njótið minna skín- andi sumargeisla út við sæ og upp til fjalla“. Ekkert ský, pað var gott, pví að í dag var ferð- inni heitið hátt til fjalla, alla leið upp á Skarðs- heiðar-horn, sem er 1155 m. yfir sjávarflöt. Við lögðum af stað fjórir skátar kl. um 11 f. h. Laust fyrir kl. 12 höfðum við náð að Miðfelli með góðri aðstoð bifreiðar einnar, er við fengum til að kippa okkur áleiðis. Frá Miðfelli gengum við að Laxá. Er við höfðum vaðið ána, hjeldum við skemstu leið til heiðar. Við gengum hjá bæ, er heitir Tunga. Dar hittum við aldraðan mann að máli, spurð- um hann um leiðina upp heiðina, en hann bauð okkur til bæjar. Við pökkuðuni gott boð og óskuðum að eiga pað til góða, par til við kæmum til baka. Hjeldum við pví áfram ferð okkar. Við gengum greiðlega upp grösuga fjallshlíðina, og skeyttum ekkert um blómlegu berjarunnana, er við fórum hjá. Við námum staðar, er við vorum komnir upp í Skarðsár- dalinn. Að baki okkar var nú Miðfellsmúlinn og lengra til suðvesturs okkar kæra Akrafjall, með sínar ísi-sorfnu axlir að austan, en snar- bröttu tinda að sunnan og norðan, er gnæfa frá kauptúninu sjeð sem tveir verndandi verðir. Við okkur blasti heiðardalurinn, gróðurlítill og stór-grýttur. Eftir honum fellur lækur, er hoppar stall af stalli og myndar á einum stað tignarlegann foss. Lækurinn heitir Skarðsá. Er ofar dregur versnar gangfærið, stór- grýttar lausaskriður auka á erfiði okkar, er nær fjallsbrúninni dregur. Að lokum höfum við pó náð norðurbrún heiðarinnar. Ðá var kl. 2Y* e. h. Við nemum nú staðar um stund, tökum myndir og virðum fyrir okkur láð og lög. Nokkru vestar en við erum blasir við okkur há heiðarhornið, en pangað er ferðinni heitið. Hornið lítur hjeðan út sem píramíði all mikill. Við göngum niður af heiðarbrún peirri, er við stóðum á, og leituðum hælis sunnanundir dálitlu klettabelti skamt paðan. Var nú tekið fram nesti og pví gerð góð skil. Á meðan við sátum að snæðingi virtum við fyrir okkur hið fyrirheitna land, heiðarhornið, og ræddum um, hvar pað best væri upp að ganga. Töld- um við alstaðar fært upp, en sú varð eigi reyndin á, pví að stórgrýtið var laust og mátti óvíða traust stíga fæti. Er við höfðum náð upp á heiðarhornið vai kl. 31 /2. Dar uppi ljek um okkur hæg norðan- gola, nístandi köld. Norðurhliðar steinanna voru ísi paktar. Dað var svalt parna, en annað var par líka, ljómandi fagurt útsýni: í austri Botnssúlur og ótal mörg fleiri fjöll. Nokkru sunnar Reyni- vallaháls. Eyrarfjall og Esja handan við skín- andi sljettan Hvalfjörðinn. Dá Akrafjall og Akranesið umvafið spegilsljettu hafi og vötn- um á alla vegu. Langt úti á hafinu í vestri voru nokkrir dökkir, rjúkandi dilar. Dar voru skip á ferð. í norðvestur lá vesturhluti heið- arinnar fyrir neðan okkur sem smá hæðir og dældir, en handan við hana lá Borgarfjörður- inn eins og landabrjef. Undirlendi, hálsar og dalir vafið í draum-móðu veruleikans með rísandi fjallgarða að baki, mótaði hug vorn undra fögrum listaverkum íslenskrar náttúru, að launum fyrir erfiði fjallgöngunnar. Er niður af fjallinu kom, hjeldum við heim að Tungu, en par beið okkar einn besti pjóð- arrjettur Íslendinga, skyr og nýmjólk. Frá Tungu hjeldum við síðan gangandi að Miðfelli. Daðan sátum við á bíl heim, kátir og syngjandi.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.