Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 17

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 17
ÚTI 15 an þig til hægðarauka), þá getur þú borið hlutföllin saman við mynd þina uns innsýni og hlutföll eru sem næst rjett. Það er ofætlun að reyna að teikna livem hól í stórri hraunbreiðu á lítið blað, reyndu heldur að gera vel grein fyrir takmörkun hraunsins, teiknaðu út- línur fjallanna fyrst, síðan gil og hamra. Notaðu „ljettar línur“ við það, sem í fjarlægð ler, en teiknaðu forgrunninn með kröftugum línum. Þegar þú ert orð- inn æfður teiknari, þá er fyrst tími til að hugleiða hvort ekki væri mögulegt að lita teikningarnar. Jeg segi ekki að mála myndir, því lituð teikning með ör- uggum dráttum og fáum heillegum lit- brygðum, er þúsundsinnum betri en við- vaningslegt málverk. Ef þið viljið veita ykkur andlega þjálf- un, þá teiknið — og teiknð vandlega látið ekki liugfallast þótt fyrstu tilraun- irnar sjeu óásjálegar, næst er þú velur þjer viðfangsefni eða ætlar að taka Ijós- mynd munt þú verða þess var, að þú átt hægara með að velja og hafna. Hver sem kemst nokkuð áleiðis í teiknilist- inni fær um leið innsýni á fagurfræði- legum sviðum og verður skygnari á dá- semdir sköpunarverksins. Skátar og náttúruvísindin (framh.). fram liðu stundir, ættu söfn þau, sem þannig mynduðust, að geta gefið öld- ungis góðar upplýsingar um það hvaða tegundir hjer lifðu, og hversu heim- kynni þeirra væri háttað. Yrði það grund- völlur undir alþýðlegar fræðibækur með líku sniði og bækur þær eftir dr. Bjarna, sem þegar er getið. Náttúrufræðingar landsins myndu heilsa því með fögnuði, ef skátar vildu taka þessar hugmyndir til athugunar, og fagna hverjum þeim, sem vildi styðja að þvi að efla þekkingu á landi sínu. En ef alt á að koma að gagni, verður að vera góð og stöðug samvinna milli skátanna og fagmannanna. Skátarnir verða altaf að vera velkomnir á fund fagmannanna og fá þar hvers kyns leið- beiningar, er gætu örfað áhuga þeirra og stutt starfið. Er ekki örgrant um að samstarf með þessu sniði gæti orðið báðum aðiljum til gagns og gleði, og þekkingu vorri á dýralífi landsins til bóta. Jamboree 1933 (framh.). spumingar. Nálega allir sem við áttum tal við vissu nokkurnveginn mn legu Is- lands, stjómháttu þess og nafnið á höf- uðborginni. Flestir könnuðust líka við Geysi og Heklu. Margir höfðu lesið eitt- hvað af sögunum í þýðingum, og einn mann átti jeg tal við, sem hafði lesið „Ofurefli“ eftr Einar H. Kvaran í þýskri þýðingu. — Ungverjar eru menn gest- risnir með afbrigðum, og munu okkur seint úr minni líða þær hjartanlegu við- tökur, sem þeir veittu okkur, hvar sem við komum. Yæri óskandi að einhverjir af þeim mörgu kunningjum okkar, — og ókunnugum, sem strengdu þess heit að þeir skyldu einhverntíma koma til ís- lands, ljetu verða af því, — svo að okkur gæfis tækifæri til þess að launa þeim gestrisnina. „Ctí“ höfðu borist ýmsar fleiri greinar og frjettabálkar frá skátafjelögunum, sem birtast áttu i þessu blaði, en vegna þrengsla verður því miður að sleppa þvi að þessu sinni, en þar sem ekki er ó- mögulegt, að aukablað af „Úti“ komi í vor, vonum við að geta bætt úr þessu þá og biðjum höfunda greinanna og fjelögin velvirðingar á þessu. Ritstj.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.