Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 10

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 10
8 ÚTI Lítið gáttiin við kynst þessum austur- landabúuin, þvi að þeir skildu fæstir þau mál, sem við gátum talað. I því efni gekk okkur mun betur við ungversku nábú- ana okkar og eignuðumst við marga góða kunningja í þeirra hóp. A virkum dögum voru tjaldbúðirnar opnaðar almenningi kl. 2 e. b. en kl. 9 f. h. á sunnudögum. Fram til þess tíma var alt af rólegt og næðissamt í tjald- búðunum, en strax þegar opnað var streymdi fólkið inn í þúsunda tali og tugum þúsunda. Þegar mest var gesta- koman, sunnudaginn 6. ágúst, lá við að erfitt væri að komast leiðar sinnar eftir götum tjaldborgarinnar. Er áætlað að þann dag bafi um 100,000 manns heim- sótt Jamboree, ekki einungis frá Buda- pest og nágrenninu, lieldur hvaðanæfa af landinu. Sjá má hve umferðin i tjald- borginni hefir verið gífurlega mikil með því, að hugsa sjer að allir íbúar íslands, og 20 þúsundum Jietur, söfnuðust saman á götum Reykjavíkur í einu. — Við höfð- uin nokkurn viðbúnað til þess að taka á móti því fólki, sem að okkar garði bar, á þann liátt, að það gæti fengið sém gléggsta og besta hugmynd um land okk- ar og þjóð. Á liliðið festum við spjald með áletruninni: „Gerið svo vel að koma innfyrir“, á ungversku, og skamt frá inn- ganginum liöfðum við sett upp mikið af mynduni frá íslandi og Evrópukort sem sýndi legu landsins. Myndirnar límdum við á stór pappaspjöld og festum á grind sem við smíðuðum i þeim tilgangi. Einn eða tveir íslenskir skátar voru jafnan viðstaddir til þess að útskýra myndrni- ar, og svara þvi, sem spurt var um. Höfðu þeir ærið nóg að gera, því að fólk var forvitið að vonum og spurningunum rigndi niður. Myndirnar vöktu mikla að- dáun allra þerra, sem skoðuðu þær, og þeir voru ekki fáir, sem strengdu þess heit, - með meiri eða minni alvöru, að til íslands skyldu þeri einhverntíma fara, ef þess vær nokkur kostur. En fólk- ið ljet sjer ekki nægja myndasýninguna og' þær upplýsingar, sem vð gátuim látið því í tje. Það gægðist inn i tjöldin og skoðaði þar útbúnað allan, svo sem bakpoka og svefnpoka, það hnappaðist i kring um þá, sem voru að elda, — eink- anlega kvenfólkið— og liorfði á okkur þegar við vorum að borða. Var ekki laust við að okkur þætti á stundum nóg um allan þann áhuga fyrir lifnaðarháttum okkar. En meiri óþægindi stöfuðu þó af þvi fólki, — og það var ekki fátt,—- sem gekk um og safnaði undirskriftum. „Ein Autogramm, bitte, — an autogram, please — ín autograplie, s’il vous pladt“, hljóm- aði í eyrunum á okkur allan daginn. Það er ekki öll vitleysan eins. — Um kl. 3—4 var fólksstrauinurinn mestur, — og þá var hitinn líka verstur. Ivomst hann upp i 39° á Celeius í skugganum þegar lieit- ast var, og var hvorttveggja í samein- ingu hitinn og erillinn svona sæmilega nóg til þess að koma út á manni svit- anum. Þegar degi tók að halla fór venju- lega nokkuð að hægjast um og hitinn að verða skaplegri. Klukkan hálf sjö borðuðum við kveldverð og um það leyti að við vorum að ljúka lionuni var orðið dinit. — Á kveldin voru varð.eldasýn- ingar. íslenska glíman. — Varðeldasýningar. Þeð helsta, sem við höfðum fram að færa til sýningar, og eiginlega það eina, var íslenska glíman. Höfðu fimm reyk- vískir skátar æft glímuna af kappi um n kkurra mánaða tíma áður en lagt var af stað í ferðina, og síðar bættist einn við frá ísafirði, sem að vísu hafði ekki iðkað glímu, en var þeim iþróttum og atgerfi búinn, að eftir 2—3 daga æfingu var hann orðinn einn af þeim skæðustu í hópum. Fvrstu snýninguna höfðum

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.