Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 8

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 8
6 ÚTI Við opnun mótsins. og á móti þeirri evðileggingu, sem styrj- aldir hafa í för með sjer, þá verðum vjer að setja oss það mark, að ala hinar ungu kynslóðir þjóðanna upp í vináttu en ekki í fjandskap hverja við aðra. En vjer höfum einnig aimað æðra mark. Jeg finn að hin undursamlega þróun og úthreiðsla skátahreyfingarinnar getur ekki verið eingöng árangurinn af mannlegu starfi, heldur er af guði gefin. Og einmitt sann- færingin um þetla bendir okkur á nýja braut. Og ef við víkjum aldrei af þeirri hraut, þá munum við öðlast það sem hver þjóð þráir framar öllu, velgengni og frið á jörðu“. Þessi orð Baden-Powells eru tilfærð hjer, vegna þess hve vel þau lýsa anda skátafjelagsskaparins sem al- þjóðlegi-ar hreyfingar. Þessu næst gengu þjóðirnr í skrúð- göngu fram hjá áhorfendastúkunum og heiðursstúkunni, en lúðrasveitir skipaðar ungverskum skátum ljeku göngulög. Fyrstir fóru Belgar, síðan Armenar, Rúmenar, Sýrlendingar, Frakkar, Banda- ríkjamenn, Danir, Lithauensmenn, ís- lendingar, Jugoslavar, Norðmen, Pól- verjar, Japanar og svo koll af kolli - og Ungverjar síðastir. Voru þeir lang- flestir, eins og að líkindum lætur. — Nú voru allar þjóðirnar komnar á hinn upp- haflega stað sinn á vellinum og var þá hinni eiginlegu setningarathöfn lokið. En þegar það sást að Baden-Powell var að búast til brottferðar, var gefið merki, og' var þá eins og opnuð væri flóðgátt. Allur skáta-sægurinn þusti upp að stúk- unni þar sem foringinn stóð og hylti hann með fagnaðarópum svo að undir tók um alt nágrennið. Var það hrífandi augnahlik, sem seint mun úr minni líða þeim, sem viðstaddir voru, er tugir þús- unda ungra manna livaðanæfa að af jörð- unni hyltu með hrifningu þennan mann, sem æska allra landa á svo mikið að þakka. I íslensku tjaldbúðunum. Okkur Islendingunum var fenginn tjaldstaður i 3. tjaldbúðarbverfi og tjöld- uðum við þar í skugganum af háum pílviðartrjám. Túlkurinn okkar —- við kölluðum liann altaf „frænda“ — sagði okkur að staðurinn hefði verið valinn lianda okkur með tilliti til þess, að við myndum þola illa sólarhitann. Við vor- um þakklátir fyrir þessa liugulsemi, enda kom þessi ráðstöfun sjer vel þá dagana sem heitast var i veðri. Fyrstu dagar mótsins fóru að mestu til þess að girða tjaldstaðinn, skreyta hann og útbúa að öllu leyti. Við útveg- uðum okkur talsvert af mjóum trjábol- um og girtum með þeim svæðið á tvo vegu, — að norðan og austan. Á liina tvo veguna lagði náttúran til girðinguna, — að sunnan var pílviðarskógurinn, en að vestanverðu rann dálítill lækur fram- bjá tjaldbúðunum. Hlið allmikið settum tsl, glímum. á leið til sýningcrr.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.