Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 18

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 18
Fimmtíu skotskir skátar til íslands Jön Oddgeir Jónsson Skotskur skáti, að nafni Sarvy, með sekkjapipu sína. Fyrsti erlendi skátahópurinn, sem til ís- lands hefir komið, kom hingað í ágúst- mánuði síðastliðið sumar. í júnímánuði harst ritara B. í. S. brjef frá skotskum skáta, Capt. Arthur B. Wriglit að nafni, sem er foringi „First Glasgow Troop‘“ í Glasgow. Þar segir hann frá ætlun sinni að koma með 50 skáta. á aldrinum 11—30 ára, og það, sem þá langi einkum til sje þetta: Að kynnast landi og þjóð og, þá einkum eins mörgum ísl. skátum og hægt sje. Að sjá hinn lielsta iðnað íslendinga og að ferðast um t. d. til Gullfoss og Geysis og viðar. Stjórn B. I. S., sem var mjög ljúft að taka á móti þessum gestum, skipaði þriggja manna nefnd, til að undirbúa komu skotsku skátanna og annast veru þeirra hjer. í nefndina voru kosnir þeir Daniel Gislason, Jean Claessen og Jón Oddgeir (form.). Nefndin tók þegar til starfa og sá um alt, eins og ætlast var til. Skotarnir komu hingað unx morgun- inn 1. ágúst með es. Brúarfossi. Fyrstu tvo dagana dvöldu Skotarnir hjer í bænum til að hvíla sig eftir sjóferð- ina og skoða sig um. Þ. 3. ágúst var svo haldið austur, í kassabílum, til Gullfoss. Á leiðinni austur var komið við hjá Grýtu, og skemtu skátarnir sjer vel, við að sjá hana gjósa. Slíkt höfðu þeir auð- vitað aldrei sjeð áður. Við Gullfoss var dvalið i nokkrar klukkustundir og voru Tjaldbúð skotcmna i Almannagjá.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.