Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 11

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 11
ÚTI 9 viS á minna sýningarsvæðinu þ. 4. ágúst. Var þar aðstaða heldur óhæg. Völlurinn var harður og illa sljettur grasvöllur og of stór til þess að áhorfendur gætu not- ið glímunnar til fulls. Þrátt fyrir það tókst sýningin mjög sæmilega, fjekk ágætar viðtökur Iijá áhorfendum og hlaut mjög góða dóma í „Magyar Csérkes“ daginn eftir. Það var þó ekkert hjá þeirri hrifn- ingu, sem glíman vakti kvöldið eftir við varðeldasýninguna í 3. tjaldbúðarhverfi. Þeim sið skátanna, — að kveikja „varð- eld“ við tjöld sín þegar þeir eru sesíir að að kveldi og sitja i hring í bjarmanum frá bálinu og skemta sjer við söng og sögur, — var auðvitað haldið í Gödöllö. Þar voru haldnir sameiginlegir varðeld- ar fyrir heil tjaldbúðarhverfi í einu. Voru þeir að sjálfsögðu með talsvert öðru móti og í miklu stærri stíl, heldur en varðeldar einstakra flokka á ferðalögum. Venjulega voru ekki haldnir varðeldar nema i 3—4 tjaldbúðarhverfum á kveldi. Varðeldar 3. hverfis, þar sem isl. glíman var sýnd, voru rjett hjá búðum okkar Is- lendinganna í einu af stærstu skógarrjóðr- unum. Hafði verið reistur pallur allstór úti við skógarjaðarinn öðru megin og var hann upplýstur með Ijóskastara, sem kom ið var fyrir í trjánum hinu megin rjóð- ursins i ca. 75 m, fjarlægð. — Þegar við íslendingarnir komum á vettvang þetta kveld, var varðeldurinn hyrjaður fyrir nokkru. Uppi á pallinum voru amerískir skátar, klæddir sem Indíánar, að sýna indíánadans, en áhorfendurnir, sem skiftu þúsundum horfðu á með athygli. Naíst pallinum sátu og lágu skátar úr 3. tjald- búðarhverfi á jörðinni i stórri breiðu, fyiir utan þá skátar úr öðrum hverfum i stórum hálfhring, og yst sátu og stóðu áhorfendur í þúsundatali. Vi/ð tókum okkur sæti rjett við pallinn og biðum þess að röðin kæmi að glimunni. Kvöldið var fagurt. Himininn var alheiður og tungl í fyllingu varpaði Ijóma sínum yf- ir rjóðrið, en trjen báru við ljósan kveld- himininn eins og kolsvartar skugga- myndir. — Ameríkanarnir höfðu nú lokið við indíánadansinn og hlotið mikið lófaklapp að launum. Næst komu upp á pallinn nokkrir egypskir skátar með „fez“ á höfðum. Ljeku þeir egypsk lög á fiðlu og nokkrar flautur og sungu und- ir við og við. Var það einkenniíegur hljóðfærasláttur, austrænn og einræmis- legur en undarlega seiðandi og minti á galdra og gjörningar. Nú var röðin komin að okkur. Glímu- mennirnir 6 gengu rösklega inn á pallinn og var þeim fagnað með dynjandi lófa- taki. Þeir voru klæddir bláleitum glímu- húningum, sem nutu sin mjög vel í sam- Iitum bjarmanum frá Ijóskastaranum og tunglinu. Einn okkar fjelaga skýrði nú frá uppruna og eðli glimunnar og regl- um þeim sem um hana gilda. Talaði hann þýsku, en varðeldsstjórinn endur- tók orð hans á ungversku. Að því búnu hófst glíman. Tveir þeir fyrstu glímdu snarplega góða stund og mátti ekki á milli sjá, hvorum mundi betur veita. Alt i einu sveiflar annar þeirra keppinaut sín- um niður úr háu bragði. Áhorfendurnir hjeldu niðri í sjer andanum og tauga- veiklað kvenfólk æpti upp yfir sig. En sá sem fyrir bragðinu varð kom ljetti- lega niður á liendur og fætur, stóð upp snögglega, þreif mótstöðumann sinn og skelti honum á fallegri sniðglímu. Dundu þá við fagnaðaróp frá áhorfendum. Var nú haldið áfram og glímt vel og fjörlega, því að glímumennirnir voru óvenjuvel fyrir kallaðir. Þar að auki naut glíman sín einkar vel i þessu umhverfi, þvi að skifting Ijóss og skugga og hinn dimmi skógar-bakgrunnur undirstrikuðu fegurð hennar og glæsileik, enda voru áhorf- endur svo hrifnir af sýningunni og fagn- aðarlætin svo mikil að lokum, að glímu-

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.