Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 14

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 14
12 ÚTI um var verið að vinna að uppskerunni, slá korn, iaka það saman i knippi, þreskja o. s. frv. Einu sinni mættum við fornfá- legri grindakerru, sem drógu tveir ferleg- ir svartir uxar, og fóru liægt og silalega. Leið okkar lá á löngum kafla fram með suðurlandamærum Ungverjalands; liggja þau þarna þvert í gegnum hveitiakur og eru auðkend með staurum sem reknir eru niður með ca: 30 metra millibili. Sá- um við Jugoslaviska landamæraverði hjer og þar í varðturnum sínum með hyssur um öxl. Margir l)ændur á þessum slóð- um hafa þorp sín í Ungverjalandi en akra yfir í Jugoslaviu. Er þeim fyrirmun- að að flytja korn sitt heim af ökrunum nema með því að greiða af því útflutn- ingsgjald í rildssjóð Jugoslava. — Eftir rúmra klukkustundarferð í járnbrautinni komum við niður að Dóná, skamt þar frá sem hún rennur út úr landinu. Þar fórum við í bað, — og af sannfæringu, því að steikjandi hiti var um daginn. Þegar við komum úr baðinu beið okkar ágætis miðdegisverður, framreiddur und- ir berum himni, i forsælunni frá háum, limmiklum trjárn, sem stóðu á fljóts- fljótsbakkanum. Að því búnu var haldið sömu leið til baka. — Jeg kom aftur til Pécs, þegar fjelagar mínir voru að búa sig til brottferðar. Yar brátt stigið upp i lestina og komið til Gödöllö í kring um miðnætti. — Þjóð sú, Magyarar, sem land þetta byggir, var eins og kunnugt er upp- runalega hirðingjaþjóð, sem kom til lands- ins austan úr Asiu seinast á þjóðflutn- ingatímanum, tók það herskildi og settist þar að. Ríki þeirra var lengi framan af tonungsríki og var konungurinn svo að segja einvaldur. Seint á miðöldum herj- uðu Tyrkir á landið og lögðu það undir sig. En er yfirráðum þeirra lauk gekk landið í samband við Austurríki og var Austurríkiskeisari konungur Ungverja- lands. Stóð svo fram að heimsstyrjöld. A styrjaldarárunum og fyrstu árin efirt að henni lauk gekk á ýmsu, — til dæmis höfðu kommúnistar þar völdin í eitt ár, en nú er þar lýðveldi, og hefir ríkisstjór- inn, v. Horty, álíka mikil völd i landinu og Mussolini i Ítalíu. — Allmargt fólk býr í landinu, sem er af þýskum uppruna og hafa Magyarar hlandast því allmikið. Þó má enn í dag sjá það greinilega á einstakamönnum, að forfeður þeirra muni hafa liaft mongólst blóð í æðum. Flestir eru Ungverjar dökkir á brún og brá, en þó vakti það undrun okkar, live mikið við sáum af ljóshærðu og bláeygu fólki. Mál það sem Ungverjar tala er mjög einkennilegt, skylt finsku, en gjör- ólíkt öllum öðrum Evrópumálum. í því eru til dæmis engar hjálparsagnir, en samsettar tíðir myndaðar með fleiri eða færr endingum, sem skeyttar eru aftan við aðal-sagnmyndina. Hrynjandinn í því er einkennilegur og liðandi. Ungverjar eru trúhneigðir mjög, og trúarbrögðin róm- versk-kaþólsk. Þjóðerniskend þeirra er á- kaflega sterk, og eru þeir um fátt jafn samtaka og baráttuna fyrir því að ná aftur einhverju af því geysimikla landi, sem af þeim var tekið eftir ófriðinn mikla. Æðr mentun er á háu stigi með þjóð- inni, en alþýðumentun lakari. Þó hefir hún batnað stórum á síðustu árum og er stöðugt unnið að þvi að bæta hana sem mest. — Hljómlistin er mikill þáttur í þjóðlífi og menningu Ungverja. Hún er runnin þeim i merg og blóð. Er fráleitt til nokkur sú þjóð í viðri veröld, sem á jafn mikla og merkilega alþýðuliljómlist. — Alveg vorum við þó hissa á því hvað al- þýða manna vissi mikið um ísland. Á skátamótinu í Englandi 1929 var jeg' einu sinni spurður hvort það væri satt að á íslandi byggju menn i snjókofum og hefðu hvítabirni fyrir liunda! í Ungverja- landi heyrðum við engar slíkar fáránlegar Framh. á bls. 15. .

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.