Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 23

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 23
UTI 21 ar, en við liöfðuni báðir verið í sama íþróttafjelagi í Kaupmannaliöfn „Akade- mysk Skyttekorps“ ogþessvegna vissi hann að jeg hafð fengist við þesskonar kenslu. Þegar jeg tók að mjer þetta starf, vissi jeg af reynslu, að það var tvísýnt um hvort það mundi hepnast, því þótt við ís- lendingar sjeu manna fljótastir til að stofna fjelagsskap, þá er úthaldið ekki þar eftix-, þvert í móti.“ Það kom hrátt i ljós, að færari og betri mann en A. V. T. hefði ekki verið hægt að fá til að taka við stjórn Væringja, því fjelagið blómgaðist og efldist óðfluga. Skömmu eftir að lxann tók við stjórn fje- lag'sins, var því fyrir hans forgöngu breytt i skátafjelag. Síðan hefir A. V. Tulinius að staðaldi starfað manna mest að mál- efnum skáta, hjer á landi og nú er liann eins og kunnugt er skátahöfðingi íslands og form. stjórnar Bandalags ísl. skáta, sem hann átti mikinn þátt í að stofnað yrði. Þess má geta hjer, að áður en A. V. Tulinius kom liingað til hæjarins, hafði hann verið sýslumaður um mörg ár og þá ávalt, samhliða embættisstörfum sin- um, starfað að velferð æskulýðsins og skal i því sambandi hent á grein er hann reit í þetta blað 3. árg., um Leikfimis og skot- fjelag Eskifjarðar. Störf þessa embættis- Þútttakendur í vikuferðalaginu 1910. manns í þágu ísl. æskulýðs eru svo merki- leg og sjaldgæf að þau ættu það sannar- lega skilið, að um þau væri skiTað sijer- staklega. Eftir að Væringjunum var hreytt í skátasveit störfuðu þeir að öllu leiti á grundvelli skátaboðskaparins, skiftu sveit- inni í flokka og lærðu og kendu fjelögum sínum undir skátaprófin, fóru i útlegur á sumrin og iðkuðu inni og útiæfingar á vet- urna. Foringjar í fjelaginu fyrstu árin voru þessir drengir: Ársæll Gunnarsson, síðar kaupm., dó 1926. Guðm. H. Pjeturs- son, nú prentari. Hallur Þorleifsson, nú kaupm. Jóhannes Sigurðsson, nú form. Sjómannast. Jón Guðmundsson, nú versl- unarstjóri. Páll Guðmundsson Kolka, nú læknir. Páll Siðurðsson, nú prentari. Pjet- ur Helgason, síðar verslunarm., nú látinn. Filippus Guðmundsson, nú múrarameist- ari. AUir þessir piltar gengu i fjelagið við stofnun þess og á fyrsta ári, og voru um mörg ár kjarni fjelagsstarfsins og skal þeirra þvi getið lijer lítið eitt nánar. Ái*sæll og Guðmundur störfuðu lang lengst þessara pilta við fjelagið og er þeirra beggja nánar getið síðar i þessari grein. Hallur var flokksf. fram til ársins 1919. Hann var aðal lúðurþeytari og trumbuslagari fjelagsins og kendi öðrum Væringjum þá fræði. Jóhannes Sigurðsson var flokksf. í 2 ár, þá fór hann utan og tók engan verulegan þátt í starfi Vær- ingja eftir það, en liefir ávalt síðan starf- að rnikið fyrir K. F. U. M. Jón var flokksf. i rúmt ár og hafði ýms störf á hendi. Páll Guðmundsson var flokksí. í nokkur ár. Hann nam lækisfræði og kendi Væringj- um „Hjálp í viðlögum“ um alllangt skeið. Hann vann og við blaðið „Liljan“ með Ársæli og vann margt annað fyrir fjelagið. Páll Sigurðsson var flokksf. i rúm 2 ár. Hætti þá að mestu störfum fyrir Vær- ingjafjel. en hefir ávalt starfað mikið við

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.