Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 26

Úti - 15.12.1933, Blaðsíða 26
24 Ólafsson, flokksf. Sig. J. Gunnarsson, flokksf. Brynjólfur Vilhjálmsson. Þórður Þórðarson, flokksf. Angartýr Guðmunds- son og Ámundi Sigurðsson. Auk þess tók Þórður Þórðarson sjer- próf í jurtafræði og var það fyrsta sjer- prófið, sem tekið var innan fjelagsins. Um þessar mundir var ísleifur Gíslason útnefndur sem flokksforingi. ísleifur ljest fáum árum síðar og syrgðu Væringjar liann mjög, því hann var efnilegur piltur, sem öllum þótti vænt um er honum kynt- ust. í ágúst 1920 var haldið íþróttamót fyrir drengi innan 16 ára hjer á vellinum. Tóku tveir Væringjar þátt í mótinu, þeir Ingi Þ. Gíslason og Ámundi Sigurðsson. Þeir stóðu sig svo vel að þeir unnu flest stig á mótinu og sigraði því Væringjafjelagið mótið. Árið 1921 var allgott starfsár. Þá Iuku þessir drengir 1. fl. prófi: Þorvarður Þor- varðsson. Árni Sveinbjörnsson. Haukur Vigfússon. Guðm. Bjarnason. Bragi Brynj- ólfsson. Sigurjón Guðbergsson. Jóhann Gunnar Stefánsson. Magnús Björnsson. Guðlaugur Þorsteinsson. Aage Lorange. Njáll Þórarinsson. Jón Þórðarson. Jónas Hallgrímur. Þorsteinn Jónsson. Hilmar Norðfjörð. Hindrik Ágústsson og Árni Eiríksson. Við þetta próf var Ársæll Gunnarsson prófdómari, en Þórður Þórðarson próf- aði. Um líkt leyti luku þessir skátar 1. fl. prófi: Lárus Jónsson. Sigurður Jóns- son. Jón Sigurðsson. Karl Einarsson. Þorgeir Guðmundsson. Ólafur Sigurðson og Þorsteinn Hreggviðsson. Þetta ár kom konungur íslands Kristj- án X. til landsins og fóru að tilhlutun A. V. Tuliniusar yfirforingja, en hann sá eins og kunnugt er um konungskom- una, þrh’ skátar með konungi og föru- neyti hans, til Þingvalla og víðar. Það voru þeir Ársæll Gunnarsson, Ámundi ÚTI Væringjar að fara í útilegn á lijólum (1918). Hjá þeim stendur .4. V. Tnlinins. Sigurðsson og Brynjólfur Vilhjálmsson. Þetta sumar var farið í allmörg ferða- lög, einkum var legið við í Væringjaskál- anum og svo í tjöldum. Næsta ár (1922) var liið mesta eymd- arár, sem fyr og síðar hefir yfir fjelagið komið. Inniæfingar (flokksæfingar) urðu sárafáar um veturinn og sjaldan farið í útilegur yfir sumarið. Þessi mikla deyfð mun hafa stafað af því að þeir, sem um þetta bil voru flokksforingjar ( en eins og allir skátar vita, fellur og stendur fjelags- starfið með starfi flokkanna) voru ekki starfi sinu vaxnir. I ársbyrjun 1923 varð það að samkomu- Iagi milli yfirforngjains A. V. Tulinius og Ársæls Gunnarssonar sveitarforingja ann- arsvegar og þáverandi flokksforingja hinsvegar, að þeir (flokksf.) skyldu allir víkja úr stöðum sínum, sem flokksfor- ingjar, en nýir foringjar taka við flokkun- um í þeirra stað. Á hinu liðna deyfðarári hafði fjelaginu hrakað svo, að eftir voru aðeins um helm- ingur af þeim fjelagsmönnum, er starfað höfðu árið þar áður. Þ. 4. febrúar 1923 komu saman í barna- skólahúsinu allir þeir meðlimir Væringja- fjelagsins, sem þá voru starfandi, um 40 að tölu. Þar var fjelaginu skift í 4 flokka, er mynda skyldu eina sveit. Flokkarnir voru þessir:

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.