Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 12

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 12
10 ÚTI mennirnir fengu ekki að fara niður af pallinum, fyr en þeir höfðu glímt þrjár aukaglímur. Sá sem þetta ritar átti tal við leikfimiskennara, ungverskan, sem sagði að sjer hefði aldrei dottið i hug, að glíma gæti verið eins göfugmannleg íþrótt, laus við allan hrottaskap og ófög- ur brögð, eins og íslenzka glíman væri. — Sýningarnar hjeldu nú áfram góða stund. Lettar sungu þjóðlög, Ungverjar dönsuðu þjóðdansa o. s. frv. Að lokum ljek „zigeunahljómsveit“, skipuð ung- verskum skátum, ungversk þjóðlög og dansa, þessa heitu og litauðugu al- þýðuhljómlist, sem Brahms, Liszt og fleiri merk tónskáld hafa sótt í efnivið- inn í inargar sínar bestu tónsmíðar. — Með því lauk varðeldinum þetta kvöld, og fór aðkomufólkið að hafa sig á burt en skátarnir fóru hver heim til sinna húða. Klukkan liálfellefu áttu allir að vera gengnir til hvilu. Tveim dögum siðar, þ. 7. ágúst feng- um við tilmæli um að glíma við varð- eld, þar sem Horty ríkisstjóri og fleira stórmenni myndi verða viðstatt, og sjer- staklega var til vandað af þeirri ástæðu. Fjórðu og síðustu sýninguna liöfðum við í tjaldbúðaleikhúsinu þann 10. ágúst. I leilchúsinu var aðeins sýnt það besta, sem fram kom á mótinu og þurfti hvert sýningaratriði að fá samþykki þar til skipaðrar dómnefndar til þess að kom- ast þar að. Ekki mun ofmælt að alls hafi sjeð glímuna um 30 þús. manns. Ungverjaland og Ungverjar. Jeg get ekki látið þetta frá mjer fara án þess að lýsa stuttlega kynningu okkar af landi því og þjóð, sem við gistum þennan stutta tíma, sem mótið stóð yfir. Það fyrsta sem við sáum af Ungverja- landi voru syðri bakkar Dónár, þar sem hún rennur á Jandamærum Tjekko-Slo- vakiu og Ungverjalands. Voruin við þá á leið frá Vín niður eftir Dóná á lijóla- skipi ásamt mörgum hundruðum annara skáta af ýmsum þjóðum, aðallega þó frá Austurríki. Það var siðla dags, en sólin var þó enn hátt á lofti og heitt mjög í veðri. Blæjalogn var á og blikandi sól- skinið glampaði í lygnu og rennisljettu fljótinu og varpaði heitum bjarma yfir dökkgrænan skógargróðurinn uppi á bökkunum, sem sumstaðar náði alveg út í vatnið. Var landslag þarna mjög frá- brugðið öðru því, sem við höfðum sjeð á leið okkar og lofaði miklu um fegurð landsins, sem við ætluðum að fara að beimsækja. Við sigldum þennan dag all- an og næstu nótt. Þegar við vöknuðum rjett fyrir dögun vorum við að fai'a i gegnum hálendi nokkurt, sein gengur suð- vestur frá Karpatafjöllunum, en er þó til- tölulega mjög lágt þar sem Dóná rennur í gegnum það. Við stigum á land í Vácz, lítilli borg, sem liggur á vinstri bakka fljótsins, þar sem það beygir til suðurs, 30 km. fyrir norðan Budapest. Hefði ekki verið hægt að hugsa sjer betri viðtökur þar, þó að við liefðum verið her- menn að koma lieim úr stríði. Fjórtán dagar eru ekki langur tími, en stjórnendur mótsins gerðu það sem í þeirra valdi stóð til þess að okkur gæti orðið sem mest gagn að dvöhnni. Öllum útlendu skátunum var sjeð fyrir tveim skemtiferðum, og var önnur þeirra farin til einhvers fjarlægs hjeraðs eða borgar, en hin til Budapest. Á ferðum þessum höfðum við ágætt tækifæri til þess að skoða landið sjálft, en ekki gátum við af þeim g'ert okkur nema óljósar liugmyndir um þjóðlífið, vegna þess hvað við urðum að fara hratt yfir. Við íslendingar fórum fyrri ferðina í tveim flokkum. Annar flokkurinn fór til Pécs (frb. Pedsjli), borgar einnar syðst í landinu, en hin til borgarinnar Eger. Sá sem þetta ritar var í fyra flokknum. Sáum við í þeirri ferð

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.