Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 19

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 19
ÚTI ,17 Móttökunefndin og foringi skotanna. skotsku skátamir svo undrandi og hrifnir af fossinum, að þaðan vildu þeir helst ekki fara. Frá Gullfossi var haldið áleið- is til Þingvalla. Áð var að Laugarvatni og þar snæddur kveldverður. Á Þingvöll var komið aðaranótt föstudags og tjaldhúð mynduð í Almannagjá að fengnu leyíi hjá hr. Guðmundi Davíðssyni umsjónar- manni. Á Þingvöllum var dvalið í 5 daga og þaðan farið í ýmsar smærri ferðir um nágrennið. Veður var ekki vel liagstætt þann tíma, sem við dvöldum á Þingvöll- um til að ganga á fjöll, eins og ætlað var í fyrstu, svo htið varð úr fjallgöngum. En annars má segja, að veðrið væri yfir- leitt gott, eftir því sem við var að búast á þessu milda rigningarsumri. Skotarnir undu sjer prýðilega í Al- mannagjá og kvaðst foringi þeirra aldrei hafa fengið fegurri eða stórkostlegri tjald- stað á ferðúm sínum og hefír hann þó farið með skáta víða um heim. Mjög þótti okkur ísl. skátunum, sem með þeim dvöldu á Þingvöllum, skemtilegt að vera í þeirra hóp. Þeir voru sjerstaklega fje- lagslegir, kátir og hjápfúsir. Frá Þingvöllum var farið aftur þ. 9. ágúst til Reykjavíkur. Á leiðinni var kom- ið við á Álafossi og laugin þar notuð óspart. Á meðan dvalið var i Reykjavík var Skotunum sýnd ýms atvinnufyrirtæki svo sem: Kveldúlfur, Ölgerðin Egill Skalla- grímsson, mjólkurstöð Mjólkurfjelagsins og fl. Einnig skoðuðu þeir rækilega öll söfnin í bænum, barnaskóla og fl. I við- tali, sem Morgunblaðið birti þ. 11. ágúst, við foringja Skotanna, Capt. Wright, seg- ir hann meðal annars um dvöl þeirra hjer: „Ekkert af þeim löndum, sem jeg hefi sjeð, svipar til Islands, bæði að náttúru- fegurð, og eins því, hve hjer ægir sam- an gömlu og nýju i þjóðarliáttum. Þykist jeg vita, að framvegis leggi skátaflokk- ar leið sina til lslands“. Eins og áður er getið annaðist móttöku- nefndin að öllu leyti veru skátanna hjer, sá um ferðalög, húsnæði í bænum, mat og alt, sem vantaði, fyrir 2 stpd. á hvern skáta. Síðasta kvöldið, sem skotsku skátarnir dvöldu hjer var þeim haldið samsæti í trjágarði Hressingarskálans. Þangað var hoðið skátahöfðingja íslands, breska kon- súlnum og ýmsum fleirum. Haldnar voru Framh. á bls. 32. Hinn vinsæti skotski skáti Rusty við Öxarárfoss.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.